Ófremdarástand í málefnum barna sem búa við heimilisofbeldi Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 12:04 Petrína Ásgeirsdóttir segir mál barna sem búa við heimilisofbeldi vera í algjörum ólestri Talið er að um tvö þúsund börn verði vitni að heimilisofbeldi árlega. Engin úrræði eru í boði fyrir þessi börn. Til að mynda urðu börn sem urðu fyrir hrottalegu ofbeldi af hendi föður síns í svokölluðu hnífakastaramáli að bíða í hálft ár eftir sérfræðiaðstoð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á félagslega kerfinu í Reykjavík. Mál barna sem búa við heimilisofbeldi eru algjörum ólestri og nær engin úrræði eru fyrir þessi börn innan félagslega kerfisins.Þetta sýnir ný rannsókn en niðurstöður hennar eru algjör áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Farið var yfir málið í morgun á málþingi samtakana Barnaheilla, sem stóðu að rannsókninni. Yfirskrift málþingsins var „Átta ára á drengur óskar eftir íbúð." Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, og fagfólk sem rætt var við í rannsókninni, segja að skilningsleysi á málefnum þessara barna verði jafnvel til þess að þau eru greind með kvilla sem þau þjást ekki af.Lyf ekki alltaf við hæfi „Þegar verið er að greina börn sem eiga við vandkvæði að stríða virðist vera mikill misbrestur á því hvort verið sé að spyrja þau um það hvort ofbeldi eigi sér stað á milli foreldra, eða gagnvart móður. Þar af leiðandi er verið að greina börn sem eru óþekk og erfið, eða þau sem eiga erfitt með að einbeita sér, með ofvirkni- og athyglisbrest, sem þau eru kannski alls ekki með. Við bendum því á það í skýrslunni að það sé mikilvægt að huga að fjölskylduaðstæðum þannig börn fái réttan og viðeigandi stuðning og að ekki sé verið að meðhöndla börn með lyfjum sem ætluð eru börnum með ofvirkni- og athyglisbrest en geta verið skaðleg þeim sem ekki eru með það," segir Petrína. Þróa með sér áfallastreituröskun Í skýrslunni segir að heili barna er sérstaklega viðkvæmur gagnvart streitu þar sem hann sé að þroskast. Núorðið sé það viðurkennt að barn, sem verður vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra, getur þróað með sér áfallastreituröskun. Segir Petrína að of mikið sé um ekki sé tekið tillit til aðstæðna barna og þess sem þau þurfa að ganga í gegnum heldur séu þau meðhöndluð eins og eylönd. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að flestar tilkynningar til barnaverndar um að börn byggju við heimilisofbeldi kæmu frá lögreglu eða heilbrigðis- og skólastofnunum. Mikill hluti þessara mála myndi hins vegar enda með því að móður barnsins væri sent bréf þar sem bent væri á almenn úrræði og þar með væri málinu lokið að hálfu barnaverndar. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Talið er að um tvö þúsund börn verði vitni að heimilisofbeldi árlega. Engin úrræði eru í boði fyrir þessi börn. Til að mynda urðu börn sem urðu fyrir hrottalegu ofbeldi af hendi föður síns í svokölluðu hnífakastaramáli að bíða í hálft ár eftir sérfræðiaðstoð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á félagslega kerfinu í Reykjavík. Mál barna sem búa við heimilisofbeldi eru algjörum ólestri og nær engin úrræði eru fyrir þessi börn innan félagslega kerfisins.Þetta sýnir ný rannsókn en niðurstöður hennar eru algjör áfellisdómur yfir félagslega kerfinu í Reykjavík. Farið var yfir málið í morgun á málþingi samtakana Barnaheilla, sem stóðu að rannsókninni. Yfirskrift málþingsins var „Átta ára á drengur óskar eftir íbúð." Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, og fagfólk sem rætt var við í rannsókninni, segja að skilningsleysi á málefnum þessara barna verði jafnvel til þess að þau eru greind með kvilla sem þau þjást ekki af.Lyf ekki alltaf við hæfi „Þegar verið er að greina börn sem eiga við vandkvæði að stríða virðist vera mikill misbrestur á því hvort verið sé að spyrja þau um það hvort ofbeldi eigi sér stað á milli foreldra, eða gagnvart móður. Þar af leiðandi er verið að greina börn sem eru óþekk og erfið, eða þau sem eiga erfitt með að einbeita sér, með ofvirkni- og athyglisbrest, sem þau eru kannski alls ekki með. Við bendum því á það í skýrslunni að það sé mikilvægt að huga að fjölskylduaðstæðum þannig börn fái réttan og viðeigandi stuðning og að ekki sé verið að meðhöndla börn með lyfjum sem ætluð eru börnum með ofvirkni- og athyglisbrest en geta verið skaðleg þeim sem ekki eru með það," segir Petrína. Þróa með sér áfallastreituröskun Í skýrslunni segir að heili barna er sérstaklega viðkvæmur gagnvart streitu þar sem hann sé að þroskast. Núorðið sé það viðurkennt að barn, sem verður vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra, getur þróað með sér áfallastreituröskun. Segir Petrína að of mikið sé um ekki sé tekið tillit til aðstæðna barna og þess sem þau þurfa að ganga í gegnum heldur séu þau meðhöndluð eins og eylönd. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að flestar tilkynningar til barnaverndar um að börn byggju við heimilisofbeldi kæmu frá lögreglu eða heilbrigðis- og skólastofnunum. Mikill hluti þessara mála myndi hins vegar enda með því að móður barnsins væri sent bréf þar sem bent væri á almenn úrræði og þar með væri málinu lokið að hálfu barnaverndar.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira