Óþurftarverk Ólafur Gíslason skrifar 25. janúar 2011 06:00 Sú nýbreytni hefur verið tekin upp af Listvinafélagi Hallgrímskirkju að efna til sýninga í anddyri kirkjunnar þar sem framkvæmdinni er fylgt eftir með fræðilegum skrifum og samræðu milli listamanns, listfræðings og guðfræðings. Það er Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona sem hefur átt frumkvæði að þessari nýbreytni, og hefur hún skilað áhugaverðum sýningum og skapað nýjan og áhugaverðan samræðuvettvang milli kirkjunnar og myndlistarinnar og á milli myndlistarinnar og samfélagsins. Sjálfur kom ég að þrem sýningum að beiðni Guðrúnar og kynntist fagmannlegum vinnubrögðum hennar og einlægum vilja að vinna myndlistinni og samfélaginu til heilla með því að koma á opinskáu stefnumóti hugmynda sem ekki falla alltaf saman. Undirbúningur að sýningum þessum var vandaður og í kring um þær búin til samræða milli kirkjunnar og myndlistarinnar, þar sem ég tók að mér það hlutverk að fylgja sýningunum eftir með fræðilegum textum og með þátttöku í samtali við listamennina og guðfræðinga, sem þeir sjálfir höfðu valið, og var því stýrt af Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni. Þetta starf var allt afar ánægjulegt og að mínu mati bæði þakkar- og virðingarvert af kirkjunni að opna fyrir þennan nýja og fordómalausa samræðuvettvang myndlistarinnar og samfélagsins. Það var ekki ætlun mín að blanda mér í þá atburðarás, sem varð til þess að sýning Hannesar Lárussonar var ekki sett upp og ég tel fyrst og fremst hafa verið sorgleg mistök, en nú þegar stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og myndlistargagnrýnandi RÚV hafa sameinast um að bera alvarlegar ásakanir á Guðrúnu Kristjánsdóttur, Listvinafélagið, kirkjuna og aðra aðstandendur sýningarinnar vegna þessa máls, og saka þessa aðila um „þöggun" er líkja megi við yfirbreiðslu bankaræningjanna sem settu íslenskt þjóðfélag á annan endann, þá get ég vart orða bundist lengur. Það er ekki einfalt mál eða sjálfgefið að skapa myndlistinni rými í kirkjuanddyri og það kallar á nýja nálgun frá hendi listamannsins jafnt sem annarra aðstandenda sýningarinnar. Gestir þessara sýninga eru ekki þeir sömu og sækja listasöfnin, og flestir koma í kirkjuna í öðrum erindagjörðum en að horfa á myndlist. Það eru þeir sem koma til að gleðjast yfir skírðu barni eða syrgja látna ættingja og þeir sem koma til reglubundinna kirkjuathafna, tónleika o.s.frv. Það er ögrun fyrir listamann að takast á við slíkar aðstæður og vinna út frá þeim með þeim hætti að úr því geti orðið raunveruleg samræða. Hannes Lárusson hafði undirbúið nokkuð flókna og forvitnilega sýningu sem tók á tilvistarlegum spurningum er snerta ekki bara iðkendur kristinnar trúar, heldur í vissum skilningi líka þá sem trúa á heilög gildi myndlistarinnar. Þetta var ögrandi hugmynd sem hafði alla burði til að kalla fram áleitnar spurningar um tilvist Guðs og um tilvist þeirra frumlægu gilda sem myndlistin hefur gert tilkall til, án tillits til guðfræðilegra eða kristilegra skírskotana. Sýningin myndaði að mínu mati nokkuð samstæða heild að öðru leyti en því að henni átti að fylgja stuttermabolur með teikningum af líkamspörtum, sem ég gat ekki séð að væru í neinu samhengi við inntak sýningarinnar. Þessi stuttermabolur átti að vera til sölu á sýningarsvæðinu að sögn Hannesar. Það var ekki mitt hlutverk að hafa áhrif á framsetningu sýningarinnar, en ég hafði orð á því við sýningarstjórann að mér þætti þessi teikning og þessir bolir villandi og spilla fyrir inntaki sýningarinnar, sem og titill hennar, „Líkamshlutar í trúarbrögðum", sem mér fannst ekki vísa til inntaks sýningarinnar að neinu leyti, enda þungamiðja hennar stór hani gerður úr gráum svampi. Við Guðrún vorum sammála um þetta mat, og hún mun hafa komið því á framfæri við Hannes. Hann tók ekki tillit til þeirra ábendinga svo bolirnir voru áfram hluti sýningarinnar. Þegar senda átti út fréttatilkynningu um opnun sýningarinnar vildi Hannes hins vegar að teikningin yrði birt með henni og notuð sem boðskort og auglýsing, en Guðrún varð ekki við þeirri ósk af gildum ástæðum og í fullum rétti sem sýningarstjóri og ábyrgðarmaður sýningarinnar. Það var í kjölfar þessa sem Hannes fór án samráðs við nokkurn mann og hengdi teikningu sína upp í kirkjuanddyrinu sem auglýsingu meðan á jarðarför stóð. Auglýsingin kom starfsfólki kirkjunnar í opna skjöldu og var hún samstundis fjarlægð og ákveðið að fresta sýningunni. Starfsmenn kirkjunnar voru í fullum rétti að fjarlægja þessa auglýsingu, en þær persónulegu árásir sem Guðrún og starfsfólk kirkjunnar máttu þola frá hendi Hannesar í kjölfarið voru málstað hans því miður ekki til sóma. Það er með ólíkindum að stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík skuli leggjast svo lágt að líkja þeim aðilum, sem höfðu lagt á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn við að koma upp þessari sýningu á faglegum forsendum, við þau pólitísku spillingaröfl sem rændu banka Íslendinga og settu íslenska þjóðfélagið á hvolf. Kirkjan hefur ekki sýnt starfi myndlistarmannsins Hannesar Lárussonar „takmarkalaust virðingarleysi" eins og segir í bréfi Myndhöggvarafélagsins. Þvert á móti var hún öll af vilja gerð að koma á framfæri áhugaverðri og ögrandi sýningu. Þar lögðust allir á eitt, Guðrún sem sýningarstjóri, stjórn Listvinafélagsins, séra Sigurður Árni Þórðarson, Ævar Kjartansson, Sarah Brownsberger þýðandi og ég. Í kjölfar þess sem á undan var gengið afþakkaði Hannes síðan formlega frekara samstarf við kirkjuna og Listvinafélag hennar og aflýsti sinni eigin sýningu. Með framferði sínu hafa listamaðurinn, fagfélag hans og listgagnrýnandi RÚV lagt sitt að mörkum til að eyðileggja þennan áhugaverða vettvang íslenskra myndlistarmanna til að ná til nýrra áhorfenda og takast á við tilvistarlegar spurningar trúarinnar á hennar eigin vettvangi. Það getur vart kallast annað en óþurftarverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp af Listvinafélagi Hallgrímskirkju að efna til sýninga í anddyri kirkjunnar þar sem framkvæmdinni er fylgt eftir með fræðilegum skrifum og samræðu milli listamanns, listfræðings og guðfræðings. Það er Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona sem hefur átt frumkvæði að þessari nýbreytni, og hefur hún skilað áhugaverðum sýningum og skapað nýjan og áhugaverðan samræðuvettvang milli kirkjunnar og myndlistarinnar og á milli myndlistarinnar og samfélagsins. Sjálfur kom ég að þrem sýningum að beiðni Guðrúnar og kynntist fagmannlegum vinnubrögðum hennar og einlægum vilja að vinna myndlistinni og samfélaginu til heilla með því að koma á opinskáu stefnumóti hugmynda sem ekki falla alltaf saman. Undirbúningur að sýningum þessum var vandaður og í kring um þær búin til samræða milli kirkjunnar og myndlistarinnar, þar sem ég tók að mér það hlutverk að fylgja sýningunum eftir með fræðilegum textum og með þátttöku í samtali við listamennina og guðfræðinga, sem þeir sjálfir höfðu valið, og var því stýrt af Ævari Kjartanssyni útvarpsmanni. Þetta starf var allt afar ánægjulegt og að mínu mati bæði þakkar- og virðingarvert af kirkjunni að opna fyrir þennan nýja og fordómalausa samræðuvettvang myndlistarinnar og samfélagsins. Það var ekki ætlun mín að blanda mér í þá atburðarás, sem varð til þess að sýning Hannesar Lárussonar var ekki sett upp og ég tel fyrst og fremst hafa verið sorgleg mistök, en nú þegar stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og myndlistargagnrýnandi RÚV hafa sameinast um að bera alvarlegar ásakanir á Guðrúnu Kristjánsdóttur, Listvinafélagið, kirkjuna og aðra aðstandendur sýningarinnar vegna þessa máls, og saka þessa aðila um „þöggun" er líkja megi við yfirbreiðslu bankaræningjanna sem settu íslenskt þjóðfélag á annan endann, þá get ég vart orða bundist lengur. Það er ekki einfalt mál eða sjálfgefið að skapa myndlistinni rými í kirkjuanddyri og það kallar á nýja nálgun frá hendi listamannsins jafnt sem annarra aðstandenda sýningarinnar. Gestir þessara sýninga eru ekki þeir sömu og sækja listasöfnin, og flestir koma í kirkjuna í öðrum erindagjörðum en að horfa á myndlist. Það eru þeir sem koma til að gleðjast yfir skírðu barni eða syrgja látna ættingja og þeir sem koma til reglubundinna kirkjuathafna, tónleika o.s.frv. Það er ögrun fyrir listamann að takast á við slíkar aðstæður og vinna út frá þeim með þeim hætti að úr því geti orðið raunveruleg samræða. Hannes Lárusson hafði undirbúið nokkuð flókna og forvitnilega sýningu sem tók á tilvistarlegum spurningum er snerta ekki bara iðkendur kristinnar trúar, heldur í vissum skilningi líka þá sem trúa á heilög gildi myndlistarinnar. Þetta var ögrandi hugmynd sem hafði alla burði til að kalla fram áleitnar spurningar um tilvist Guðs og um tilvist þeirra frumlægu gilda sem myndlistin hefur gert tilkall til, án tillits til guðfræðilegra eða kristilegra skírskotana. Sýningin myndaði að mínu mati nokkuð samstæða heild að öðru leyti en því að henni átti að fylgja stuttermabolur með teikningum af líkamspörtum, sem ég gat ekki séð að væru í neinu samhengi við inntak sýningarinnar. Þessi stuttermabolur átti að vera til sölu á sýningarsvæðinu að sögn Hannesar. Það var ekki mitt hlutverk að hafa áhrif á framsetningu sýningarinnar, en ég hafði orð á því við sýningarstjórann að mér þætti þessi teikning og þessir bolir villandi og spilla fyrir inntaki sýningarinnar, sem og titill hennar, „Líkamshlutar í trúarbrögðum", sem mér fannst ekki vísa til inntaks sýningarinnar að neinu leyti, enda þungamiðja hennar stór hani gerður úr gráum svampi. Við Guðrún vorum sammála um þetta mat, og hún mun hafa komið því á framfæri við Hannes. Hann tók ekki tillit til þeirra ábendinga svo bolirnir voru áfram hluti sýningarinnar. Þegar senda átti út fréttatilkynningu um opnun sýningarinnar vildi Hannes hins vegar að teikningin yrði birt með henni og notuð sem boðskort og auglýsing, en Guðrún varð ekki við þeirri ósk af gildum ástæðum og í fullum rétti sem sýningarstjóri og ábyrgðarmaður sýningarinnar. Það var í kjölfar þessa sem Hannes fór án samráðs við nokkurn mann og hengdi teikningu sína upp í kirkjuanddyrinu sem auglýsingu meðan á jarðarför stóð. Auglýsingin kom starfsfólki kirkjunnar í opna skjöldu og var hún samstundis fjarlægð og ákveðið að fresta sýningunni. Starfsmenn kirkjunnar voru í fullum rétti að fjarlægja þessa auglýsingu, en þær persónulegu árásir sem Guðrún og starfsfólk kirkjunnar máttu þola frá hendi Hannesar í kjölfarið voru málstað hans því miður ekki til sóma. Það er með ólíkindum að stjórn Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík skuli leggjast svo lágt að líkja þeim aðilum, sem höfðu lagt á sig ómælda vinnu og fyrirhöfn við að koma upp þessari sýningu á faglegum forsendum, við þau pólitísku spillingaröfl sem rændu banka Íslendinga og settu íslenska þjóðfélagið á hvolf. Kirkjan hefur ekki sýnt starfi myndlistarmannsins Hannesar Lárussonar „takmarkalaust virðingarleysi" eins og segir í bréfi Myndhöggvarafélagsins. Þvert á móti var hún öll af vilja gerð að koma á framfæri áhugaverðri og ögrandi sýningu. Þar lögðust allir á eitt, Guðrún sem sýningarstjóri, stjórn Listvinafélagsins, séra Sigurður Árni Þórðarson, Ævar Kjartansson, Sarah Brownsberger þýðandi og ég. Í kjölfar þess sem á undan var gengið afþakkaði Hannes síðan formlega frekara samstarf við kirkjuna og Listvinafélag hennar og aflýsti sinni eigin sýningu. Með framferði sínu hafa listamaðurinn, fagfélag hans og listgagnrýnandi RÚV lagt sitt að mörkum til að eyðileggja þennan áhugaverða vettvang íslenskra myndlistarmanna til að ná til nýrra áhorfenda og takast á við tilvistarlegar spurningar trúarinnar á hennar eigin vettvangi. Það getur vart kallast annað en óþurftarverk.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun