Lífið

Giftist í fjórða sinn

Sinéad O´Connor giftist í gær Barry Herridge eftir stutt ástarsamband.
Sinéad O´Connor giftist í gær Barry Herridge eftir stutt ástarsamband.
Söngkonan Sinéad O"Connor giftist í gær náunga að nafni Barry Herridge. Þetta er fjórða hjónaband hennar. Hún hefur áður verið gift upptökustjóranum John Reynolds, blaðamanninum Nicholas Sommerlad og Steve Cooney, sem hún skildi við fyrr á þessu ári.

O"Connor tilkynnti um giftinguna á heimasíðu sinni, aðeins fjórum mánuðum eftir að hún kvartaði yfir tíðindaleysi í kynlífi sínu og að hún væri að leita að manni. „Hann má ekki vera yngri en 44 ára. Hann verður að hafa atvinnu. Hann má ekki vera með litað hár,“ skrifaði hún.

Á tónleikum sínum í Fríkirkjunni á Airwaves-hátíðinni í haust sagðist hún hafa fundið draumaprinsinn og það virðist hafa verið hverju orði sannara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.