Rangur dómur VIlhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. febrúar 2011 12:45 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í máli nr. E-12/2010 að fréttaflutningur um fjárhag og viðskipti Eiðs Smára Guðjohnsen í DV og á vefsvæðinu dv.is hefði falið í sér réttarbrot. Í málinu var óumdeilt að fréttastjóri DV bar ábyrgð á umfjöllun um fjárhagsmálefni Eiðs í DV á grundvelli 2. mgr. 15. gr. prentlaga, sem nafngreindur höfundur. Hins vegar var deilt um hvort umfjöllunin fæli í sér réttarbrot. Héraðsdómur mat það svo að friðhelgi einkalífs Eiðs gengi framar tjáningarfrelsi fréttastjórans og dæmdi hann til refsingar og greiðslu miskabóta. Undirritaður lögmaður er ósammála framangreindu hagsmunamati héraðsdóms, en fyrst skoðun dómsins var þessi þá var refsi- og fébótaábyrgð vegna umfjöllunarinnar réttilega lögð á fréttastjórann. Öðru máli gegnir um þá niðurstöðu héraðsdóms að leggja refsi- og fébótaábyrgð á ritstjóra DV vegna frétta um Eið Smára á dv.is á grundvelli lögjöfnunar frá 3. mgr. 15. gr. prentlaga. Sú niðurstaða héraðsdóms er röng. Það er grundvallarregla í réttarríki að borgararnir verða ekki dæmdir til refsingar nema samkvæmt skýrri og ótvíræðri lagaheimild. Sömuleiðis er það meginregla að menn verða almennt ekki dæmdir til refsingar á grundvelli lögjöfnunar. Prentlögin gilda aðeins um prentuð rit. Meginreglan um ábyrgð á efni rita er í 13. gr. prentlaga, en samkvæmt ákvæðinu ber sá refsi- og fébótaábyrgð samkvæmt almennum reglum laga, sem birtir eða dreifir eða á hlut að birtingu eða dreifingu annars rits en blaðs eða tímarits, ef efni ritsins brýtur í bága við lög. Í 15. gr. prentlaga eru síðan sérreglur, undantekningar frá meginreglu 13. gr. prentlaga, sem hafa að geyma sérstakar ábyrgðarreglur sem gilda einungis um blöð og tímarit. Sérreglan um ábyrgð ritstjóra samkvæmt prentlögum byggir meðal annars á því að ritstjóri les yfir og tekur endanlega ákvörðun um efnisinnihald blaðs eða tímarits áður en það fer í prentun. Þegar um vefrit er að ræða birta starfsmenn útgefanda efnið sjálfir yfirleitt án nokkurrar aðkomu ritstjóra. Hér er því ólíku saman að jafna og eðlilegt að ólíkar reglur gildi um ábyrgð á birtingu efnisins. Að óbreyttum lögum ber því útgefandi (rétthafi léns), í því tilviki sem hér um ræðir DV ehf., ábyrgð á því efni sem ekki er merkt ákveðnum höfundi og birt er í vefritinu. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir beitingu lögjöfnunar að það tilvik sem lögjöfnunin á að ná til sé ólögákveðið. Þá er almennt viðurkennt að lögjöfnun frá undantekningarreglum sé ekki tæk. Tilvikið sem hér um ræðir og varðar birtingu frétta um Eið Smára á dv.is var ekki ólögákveðið heldur gilda um það almennar reglur refsi- og fébótaréttarins. Til þess að leggja refsi- og fébótaábyrgð á ritstjóra DV bar því að sanna sök á ritstjórana en sýkna þá að öðrum kosti. Það gerði héraðsdómur ekki heldur lagði hlutlæga refsi- og skaðabótaábyrgð á ritstjórana með lögjöfnun frá 15. gr. prentlaga. Hér var því um ranga beitingu héraðsdóms á réttarheimildum að ræða sem leiddi til rangrar niðurstöðu í dómsmáli. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í máli nr. E-12/2010 að fréttaflutningur um fjárhag og viðskipti Eiðs Smára Guðjohnsen í DV og á vefsvæðinu dv.is hefði falið í sér réttarbrot. Í málinu var óumdeilt að fréttastjóri DV bar ábyrgð á umfjöllun um fjárhagsmálefni Eiðs í DV á grundvelli 2. mgr. 15. gr. prentlaga, sem nafngreindur höfundur. Hins vegar var deilt um hvort umfjöllunin fæli í sér réttarbrot. Héraðsdómur mat það svo að friðhelgi einkalífs Eiðs gengi framar tjáningarfrelsi fréttastjórans og dæmdi hann til refsingar og greiðslu miskabóta. Undirritaður lögmaður er ósammála framangreindu hagsmunamati héraðsdóms, en fyrst skoðun dómsins var þessi þá var refsi- og fébótaábyrgð vegna umfjöllunarinnar réttilega lögð á fréttastjórann. Öðru máli gegnir um þá niðurstöðu héraðsdóms að leggja refsi- og fébótaábyrgð á ritstjóra DV vegna frétta um Eið Smára á dv.is á grundvelli lögjöfnunar frá 3. mgr. 15. gr. prentlaga. Sú niðurstaða héraðsdóms er röng. Það er grundvallarregla í réttarríki að borgararnir verða ekki dæmdir til refsingar nema samkvæmt skýrri og ótvíræðri lagaheimild. Sömuleiðis er það meginregla að menn verða almennt ekki dæmdir til refsingar á grundvelli lögjöfnunar. Prentlögin gilda aðeins um prentuð rit. Meginreglan um ábyrgð á efni rita er í 13. gr. prentlaga, en samkvæmt ákvæðinu ber sá refsi- og fébótaábyrgð samkvæmt almennum reglum laga, sem birtir eða dreifir eða á hlut að birtingu eða dreifingu annars rits en blaðs eða tímarits, ef efni ritsins brýtur í bága við lög. Í 15. gr. prentlaga eru síðan sérreglur, undantekningar frá meginreglu 13. gr. prentlaga, sem hafa að geyma sérstakar ábyrgðarreglur sem gilda einungis um blöð og tímarit. Sérreglan um ábyrgð ritstjóra samkvæmt prentlögum byggir meðal annars á því að ritstjóri les yfir og tekur endanlega ákvörðun um efnisinnihald blaðs eða tímarits áður en það fer í prentun. Þegar um vefrit er að ræða birta starfsmenn útgefanda efnið sjálfir yfirleitt án nokkurrar aðkomu ritstjóra. Hér er því ólíku saman að jafna og eðlilegt að ólíkar reglur gildi um ábyrgð á birtingu efnisins. Að óbreyttum lögum ber því útgefandi (rétthafi léns), í því tilviki sem hér um ræðir DV ehf., ábyrgð á því efni sem ekki er merkt ákveðnum höfundi og birt er í vefritinu. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir beitingu lögjöfnunar að það tilvik sem lögjöfnunin á að ná til sé ólögákveðið. Þá er almennt viðurkennt að lögjöfnun frá undantekningarreglum sé ekki tæk. Tilvikið sem hér um ræðir og varðar birtingu frétta um Eið Smára á dv.is var ekki ólögákveðið heldur gilda um það almennar reglur refsi- og fébótaréttarins. Til þess að leggja refsi- og fébótaábyrgð á ritstjóra DV bar því að sanna sök á ritstjórana en sýkna þá að öðrum kosti. Það gerði héraðsdómur ekki heldur lagði hlutlæga refsi- og skaðabótaábyrgð á ritstjórana með lögjöfnun frá 15. gr. prentlaga. Hér var því um ranga beitingu héraðsdóms á réttarheimildum að ræða sem leiddi til rangrar niðurstöðu í dómsmáli. Málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun