Strætóinn minn – gott að eiga í Reykjavík Sesselja Traustadóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun