Ekki of margir ferðamenn - þeir koma bara allir á sama tíma 11. október 2012 13:54 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Það er rétt að ferðaþjónusta hér á landi hefur vaxið mjög hratt, en ég hef ekki heyrt þetta sjónarmið áður frá stjórnmálamanni," segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), um ummæli þingmanns Hreyfingarinnar, Þórs Saari, þar sem hann viðraði þá hugmyndi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær að það væri „einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum [ferðamanna] með einhverjum hætti". Erna segir að samtökin hafi síðustu misseri unnið í góðri samvinnu við stjórnvöld að auka fjölda ferðamanna yfir vetratímann. „Í raun fer meira eða minna allt markaðsfé í vetrarþjónustuna," bætir Erna við. Hún segir þó alveg rétt að það komi ákveðnir toppar yfir sumarið þar sem fjöldi ferðamanna verður gríðarlegur. Það megi meðal annars útskýra mikinn ferðamannastraum yfir hásumarið, sem vinsælasti ferðamannatíminn, og svo bætist gríðarlegur fjöldi ferðamanna við sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. „Og þannig verða ákveðnir staðir nokkuð ásetnir," segir hún og nefnir í því samhengi hinn fræga gullna hring, sem er Gullfoss, Geysir og Bláa lónið. Erna áréttar þó að það séu margir dagar yfir sumarið þar sem gestir eru næstum einir að skoða þessar náttúruperlur. „Það sem skiptir mestu máli er að dreifa ferðamönnum yfir árið og hlúa að þessum ásetnu stöðum," segir Erna sem telur mikilvægt að almennileg uppbygging verði í kringum náttúruperlur Íslands, sem ferðamenn sæki helst í. Þannig hafnar hún þeirri hugmynd að takmarka verði fjölda ferðamanna, enda ekki nægilega margir sem sækja landið heim yfir vetrartímann að hennar mati. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis sagði Þór einnig að mikil ferðamennska skemmi samfélagið sem fyrir er í landinu. „Íslendingar sem fara niðrí miðbæ á sitt kaffihús sem þeir hafa kannski gert árum saman komast ekki að vegna þess að það er allt fullt af einhverjum ferðamönnum," sagði hann. Erna blæs á þetta. Hún spyr á móti hvaða miðborg heimsins sé ekki full af ferðamönnum yfir hásumar. „Ég held að fólk gleðjist frekar yfir því að hafa ferðamenn í borginni," segir hún og bendir á hið fjölskrúðuga líf sem fylgir ferðamannastraumnum í miðbæ Reykjavíkur. „Annars koma 200 milljarðar af erlendum gjaldmiðli með ferðamönnum til landsins, og hvaðan ætlar Þór að fá þennan pening ef ekki frá ferðamönnunum? Hann þyrfti að svara því," segir Erna að lokum.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Erlendir ferðamenn orðnir alltof margir Fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi er orðinn alltof mikill að mati þingmannsins Þórs Saari. Hann segir einsýnt að það verði að bregðast við með fjöldatakmörkunum með einhverjum hætti. 10. október 2012 22:22