Innlent

Boðberi umskipta á Suðurnesjum

Kísilverið í Helguvík er fyrsta stóra nýfjárfestingin á Íslandi eftir bankahrun, ef undan er skilin stækkun álversins í Straumsvík. Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á blaðamannafundi um samninginn í gær. Verksmiðjan hefði því þýðingu í efnahagslegri endurreisn landsins, auk þess að vera lóð á vogarskálar bætts atvinnulífs á Reykjanesi.

Í þeim efnum talaði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, raunar um „algjör umskipti" og kvað Suðurnes eiga eftir að stíga hratt út úr því „ömurlega ástandi" að vera láglaunasvæði með mest atvinnuleysi á landinu yfir í að hafa vel launuð og örugg störf fyrir flesta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×