Umræða á villigötum Magnús Jóhannsson skrifar 10. maí 2011 07:00 Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar