Bassi heitir loksins Bassi 25. maí 2012 09:00 Bassi Ólafsson hét áður Björn Sigmundur Ólafsson. Hann er sá níundi sem hefur borið nafnið frá landnámsöld fréttablaðið/stefán „Ég er ekkert þekktur sem Björn þannig að það lá einhvern veginn beint við að kýla þetta loksins í gegn,“ segir Bassi Ólafsson, trommari hljómsveitarinnar Kiriyama Family, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu. Hann breytti nafninu sínu nýverið úr Björn Sigmundur í Bassi og þar með er hann sá eini sem heitir því nafni á landinu. Bassi var dálítið hræddur við að styggja mömmu sína og pabba með nafnabreytingunni, því langafar hans hétu Björn og Sigmundur. „Maður vildi ekki mikið vera að „dissa“ þá. Svo ákvað ég bara að hugsa um sjálfan mig í þessu tilfelli. Þetta er búið að vera nafnið mitt frá því ég fæddist og fæstir vita raunverulega nafnið, þannig að ég ákvað bara að svissa.“ Aðspurður segir hann að pabbi hans, Labbi í hljómsveitinni Mánum, sé enn þá að venjast þessum umskiptum en mamma hans hefur tekið betur í þau. „Ég elda handa þeim mat og eitthvað til að redda þessu.“ Bassanafnið festist við hann vegna þess að bróðir pabba hans, Björn Þórarinsson, einnig úr Mánum, hefur alltaf verið kallaður Bassi. „Hann hefur verið kallaður stóri Bassi og ég litli Bassi en samt er ég tuttugu sentimetrum hærri en hann. Þannig að það er búið að svissa þessu í gamli Bassi og ungi Bassi.“ Mannanafnanefnd hafði ekkert við Bassanafnið að athuga, sem kom honum nokkuð á óvart. Kom það upp úr dúrnum að Bassi er sá níundi sem hefur borið nafnið á Íslandi frá landnámsöld en er sá eini sem er á lífi í dag. „Ég hélt ég þyrfti að fara í svakalegt vesen til að sækja um en þau vildu bara fá útskýringu á þessu. Ég sagði bara sömu sögu um að þetta er bara nafnið mitt.“ Þrátt fyrir nafngiftina spilar Bassi á trommur en ekki bassa og þykir mörgum það fyndið. „Ég held ég sé búinn að heyra alla brandara sem til eru í sambandi við þetta, þessa bassatrommubrandara. Það er búið að hrjá mig í gegnum ævina að ég sé trommari.“ Reyndar kann hann alveg á bassa og spilar á hann í hjáverkum. „Þegar ég var að spila með Lay Low tók ég bassa í einu lagi. Þetta blundar alveg í manni. Næsta hljóðfæri sem ég ætla að taka fyrir verður alveg örugglega bassi, það liggur eiginlega beinast við.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira
„Ég er ekkert þekktur sem Björn þannig að það lá einhvern veginn beint við að kýla þetta loksins í gegn,“ segir Bassi Ólafsson, trommari hljómsveitarinnar Kiriyama Family, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu. Hann breytti nafninu sínu nýverið úr Björn Sigmundur í Bassi og þar með er hann sá eini sem heitir því nafni á landinu. Bassi var dálítið hræddur við að styggja mömmu sína og pabba með nafnabreytingunni, því langafar hans hétu Björn og Sigmundur. „Maður vildi ekki mikið vera að „dissa“ þá. Svo ákvað ég bara að hugsa um sjálfan mig í þessu tilfelli. Þetta er búið að vera nafnið mitt frá því ég fæddist og fæstir vita raunverulega nafnið, þannig að ég ákvað bara að svissa.“ Aðspurður segir hann að pabbi hans, Labbi í hljómsveitinni Mánum, sé enn þá að venjast þessum umskiptum en mamma hans hefur tekið betur í þau. „Ég elda handa þeim mat og eitthvað til að redda þessu.“ Bassanafnið festist við hann vegna þess að bróðir pabba hans, Björn Þórarinsson, einnig úr Mánum, hefur alltaf verið kallaður Bassi. „Hann hefur verið kallaður stóri Bassi og ég litli Bassi en samt er ég tuttugu sentimetrum hærri en hann. Þannig að það er búið að svissa þessu í gamli Bassi og ungi Bassi.“ Mannanafnanefnd hafði ekkert við Bassanafnið að athuga, sem kom honum nokkuð á óvart. Kom það upp úr dúrnum að Bassi er sá níundi sem hefur borið nafnið á Íslandi frá landnámsöld en er sá eini sem er á lífi í dag. „Ég hélt ég þyrfti að fara í svakalegt vesen til að sækja um en þau vildu bara fá útskýringu á þessu. Ég sagði bara sömu sögu um að þetta er bara nafnið mitt.“ Þrátt fyrir nafngiftina spilar Bassi á trommur en ekki bassa og þykir mörgum það fyndið. „Ég held ég sé búinn að heyra alla brandara sem til eru í sambandi við þetta, þessa bassatrommubrandara. Það er búið að hrjá mig í gegnum ævina að ég sé trommari.“ Reyndar kann hann alveg á bassa og spilar á hann í hjáverkum. „Þegar ég var að spila með Lay Low tók ég bassa í einu lagi. Þetta blundar alveg í manni. Næsta hljóðfæri sem ég ætla að taka fyrir verður alveg örugglega bassi, það liggur eiginlega beinast við.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Sjá meira