„Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana“ 19. janúar 2011 20:51 Pétur Kristján Guðmundsson. Myndin er tekin af stuðningssíðu fyrir hann á Facebook. „Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Það fyrsta sem ég fékk að heyra þegar ég vaknaði aftur var: Þú ert ekkert að fara labba aftur," segir Pétur Kristján Guðmundsson sem féll fram af snjóhengju í Ausurríki á gamlárskvöld. Hann rúllaði um tuttugu metra áður en hann féll fram af níu metra háum kletti. Hann hlaut mænuskaða við fallið og er lamaður fyrir neðan mitti. Rætt var við Pétur Kristján í Kastljósi í kvöld. Pétur Kristján segist hafa farið með félögum sínum í partý á gamlárskvöld og eftir það hafi þeir ákveðið að fara upp að skíðasvæði og horfa á flugeldasýninguna á miðnætti þaðan. Í stað þess að labba gönguslóð niður af skíðasvæðinu hafi hann, ásamt félaga sínum, ákveðið að fara slóð þar sem fullt af snjó væri. Hann segir að þar hafi bara verið tún og því talið að ekki væri nein hætta á ferð. „Ég renn og reyni að grípa í eitthvað tré. Ég dett svo niður og byrja að rúlla, ég man eftir því þegar ég var að rúlla niður," segir Pétur Kristján en hann segist hafa rúllað tuttugu metra áður en hann datt fram af klett og lenti á skógarveg fyrir neðan. „Ég var með fulla meðvitund á veginum," segir hann en vinur hans byrjaði að hrópa á hann og spyr hvort það sé í lagi með hann. „Ég gat alveg talað skýrt en ég gat ekki hreyft mig og þurfti á hjálp að halda." Læknarnir sögðu við Pétur Kristján að það væru 99,99% líkur á að hann gæti ekki gengið aftur en hann hefur ekki misst alla von. „Það er alltaf von, ég ætla ekki að missa hana," segir hann en ásamt því að lamast blæddi inn á heilann og þrír lítrar blæddu inn á annað lungað sem féll saman við fallið. Nú er Pétur Kristján staddur á Grensásdeild Landspítalans þar sem hann verður í endurhæfingu í tvo mánuði. Þar verður honum kennt að vera sjálfstæður í hjólastól sem hann segir að sé vel hægt. „Sérstaklega þegar maður er svona ungur," segir hann jákvæður að lokum.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira