Innlent

Kom til hafnar eftir að hafa rekist á ísjaka

Togarinn er kominn til Hafnarfjarðar
Togarinn er kominn til Hafnarfjarðar
Gat kom á olíutank á togaranum Eldborgin RE 13 á Grænlandsmiðum í dag eftir að hann rakst á ísjaka. Viðbragðskerfi Umhverfisstofnunar vegna bráðamengunar var ræst eftir að Landhelgisgæslan tilkynnti um slysið.

Eitthvað af olíu lak úr skipinu en nánari tölur um umfang lekans liggja ekki fyrir. Olían helst að einhverju leyti inni í tanknum vegna vatnsþrýstings og því er ekki gert ráð fyrir mengunartjóni vegna þessa.

Togarinn er nú kominn til Hafnarfjarðar þar sem gatið er þétt og olía hreinsuð upp. Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hafa umsjón með aðgerðum en fulltrúar Umhverfisstofnunar fylgjast með og eru reiðubúnir til aðstoðar ef þörf gerist, segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×