Ætlum við að hafa eitthvað að segja? Lára Óskarsdóttir skrifar 9. desember 2011 06:00 Að líta í eigin barm er oft erfiðara en að gagnrýna aðra. Það er hugsanlega ástæða þess að mörg okkar velja að sitja heima frekar en að láta til okkar taka í hinum ýmsu málum, s.s. stjórnmálum. Við kjósendur teljum málefnin eiga það til að fara miður vel í höndum hinna „útvöldu“, sem við teljum oft á tíðum ekki í takt við þjóðfélagið og væntingar okkar hinna. Við höfum fullan rétt á slíkum skoðunum því fulltrúar okkar á þingi og í bæjar- og borgarstjórnum sitja í umboði okkar kjósenda. Það er skiljanlegt að fjórflokkakerfið sé gagnrýnt m.a. fyrir litla endurnýjun og klíkuskap. Við viljum ekki ættar- og „vinavæðingaflokka“ heldur opna flokka sem gefa hæfum einstaklingum tækifæri. Þetta eru eðlilegar kröfur kjósenda sem við eigum að halda á lofti. Nú þegar landsfundur sjálfstæðismanna er yfirstaðinn og flokkurinn búinn að hafna nýjum öflugum leiðtoga kann mörgum að finnast stöðnun í flokknum. Þeir sem standa fyrir utan, þ.e. eru ekki kjörnir á landsfund, gætu upplifað okkur sem sátu fundinn sem huglausa sauði; að hafa ekki þorað að grípa tækifærið. Eins og mörgum er mér ekki sama hvað kjósendum finnst. Engu að síður finnst mér að fólk utan landsfundar ætti að virða niðurstöður fundarins og treysta þeim fjölda fulltrúa sem mætti til leiks til að taka ákvörðun. Ef það fólk treysti okkur ekki til að klára málið, hvers vegna steig það ekki sjálft fram? Ekki svo að skilja að allir komist á landsfund, en víða í Sjálfstæðisfélögum er fámennt og þar skortur á nýju fólki. En flestir fulltrúar fundarins eru kosnir á þar til auglýstum fundi hjá sínu félagi og ræður búseta því hvaða félagi hver tilheyrir. Landsfundur sjálfstæðismanna er samkoma allra sem tengjast flokksstarfinu, hvort sem það er grasrótin, frambjóðendur eða forysta. Á landsfundi er unnið mjög lýðræðislega að stefnu flokksins og ályktunum. Þetta kann að hljóma skakkt í eyrum þeirra sem ekki vilja trúa en þannig er þetta samt. Þar leggur fólk á brattann, býður sig fram og er kosið leynilegri kosningu. Ég kem úr grasrótinni og þekki á eigin skinni hvað það er að láta til sín taka innan flokksins. Það krefst þess að menn kveði sér hljóðs en það er líka eðlilegt, ætli menn að koma fram með sínar skoðanir. Óánægjuraddir í samfélaginu, sem segja flokkinn sérhagsmunaflokk þeirra útvöldu, gáfu framboði Hönnu Birnu réttlátan byr að mínu mati. Með hennar kosningu myndum við hugsanlega hafa náð að slá á gagnrýni um sérhagsmuni. Engu að síður hafa margir flokksmenn þá skoðun að Bjarni Benediktsson sé mjög sterkur leiðtogi. Ég hef séð og heyrt til hans þegar á móti blæs og þann eldmóð sem hann hefur fyrir málstað flokksins. Fólk sem stendur fyrir utan flokkstarfið gerir sér kannski ekki grein fyrir að landsfundarfulltrúar gætu hafa látið það ráða för; að nú sé ekki tími til að missa reyndan og sterkan leiðtoga. Lengi skal manninn reyna syngur Megas og mér finnst Bjarni eflast við hver átök. Á landsfundinum var kosið í Miðstjórn flokksins, þess má geta að þar hlutu konur meirihlutakosningu, sjö konur á móti fjórum körlum. Miklar breytingar voru samþykktar á skipulagi innan flokksins, breytingar sem Framtíðarnefnd undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar lagði til. Landsfundarfulltrúar lögðu á sig mikla vinnu í nefndum, þar á meðal í menntamálum, velferðarmálum og fjármálum heimilanna, þar sem lagðar voru línur fyrir kosna fulltrúa að vinna eftir. Ég er þakklát fyrir að hafa setið fund þar sem menn fá tækifæri til að takast á um málefnin, kjósa forystu á lýðræðislegan hátt og í stjórnir án afskipta annarra. Mitt atkvæði er mitt einkamál og það er virt. Ég starfa í stjórn hverfafélags Laugarness og Túna, sem telst til grasrótarstarfs flokksins. Hvorki þaðan né annars staðar frá var beitt þrýstingi á mig varðandi kosningu formanns. Ég hvet alla þá sjálfstæðismenn sem sitja núna þarna úti og vilja breytingar að stíga fram. Við erum of fáliðuð í grasrótinni. Kjósendur eiga að láta í sér heyra og varpa fram spurningum. Ef þú situr heima og býsnast yfir ástandinu, af hverju ekki að mæta til starfa í þínu félagi? Við í okkar félagi fögnum öllum þeim sem mæta á fundi. Án þess að undirrituð hafi gert á því sérstaka könnun er væntanlega það sama upp á teningnum í öðrum félögum innan flokksins. Við konur þurfum að vera mun duglegri að stíga fram og við foreldrar að hvetja unga fólkið til að láta í sér heyra. Ætlum við að hafa eitthvað að segja? Í mínu félagi sárvantar fleiri konur og ungt fólk til þess. Það er ekki nóg að sitja heima og kvarta, við erum aflið sem þarf til að koma málum á hreyfingu. Verum sjálfum okkur samkvæm og náum fram breytingum í samfélaginu með því að tryggja grasrótinni verðugar raddir. Ég hvet alla áhugasama að stíga skrefið. Til að ná toppi fjallsins þarf fyrst að komast að rótum þess. Lára Óskarsdóttir, ritari í félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009) Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. 9. desember 2011 06:00 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Að líta í eigin barm er oft erfiðara en að gagnrýna aðra. Það er hugsanlega ástæða þess að mörg okkar velja að sitja heima frekar en að láta til okkar taka í hinum ýmsu málum, s.s. stjórnmálum. Við kjósendur teljum málefnin eiga það til að fara miður vel í höndum hinna „útvöldu“, sem við teljum oft á tíðum ekki í takt við þjóðfélagið og væntingar okkar hinna. Við höfum fullan rétt á slíkum skoðunum því fulltrúar okkar á þingi og í bæjar- og borgarstjórnum sitja í umboði okkar kjósenda. Það er skiljanlegt að fjórflokkakerfið sé gagnrýnt m.a. fyrir litla endurnýjun og klíkuskap. Við viljum ekki ættar- og „vinavæðingaflokka“ heldur opna flokka sem gefa hæfum einstaklingum tækifæri. Þetta eru eðlilegar kröfur kjósenda sem við eigum að halda á lofti. Nú þegar landsfundur sjálfstæðismanna er yfirstaðinn og flokkurinn búinn að hafna nýjum öflugum leiðtoga kann mörgum að finnast stöðnun í flokknum. Þeir sem standa fyrir utan, þ.e. eru ekki kjörnir á landsfund, gætu upplifað okkur sem sátu fundinn sem huglausa sauði; að hafa ekki þorað að grípa tækifærið. Eins og mörgum er mér ekki sama hvað kjósendum finnst. Engu að síður finnst mér að fólk utan landsfundar ætti að virða niðurstöður fundarins og treysta þeim fjölda fulltrúa sem mætti til leiks til að taka ákvörðun. Ef það fólk treysti okkur ekki til að klára málið, hvers vegna steig það ekki sjálft fram? Ekki svo að skilja að allir komist á landsfund, en víða í Sjálfstæðisfélögum er fámennt og þar skortur á nýju fólki. En flestir fulltrúar fundarins eru kosnir á þar til auglýstum fundi hjá sínu félagi og ræður búseta því hvaða félagi hver tilheyrir. Landsfundur sjálfstæðismanna er samkoma allra sem tengjast flokksstarfinu, hvort sem það er grasrótin, frambjóðendur eða forysta. Á landsfundi er unnið mjög lýðræðislega að stefnu flokksins og ályktunum. Þetta kann að hljóma skakkt í eyrum þeirra sem ekki vilja trúa en þannig er þetta samt. Þar leggur fólk á brattann, býður sig fram og er kosið leynilegri kosningu. Ég kem úr grasrótinni og þekki á eigin skinni hvað það er að láta til sín taka innan flokksins. Það krefst þess að menn kveði sér hljóðs en það er líka eðlilegt, ætli menn að koma fram með sínar skoðanir. Óánægjuraddir í samfélaginu, sem segja flokkinn sérhagsmunaflokk þeirra útvöldu, gáfu framboði Hönnu Birnu réttlátan byr að mínu mati. Með hennar kosningu myndum við hugsanlega hafa náð að slá á gagnrýni um sérhagsmuni. Engu að síður hafa margir flokksmenn þá skoðun að Bjarni Benediktsson sé mjög sterkur leiðtogi. Ég hef séð og heyrt til hans þegar á móti blæs og þann eldmóð sem hann hefur fyrir málstað flokksins. Fólk sem stendur fyrir utan flokkstarfið gerir sér kannski ekki grein fyrir að landsfundarfulltrúar gætu hafa látið það ráða för; að nú sé ekki tími til að missa reyndan og sterkan leiðtoga. Lengi skal manninn reyna syngur Megas og mér finnst Bjarni eflast við hver átök. Á landsfundinum var kosið í Miðstjórn flokksins, þess má geta að þar hlutu konur meirihlutakosningu, sjö konur á móti fjórum körlum. Miklar breytingar voru samþykktar á skipulagi innan flokksins, breytingar sem Framtíðarnefnd undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar lagði til. Landsfundarfulltrúar lögðu á sig mikla vinnu í nefndum, þar á meðal í menntamálum, velferðarmálum og fjármálum heimilanna, þar sem lagðar voru línur fyrir kosna fulltrúa að vinna eftir. Ég er þakklát fyrir að hafa setið fund þar sem menn fá tækifæri til að takast á um málefnin, kjósa forystu á lýðræðislegan hátt og í stjórnir án afskipta annarra. Mitt atkvæði er mitt einkamál og það er virt. Ég starfa í stjórn hverfafélags Laugarness og Túna, sem telst til grasrótarstarfs flokksins. Hvorki þaðan né annars staðar frá var beitt þrýstingi á mig varðandi kosningu formanns. Ég hvet alla þá sjálfstæðismenn sem sitja núna þarna úti og vilja breytingar að stíga fram. Við erum of fáliðuð í grasrótinni. Kjósendur eiga að láta í sér heyra og varpa fram spurningum. Ef þú situr heima og býsnast yfir ástandinu, af hverju ekki að mæta til starfa í þínu félagi? Við í okkar félagi fögnum öllum þeim sem mæta á fundi. Án þess að undirrituð hafi gert á því sérstaka könnun er væntanlega það sama upp á teningnum í öðrum félögum innan flokksins. Við konur þurfum að vera mun duglegri að stíga fram og við foreldrar að hvetja unga fólkið til að láta í sér heyra. Ætlum við að hafa eitthvað að segja? Í mínu félagi sárvantar fleiri konur og ungt fólk til þess. Það er ekki nóg að sitja heima og kvarta, við erum aflið sem þarf til að koma málum á hreyfingu. Verum sjálfum okkur samkvæm og náum fram breytingum í samfélaginu með því að tryggja grasrótinni verðugar raddir. Ég hvet alla áhugasama að stíga skrefið. Til að ná toppi fjallsins þarf fyrst að komast að rótum þess. Lára Óskarsdóttir, ritari í félagi sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi
Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009) Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna. 9. desember 2011 06:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun