Strætóinn minn – gott að eiga í Reykjavík Sesselja Traustadóttir skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kem niður í eldhúsið mitt á morgnana, byrja ég ævinlega á því að líta út um gluggann og sjá hve margir eru að bíða eftir vagninum. Fyrst þegar ég flutti í húsið mitt, fannst mér hálf leiðinlegt að sjá alla standa og hokra og bíða eftir vagninum en þá hringdi ég bara í Strætó, óskaði eftir bekk og á innan við viku var kominn fallegur Strætóbekkur framan við gluggann minn, svo gestir Strætó gætu tyllt sér í bið eftir vagninum. Hinu megin við götuna er skýli og þegar veður eru válynd, getur maður beðið þar þangað til vagninn sést neðar á Laugarnesveginum. Fyrir fimm árum komu flestir íslenskir karlmenn í Strætó í vagninn fyrir framan húsið mitt. Það var á meðan mennirnir frá Strætó, vagnstjórarnir, komu akandi á bílnum sínum inn á Kirkjusandslóðina, lögðu þeim þar og tóku svo Strætó á vaktina sína sem hófst á Hlemmi. Frá þeim tíma hafa orðið stakkaskipti í notkun Strætó í borginni. Ráðamenn lögðu til að námsmenn fengju frítt í Strætó og sjá; hann fylltist af fólki. Bílstjórarnir mínir voru fluttir upp á Höfða og ég sé þá ekki lengur. En í staðinn hafa komið nýir Strætófarþegar. Maðurinn með dóttur sína tekur regulega Strætó, unglingarnir á leið í MR bíða eftir vagninum á morgnana og stundum koma heilu skólahóparnir og taka vagninn fyrir utan húsið mitt. Þá geltir Snati minn innan úr húsinu; margir á leið í vagninn… Einu sinni var pöbbaferð í vinnunni minni. Ég ákvað að taka Strætó. Hann stoppar framan við húsið mitt, þaðan flytur hann mig í miðbæinn og ég þurfti ekkert að leita að bílastæði. Fyndið – ég var ekki einu sinni í útlöndum. Þurfti engar áhyggjur að hafa af því að aka á bílnum heim eftir einn bjór. Í annað skipti tók ég hjólið með mér og fór með Strætó alla leið upp á Akranes. Frábært. Allir töluðu íslensku og þar voru veitingastaðir og verslanir sem tóku íslenskan gjaldmiðil; nánast eins og að fara til útlanda. Svo fór ég í Háskólann. Vagninn framan við húsið mitt stoppar líka inni á miðri háskólalóðinni. Ég nennti ekki einu sinni að fara á hjólinu; lúxusinn var algjör. Ekkert að leita eftir bílastæði, lesið gegnum glósurnar í vagninum, gaman í Strætó, alls konar fólk og annar en ég sá um að keyra. Stundum hitti ég skemmtilegt fólk í vagninum; bara gaman. Ég bý í borg og það býður mér ýmiss konar þægindi sem ekki bjóðast alls staðar. Strætó er á meðal þess. Mér finnst mikilvægt að eiga þess kost að njóta þjónustu Strætó; margar leiðir stoppa í nágrenni við húsið mitt. Ég má jafnvel taka hjólið mitt með í Strætó. Það er þægilegt fyrir alla að ég sé dugleg að taka Strætó, að minnsta kosti í stað þess að fara á eigin bíl. Þess vegna ætla ég að gerast Hollvinur Strætó. Ég vil veg Strætó í borginni minni sem mestan og beztan. Stofnfundur Hollvina Strætó verður í Mjóddinni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 17.15. Þú ert velkominn.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun