Eldri borgarar aðeins í bað einu sinni í viku 15. febrúar 2011 09:00 Á Hrafnistu, stærsta hjúkrunarheimili landsins, annar fámennt starfslið því ekki að baða íbúa nema einu sinni í viku. Þegar verst lét þurftu íbúar að bíða í hálfan mánuð eftir því að komast í bað. „Þetta er örugglega ekki mannsæmandi og ég er ekki viss um að nútímafólk, sem vant er að baða sig einu sinni á dag, myndi láta bjóða sér slíka afarkosti sem vikulegt bað er," segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. „Svona bitnar kreppan á elstu borgurum landsins og það er sárt að þjóðfélagið geti ekki komið betur fram við þá öldruðu. Það er umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn. Hrafnista, eins og önnur öldrunarheimili, á að starfa undir þjónustusamningi við ríkið en hann hefur ekki verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir árum saman. Nú rétt fyrir áramót var honum svo enn frestað af hálfu ríkisins um þrjú ár." Valgerður Katrín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, segir málefni aldraðra víða þurfa nánari skoðun. „Gamalt fólk getur hvorki hótað því að fara í verkfall né flytja til útlanda, og er því minnihlutahópur sem auðvelt er að hundsa. Því þarf það að láta margt yfir sig ganga sem beinlínis er mannréttindamál í hugum flestra." Valgerður segir margt af eldra fólkinu vera orðið of veikt til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Og þótt það sé af kynslóð sem ekki var vön daglegum baðferðum hér áður fyrr er krafan allt önnur í dag og það er vitaskuld ósátt við svo fátíð böð enda vill það lifa lífinu með sjálfsvirðingu." Ekki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í gær. - þlg / Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Á Hrafnistu, stærsta hjúkrunarheimili landsins, annar fámennt starfslið því ekki að baða íbúa nema einu sinni í viku. Þegar verst lét þurftu íbúar að bíða í hálfan mánuð eftir því að komast í bað. „Þetta er örugglega ekki mannsæmandi og ég er ekki viss um að nútímafólk, sem vant er að baða sig einu sinni á dag, myndi láta bjóða sér slíka afarkosti sem vikulegt bað er," segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. „Svona bitnar kreppan á elstu borgurum landsins og það er sárt að þjóðfélagið geti ekki komið betur fram við þá öldruðu. Það er umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn. Hrafnista, eins og önnur öldrunarheimili, á að starfa undir þjónustusamningi við ríkið en hann hefur ekki verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir árum saman. Nú rétt fyrir áramót var honum svo enn frestað af hálfu ríkisins um þrjú ár." Valgerður Katrín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, segir málefni aldraðra víða þurfa nánari skoðun. „Gamalt fólk getur hvorki hótað því að fara í verkfall né flytja til útlanda, og er því minnihlutahópur sem auðvelt er að hundsa. Því þarf það að láta margt yfir sig ganga sem beinlínis er mannréttindamál í hugum flestra." Valgerður segir margt af eldra fólkinu vera orðið of veikt til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Og þótt það sé af kynslóð sem ekki var vön daglegum baðferðum hér áður fyrr er krafan allt önnur í dag og það er vitaskuld ósátt við svo fátíð böð enda vill það lifa lífinu með sjálfsvirðingu." Ekki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í gær. - þlg /
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira