Lífið

Vinafá Angelina Jolie

myndir/cover media & Marie Claire
Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, prýðir forsíðu Marie Claire tímaritsins en þar viðurkennir hún hve einangruð hún er og vinafá.

Ég á mjög fáar vinkonur og ég er alls ekki félagslynd. Ég geri þess vegna ekki mikið með þeim. Svo er ég mjög heimakær, segir Angelina í tímaritinu.

Ég er aðallega með fjölskyldunni minni og ég ræði við Brad. En ég veit ekki... ég á ekki marga vini sem ég tala við. Hann (Brad) er í raun og veru eina manneskjan sem ég tala við um mín persónulegu mál. Hann er ástin í lífi mínu, hann er fjölskyldan mín og ég er mjög þakklát fyrir það, lætur Angelina einnig hafa eftir sér.

Þá má sjá Brad ásamt Angelinu, sem faðmar föður sinn, leikarann John Voight, á frumsýningu kvikmyndarinnar In the Land of Blood and Honey, í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.