Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2011 12:15 Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin í Þýskalandi. Nordic Photos / Bongarts Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. Dagur var í viðtali í þýskum fjölmiðlum í dag þar sem hann gagnrýndi Guðmund opinberlega. Vísir greindi frá því í morgun. Hann útskýrði mál sitt í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í hádegisfréttum Bylgjunnar en viðtalið má heyra með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. „Guðmundur gaf Ólafi frí í desember þegar við [hjá Füchse Berlin] vorum einnig í miklu álagi [í þýsku úrvalsdeildinni," sagði Dagur en hann er þjálfari Füchse Berlin.Alexander í leiknum gegn Frakklandi.Mynd/ValliAlexander Petersson leikur með Füchse en Guðmundur er þjálfari Rhein-Neckar Löwen, félaginu sem Ólafur Stefánsson leikur með. „Ólafur var samt heill þá. Hann lét svo Alexander spila tvo leiki og hann kom dauðþreyttur til baka til mín. Ég lét það vera að vera með læti þá en fór til Guðmundar í Svíþjóð og ræddi við hann. Ég sagði honum að ég væri ekki ánægður með þetta."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddur „Núna finnst mér það sama vera upp á teningnum. Ólafur sagði í íslenskum fjölmiðlum að hann hefði verið tilbúinn að spila ef leikurinn hefði skipt einhverju máli," sagði Dagur og vísaði væntanlega til þess að Ólafur var hvíldur í öllum leiknum gegn Frakklandi í fyrrakvöld. Alexander spilaði í tæpar 48 mínútur í þeim leik. Alexander sagði við Vísi á sínum tíma að hann væri að spila þjáður. "Mér er illt í hnénu en um leið og leikurinn byrjar þá er það gleymt. Ég slekk á öllum slíkum hugsunum. Eftir leik er það aftur vont en svona er þetta bara," sagði hann og bætti við að hann ætlaði sér að klára mótð.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Ég skil ekki af hverju hann [Ólafur] er látinn sitja á bekknum allan leikinn. Alex er líka búinn að gefa út yfirlýsingar um að hann sé að spila þjáður og þurfi jafnvel að fara í aðgerð. Mér finnst að það komi ekki jafnt niður á þeim."Ólafur spilaði ekki gegn Brasilíu í riðlakeppninni.Mynd/ValliDagur segir að Guðmundur sé í erfiðri stöðu sem bæði landsliðsþjálfari og þjálfari Rhein-Neckar Löwen. „Þetta er ekki auðvelt staða sem hann er í. Það er gríðarleg pressa á honum í Löwen. En kannski er hann að gefa Ólafi pásu fyrir leikinn gegn Króatíu og ætli að fá hann sterkan inn þar. Ég geng í raun út frá því. Annars þætti mér þetta mjög skrýtið mál." „Ég held að við sjáum það í leiknum á móti Króatíu hvort að hann var að hvíla Ólaf fyrir þann leik eða bara fyrir Rhein-Neckar Löwen. Það kemur í ljós."Guðmundur í leiknum gegn Frakklandi. Ólafur stendur fyrir aftan hann.Mynd/ValliÁ meðan HM í Svíþjóð stóð var það tilkynnt að Alexander Petersson hefði samið við Rhein-Neckar Löwen og muni ganga til liðs við félagið árið 2012, þegar samningur hans við Füchse Berlin rennur út. „Ég er bara að hugsa um minn leikmann - hann er enn minn leikmaður - og er að benda á að hann hafi verið að fórna sér fyrir [íslenska] liðið þrátt fyrir meiðsli. Menn hafi gengið á lagið og ekki hlíft honum eins og öðrum leikmönnum." Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. Dagur var í viðtali í þýskum fjölmiðlum í dag þar sem hann gagnrýndi Guðmund opinberlega. Vísir greindi frá því í morgun. Hann útskýrði mál sitt í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í hádegisfréttum Bylgjunnar en viðtalið má heyra með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. „Guðmundur gaf Ólafi frí í desember þegar við [hjá Füchse Berlin] vorum einnig í miklu álagi [í þýsku úrvalsdeildinni," sagði Dagur en hann er þjálfari Füchse Berlin.Alexander í leiknum gegn Frakklandi.Mynd/ValliAlexander Petersson leikur með Füchse en Guðmundur er þjálfari Rhein-Neckar Löwen, félaginu sem Ólafur Stefánsson leikur með. „Ólafur var samt heill þá. Hann lét svo Alexander spila tvo leiki og hann kom dauðþreyttur til baka til mín. Ég lét það vera að vera með læti þá en fór til Guðmundar í Svíþjóð og ræddi við hann. Ég sagði honum að ég væri ekki ánægður með þetta."Lestu hér - Ólafur: Ég er ekki meiddur „Núna finnst mér það sama vera upp á teningnum. Ólafur sagði í íslenskum fjölmiðlum að hann hefði verið tilbúinn að spila ef leikurinn hefði skipt einhverju máli," sagði Dagur og vísaði væntanlega til þess að Ólafur var hvíldur í öllum leiknum gegn Frakklandi í fyrrakvöld. Alexander spilaði í tæpar 48 mínútur í þeim leik. Alexander sagði við Vísi á sínum tíma að hann væri að spila þjáður. "Mér er illt í hnénu en um leið og leikurinn byrjar þá er það gleymt. Ég slekk á öllum slíkum hugsunum. Eftir leik er það aftur vont en svona er þetta bara," sagði hann og bætti við að hann ætlaði sér að klára mótð.Lestu hér - Alexander er að spila þjáður „Ég skil ekki af hverju hann [Ólafur] er látinn sitja á bekknum allan leikinn. Alex er líka búinn að gefa út yfirlýsingar um að hann sé að spila þjáður og þurfi jafnvel að fara í aðgerð. Mér finnst að það komi ekki jafnt niður á þeim."Ólafur spilaði ekki gegn Brasilíu í riðlakeppninni.Mynd/ValliDagur segir að Guðmundur sé í erfiðri stöðu sem bæði landsliðsþjálfari og þjálfari Rhein-Neckar Löwen. „Þetta er ekki auðvelt staða sem hann er í. Það er gríðarleg pressa á honum í Löwen. En kannski er hann að gefa Ólafi pásu fyrir leikinn gegn Króatíu og ætli að fá hann sterkan inn þar. Ég geng í raun út frá því. Annars þætti mér þetta mjög skrýtið mál." „Ég held að við sjáum það í leiknum á móti Króatíu hvort að hann var að hvíla Ólaf fyrir þann leik eða bara fyrir Rhein-Neckar Löwen. Það kemur í ljós."Guðmundur í leiknum gegn Frakklandi. Ólafur stendur fyrir aftan hann.Mynd/ValliÁ meðan HM í Svíþjóð stóð var það tilkynnt að Alexander Petersson hefði samið við Rhein-Neckar Löwen og muni ganga til liðs við félagið árið 2012, þegar samningur hans við Füchse Berlin rennur út. „Ég er bara að hugsa um minn leikmann - hann er enn minn leikmaður - og er að benda á að hann hafi verið að fórna sér fyrir [íslenska] liðið þrátt fyrir meiðsli. Menn hafi gengið á lagið og ekki hlíft honum eins og öðrum leikmönnum."
Tengdar fréttir Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34 Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25. janúar 2011 22:34
Alexander er að spila þjáður Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar. 24. janúar 2011 12:45
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45