Strætóinn minn – gott að eiga í Reykjavík Sesselja Traustadóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun