Kristján Jóhannsson og Jónas Sen Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Á ýmsum tímum hefur íslenska þjóðin eignast afburðamenn sem hafa svo sannarlega varpað ljósi á söguspjöld þjóðarinnar. Einn af þeim er Kristján okkar Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar og fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Ef það væri ekki tilfellið hefðu heimsþekktir listrænir stjórnendur á borð við Zubin Metha og Riccardo Muti, stjórnendur virtustu óperuhúsa heims, þar með La Scala, Metropolitan-óperunnar, Ríkisóperunnar í Vín og Covent Garden, ekki kosið að fela honum aðalhlutverk í tugum ópera. Til að ná þeim árangri sem raunar er vitað þarf að hafa marga kosti sem nauðsynlegir eru miklum söngvara, en þeir eru m.a. góð greind, tón- og listnæmi samhliða túlkandi skaphita, góðu taugakerfi og glæsimennsku. Þessir kostir hafa tvímælalaust hjálpað Kristjáni til að komast í fremstu röð óperusöngvara á heimsmælikvarða. Slíku marki verður ekki náð, þótt efniviðurinn sé góður, nema með þrotlausri baráttu og vinnu. Þetta vita allir sem hafa skyggnst inn í þessa hluti en við vitum að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þegar rödd Kristjáns hljómar hlustar öll þjóðin og þannig hefur það alltaf verið frá því að hann kom fyrst fram sem söngvari. Satt best að segja varð mér orðfall þegar ég las harða og rætna gagnrýni Jónasar Sen í Fréttablaðinu um ferilplötu Kristjáns Jóhannssonar sem spannar 30 ára söngferil en þar er að finna yndislegar upptökur frá þekktum óperuhúsum. Það er ekki bara að hann gefi plötunni eina stjörnu heldur reynir hann að færa rök fyrir því að Kristján sé ómúsíkalskur og falskur og sneyddur tilfinningu fyrir því sem hann er að gera, burtséð frá glæsilegum ferli hans, að hafa sungið í bestu óperuhúsum heims. Slíkur gagnrýnandi hlýtur að missa marks og smækkar sjálfan sig svo um munar. Að vísu dregur hann aðeins í land 28. desember en skýlir sér bak við miður góða gagnrýni í New York Times 1997. En ef gúgglað er með jákvæðara hugarfari fær Kristján víða frábæra dóma eins og fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier eins og lesa má í bandaríska blaðinu The Daily Herald en þar segir gagnrýnandinn „Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum" Mbl. 2. des. 1995. Sjálf hlustaði ég á Kristján syngja í Grímudansleiknum á Metropolitan-óperunni í New York árið 1997 undir stjórn James Levine. Kristján var svo sannarlega í essinu sínu þegar hann söng aríuna Forse la Soglia Atins og þessi þróttmikla rödd tryllti áhorfendur með ljóma sínum. Það var klappað í heilar fimm mínútur og það var eins og þeir óttuðust hvað tæki við ef hann hætti að syngja og þetta yndislega augnablik kæmi aldrei aftur. Ég heyrði hann líka syngja í Pagliacci við Íslensku óperuna 2008 og það fór hríslingur niður bakið á bakið á mér þegar hann söng Vesti la Giubba og lagði áhorfendur að fótum sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama. Undanfarin þrjú ár hefur Kristján sungið á Caritas-tónleikum og vakið fádæma hrifningu. Ég get fullvissað lesendur um að þar var hann í toppformi og fékk óblandað lof bæði frá áheyrendum og ekki síst frá samstarfsmönnum sínum sem eru með færasta tónlistarfólki landsins. Kristján Jóhannsson hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkar litlu þjóð. Við höfum oft verið stolt yfir afrekum hans erlendis og hann á ekkert annað skilið en þakkir og að vera elskaður þótt hann sé ekki gallalaus frekar en við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á ýmsum tímum hefur íslenska þjóðin eignast afburðamenn sem hafa svo sannarlega varpað ljósi á söguspjöld þjóðarinnar. Einn af þeim er Kristján okkar Jóhannsson, einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar og fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Ef það væri ekki tilfellið hefðu heimsþekktir listrænir stjórnendur á borð við Zubin Metha og Riccardo Muti, stjórnendur virtustu óperuhúsa heims, þar með La Scala, Metropolitan-óperunnar, Ríkisóperunnar í Vín og Covent Garden, ekki kosið að fela honum aðalhlutverk í tugum ópera. Til að ná þeim árangri sem raunar er vitað þarf að hafa marga kosti sem nauðsynlegir eru miklum söngvara, en þeir eru m.a. góð greind, tón- og listnæmi samhliða túlkandi skaphita, góðu taugakerfi og glæsimennsku. Þessir kostir hafa tvímælalaust hjálpað Kristjáni til að komast í fremstu röð óperusöngvara á heimsmælikvarða. Slíku marki verður ekki náð, þótt efniviðurinn sé góður, nema með þrotlausri baráttu og vinnu. Þetta vita allir sem hafa skyggnst inn í þessa hluti en við vitum að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Þegar rödd Kristjáns hljómar hlustar öll þjóðin og þannig hefur það alltaf verið frá því að hann kom fyrst fram sem söngvari. Satt best að segja varð mér orðfall þegar ég las harða og rætna gagnrýni Jónasar Sen í Fréttablaðinu um ferilplötu Kristjáns Jóhannssonar sem spannar 30 ára söngferil en þar er að finna yndislegar upptökur frá þekktum óperuhúsum. Það er ekki bara að hann gefi plötunni eina stjörnu heldur reynir hann að færa rök fyrir því að Kristján sé ómúsíkalskur og falskur og sneyddur tilfinningu fyrir því sem hann er að gera, burtséð frá glæsilegum ferli hans, að hafa sungið í bestu óperuhúsum heims. Slíkur gagnrýnandi hlýtur að missa marks og smækkar sjálfan sig svo um munar. Að vísu dregur hann aðeins í land 28. desember en skýlir sér bak við miður góða gagnrýni í New York Times 1997. En ef gúgglað er með jákvæðara hugarfari fær Kristján víða frábæra dóma eins og fyrir frammistöðu sína í óperunni Andrea Chenier eins og lesa má í bandaríska blaðinu The Daily Herald en þar segir gagnrýnandinn „Kristján hafa hlotið rödd í vöggugjöf sem flestir tenórar myndu láta lífið fyrir, hún hafi fyllingu og sé þróttmikil og að Kristján þurfi aldrei að streitast við að ná hæstu tónunum" Mbl. 2. des. 1995. Sjálf hlustaði ég á Kristján syngja í Grímudansleiknum á Metropolitan-óperunni í New York árið 1997 undir stjórn James Levine. Kristján var svo sannarlega í essinu sínu þegar hann söng aríuna Forse la Soglia Atins og þessi þróttmikla rödd tryllti áhorfendur með ljóma sínum. Það var klappað í heilar fimm mínútur og það var eins og þeir óttuðust hvað tæki við ef hann hætti að syngja og þetta yndislega augnablik kæmi aldrei aftur. Ég heyrði hann líka syngja í Pagliacci við Íslensku óperuna 2008 og það fór hríslingur niður bakið á bakið á mér þegar hann söng Vesti la Giubba og lagði áhorfendur að fótum sér með áhrifamikilli túlkun á trúðnum óhamingjusama. Undanfarin þrjú ár hefur Kristján sungið á Caritas-tónleikum og vakið fádæma hrifningu. Ég get fullvissað lesendur um að þar var hann í toppformi og fékk óblandað lof bæði frá áheyrendum og ekki síst frá samstarfsmönnum sínum sem eru með færasta tónlistarfólki landsins. Kristján Jóhannsson hefur verið mikil lyftistöng fyrir okkar litlu þjóð. Við höfum oft verið stolt yfir afrekum hans erlendis og hann á ekkert annað skilið en þakkir og að vera elskaður þótt hann sé ekki gallalaus frekar en við hin.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar