Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári 9. desember 2011 14:30 Romain Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC/ANDREW FERRARO Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira