Arnór: Uppsögn þjálfaranna áfall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2011 07:30 Arnór hefur verið að spila vel með AG Kaupmannahöfn í haust.Mynd/ole nielsen Íslendingafélagið AG Kaupmannahöfn hefur verið að gera það gott í Meistaradeildinni í haust og er á toppnum heima fyrir þrátt fyrir smá hikst í nokkrum leikjum að undanförnu. Arnór Atlason er fyrirliði liðsins en með því leika einnig Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Fyrir stuttu ákváðu þjálfarar liðsins, Klavs Bruun Jörgensen og Sören Herskind, að hætta vegna samstarfsörðugleika við þriðja þjálfarann, Magnus Andersson, sem var ráðinn til félagsins í sumar. Arnór segir að sú ákvörðun hafi komið leikmönnum í opna skjöldu. „Þetta var auðvitað agalegt sjokk því það ríkti mikil ánægja með þjálfarana,“ segir Arnór við Fréttablaðið. „Þeir tveir sem voru fyrir gátu einfaldlega ekki fundið leið til að vinna með Magnusi og sættu sig ekki við að þriðji þjálfarinn kæmi inn. Enda þekkist það hvergi annars staðar í heiminum að byrja leiktíðina með þrjá aðalþjálfara.“ Arnór segir þó að þjálfararnir hafi náð að leyna því fyrir leikmönnum að það væru erfiðleikar í samstarfi þjálfaranna. „Það bitnaði því alls ekki á liðinu. Niðurstaðan var engu að síður sjokk enda liðið búið að tapa bara einum leik undir þeirra stjórn. Þetta kom okkur mjög á óvart.“ Arnór segir að Andersson sé sterkur þjálfari sem honum líki við. „Við höfum þó verið í smá basli í deildinni eftir þetta og ég tel reyndar að það sé ekki hægt að tengja þetta tvennt saman. Við höfum bara ekki verið að spila nógu vel, þó svo að við höfum spilað frábærlega í leikjum okkar í Meistaradeildinni.“ AG tapaði aðeins sínum öðrum leik frá stofnun félagsins á dögunum er liðið lá fyrir Álaborg á heimavelli. „Þar að auki gerðum við jafntefli við SönderjyskE og unnum Skive á lokasekúndunni. En við burstuðum líka Bjerringbro á útivelli og unnum bæði Pick Szeged og Montpellier í Meistaradeildinni. Við erum sem betur fer með reynda leikmenn sem hafa upplifað ýmislegt og við látum þetta ekki á okkur fá.“ AG var stofnað eftir sameiningu FCK og AG Håndbold þann 1. júní en þá hafði fyrrnefnda félagið farið upp um fjórar deildir á jafn mörgum árum. „Þetta er einsdæmi. Þegar liðið var í fimmtu deild var ákveðið að gera þetta lið að Danmerkurmeistara og á fyrsta árinu í efstu deild varð liðið tvöfaldur meistari. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað,“ segir Arnór. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Íslendingafélagið AG Kaupmannahöfn hefur verið að gera það gott í Meistaradeildinni í haust og er á toppnum heima fyrir þrátt fyrir smá hikst í nokkrum leikjum að undanförnu. Arnór Atlason er fyrirliði liðsins en með því leika einnig Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Fyrir stuttu ákváðu þjálfarar liðsins, Klavs Bruun Jörgensen og Sören Herskind, að hætta vegna samstarfsörðugleika við þriðja þjálfarann, Magnus Andersson, sem var ráðinn til félagsins í sumar. Arnór segir að sú ákvörðun hafi komið leikmönnum í opna skjöldu. „Þetta var auðvitað agalegt sjokk því það ríkti mikil ánægja með þjálfarana,“ segir Arnór við Fréttablaðið. „Þeir tveir sem voru fyrir gátu einfaldlega ekki fundið leið til að vinna með Magnusi og sættu sig ekki við að þriðji þjálfarinn kæmi inn. Enda þekkist það hvergi annars staðar í heiminum að byrja leiktíðina með þrjá aðalþjálfara.“ Arnór segir þó að þjálfararnir hafi náð að leyna því fyrir leikmönnum að það væru erfiðleikar í samstarfi þjálfaranna. „Það bitnaði því alls ekki á liðinu. Niðurstaðan var engu að síður sjokk enda liðið búið að tapa bara einum leik undir þeirra stjórn. Þetta kom okkur mjög á óvart.“ Arnór segir að Andersson sé sterkur þjálfari sem honum líki við. „Við höfum þó verið í smá basli í deildinni eftir þetta og ég tel reyndar að það sé ekki hægt að tengja þetta tvennt saman. Við höfum bara ekki verið að spila nógu vel, þó svo að við höfum spilað frábærlega í leikjum okkar í Meistaradeildinni.“ AG tapaði aðeins sínum öðrum leik frá stofnun félagsins á dögunum er liðið lá fyrir Álaborg á heimavelli. „Þar að auki gerðum við jafntefli við SönderjyskE og unnum Skive á lokasekúndunni. En við burstuðum líka Bjerringbro á útivelli og unnum bæði Pick Szeged og Montpellier í Meistaradeildinni. Við erum sem betur fer með reynda leikmenn sem hafa upplifað ýmislegt og við látum þetta ekki á okkur fá.“ AG var stofnað eftir sameiningu FCK og AG Håndbold þann 1. júní en þá hafði fyrrnefnda félagið farið upp um fjórar deildir á jafn mörgum árum. „Þetta er einsdæmi. Þegar liðið var í fimmtu deild var ákveðið að gera þetta lið að Danmerkurmeistara og á fyrsta árinu í efstu deild varð liðið tvöfaldur meistari. Það er ekki hægt að líkja þessu við neitt annað,“ segir Arnór.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira