Kristján Jóhannsson og Jónas Sen Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Á ýmsum tímum hefur íslenska þjóðin eignast afburðamenn sem hafa svo sannarlega varpað ljósi á söguspjöld þjóðarinnar. Einn af þeim er Kristján okkar Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar og fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Ef það væri ekki tilfellið hefðu heimsþekktir listrænir stjórnendur á borð við Zubin Metha og Riccardo Muti, stjórnendur virtustu óperuhúsa heims, þar með La Scala, Metropolitan-óperunnar, Ríkisóperunnar í Vín og Covent Garden, ekki kosið að fela honum aðalhlutverk í tugum ópera. Til að ná þeim árangri sem raunar er vitað þarf að hafa marga kosti sem nauðsynlegir eru miklum söngvara, en þeir eru m.a. góð greind, tón- og listnæmi samhliða túlkandi skaphita, góðu taugakerfi og glæsimennsku. Þessir kostir hafa tvímælalaust hjálpað Kristjáni til að komast í fremstu röð óperusöngvara á heimsmælikvarða. Slíku marki verður ekki náð, þótt efniviðurinn sé góður, nema með þrotlausri baráttu og vinnu. Þetta vita allir sem hafa skyggnst inn í þessa hluti en við vitum að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þegar rödd Kristjáns hljómar hlustar öll þjóðin og þannig hefur það alltaf verið frá því að hann kom fyrst fram sem söngvari. Satt best að segja varð mér orðfall þegar ég las harða og rætna gagnrýni Jónasar Sen í Fréttablaðinu um ferilplötu Kristjáns Jóhannssonar sem spannar 30 ára söngferil en þar er að finna yndislegar upptökur frá þekktum óperuhúsum. Það er ekki bara að hann gefi plötunni eina stjörnu heldur reynir hann að færa rök fyrir því að Kristján sé ómúsíkalskur og falskur og sneyddur tilfinningu fyrir því sem hann er að gera, burtséð frá glæsilegum ferli hans, að hafa sungið í bestu óperuhúsum heims. Slíkur gagnrýnandi hlýtur að missa marks og smækkar sjálfan sig svo um munar. Að vísu dregur hann aðeins í land 28. desember en skýlir sér bak við miður góða gagnrýni í New York Times 1997. En ef gúgglað er með jákvæðara hugarfari fær Kristján víða frábæra dóma eins og fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier eins og lesa má í bandaríska blaðinu The Daily Herald en þar segir gagnrýnandinn „Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum" Mbl. 2. des. 1995. Sjálf hlustaði ég á Kristján syngja í Grímudansleiknum á Metropolitan-óperunni í New York árið 1997 undir stjórn James Levine. Kristján var svo sannarlega í essinu sínu þegar hann söng aríuna Forse la Soglia Atins og þessi þróttmikla rödd tryllti áhorfendur með ljóma sínum. Það var klappað í heilar fimm mínútur og það var eins og þeir óttuðust hvað tæki við ef hann hætti að syngja og þetta yndislega augnablik kæmi aldrei aftur. Ég heyrði hann líka syngja í Pagliacci við Íslensku óperuna 2008 og það fór hríslingur niður bakið á bakið á mér þegar hann söng Vesti la Giubba og lagði áhorfendur að fótum sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama. Undanfarin þrjú ár hefur Kristján sungið á Caritas-tónleikum og vakið fádæma hrifningu. Ég get fullvissað lesendur um að þar var hann í toppformi og fékk óblandað lof bæði frá áheyrendum og ekki síst frá samstarfsmönnum sínum sem eru með færasta tónlistarfólki landsins. Kristján Jóhannsson hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkar litlu þjóð. Við höfum oft verið stolt yfir afrekum hans erlendis og hann á ekkert annað skilið en þakkir og að vera elskaður þótt hann sé ekki gallalaus frekar en við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á ýmsum tímum hefur íslenska þjóðin eignast afburðamenn sem hafa svo sannarlega varpað ljósi á söguspjöld þjóðarinnar. Einn af þeim er Kristján okkar Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar og fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Ef það væri ekki tilfellið hefðu heimsþekktir listrænir stjórnendur á borð við Zubin Metha og Riccardo Muti, stjórnendur virtustu óperuhúsa heims, þar með La Scala, Metropolitan-óperunnar, Ríkisóperunnar í Vín og Covent Garden, ekki kosið að fela honum aðalhlutverk í tugum ópera. Til að ná þeim árangri sem raunar er vitað þarf að hafa marga kosti sem nauðsynlegir eru miklum söngvara, en þeir eru m.a. góð greind, tón- og listnæmi samhliða túlkandi skaphita, góðu taugakerfi og glæsimennsku. Þessir kostir hafa tvímælalaust hjálpað Kristjáni til að komast í fremstu röð óperusöngvara á heimsmælikvarða. Slíku marki verður ekki náð, þótt efniviðurinn sé góður, nema með þrotlausri baráttu og vinnu. Þetta vita allir sem hafa skyggnst inn í þessa hluti en við vitum að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þegar rödd Kristjáns hljómar hlustar öll þjóðin og þannig hefur það alltaf verið frá því að hann kom fyrst fram sem söngvari. Satt best að segja varð mér orðfall þegar ég las harða og rætna gagnrýni Jónasar Sen í Fréttablaðinu um ferilplötu Kristjáns Jóhannssonar sem spannar 30 ára söngferil en þar er að finna yndislegar upptökur frá þekktum óperuhúsum. Það er ekki bara að hann gefi plötunni eina stjörnu heldur reynir hann að færa rök fyrir því að Kristján sé ómúsíkalskur og falskur og sneyddur tilfinningu fyrir því sem hann er að gera, burtséð frá glæsilegum ferli hans, að hafa sungið í bestu óperuhúsum heims. Slíkur gagnrýnandi hlýtur að missa marks og smækkar sjálfan sig svo um munar. Að vísu dregur hann aðeins í land 28. desember en skýlir sér bak við miður góða gagnrýni í New York Times 1997. En ef gúgglað er með jákvæðara hugarfari fær Kristján víða frábæra dóma eins og fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier eins og lesa má í bandaríska blaðinu The Daily Herald en þar segir gagnrýnandinn „Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum" Mbl. 2. des. 1995. Sjálf hlustaði ég á Kristján syngja í Grímudansleiknum á Metropolitan-óperunni í New York árið 1997 undir stjórn James Levine. Kristján var svo sannarlega í essinu sínu þegar hann söng aríuna Forse la Soglia Atins og þessi þróttmikla rödd tryllti áhorfendur með ljóma sínum. Það var klappað í heilar fimm mínútur og það var eins og þeir óttuðust hvað tæki við ef hann hætti að syngja og þetta yndislega augnablik kæmi aldrei aftur. Ég heyrði hann líka syngja í Pagliacci við Íslensku óperuna 2008 og það fór hríslingur niður bakið á bakið á mér þegar hann söng Vesti la Giubba og lagði áhorfendur að fótum sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama. Undanfarin þrjú ár hefur Kristján sungið á Caritas-tónleikum og vakið fádæma hrifningu. Ég get fullvissað lesendur um að þar var hann í toppformi og fékk óblandað lof bæði frá áheyrendum og ekki síst frá samstarfsmönnum sínum sem eru með færasta tónlistarfólki landsins. Kristján Jóhannsson hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkar litlu þjóð. Við höfum oft verið stolt yfir afrekum hans erlendis og hann á ekkert annað skilið en þakkir og að vera elskaður þótt hann sé ekki gallalaus frekar en við hin.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar