Isavia-dómurinn gefur „fordæmi í jafnréttismálum“ 11. febrúar 2011 13:38 Úr Leifsstöð „Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. Brotaþolinn er félagsmaður BSRB en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að greiða konunni bætur þar sem ekki var brugðist við þeirri áreitni sem hún varð fyrir sem skyldi. Greinin birtist í Fréttablaðinu í morgun og er að finna hér á Vísi. Yfirskrift hennar er: Fordæmi í jafnréttismálumSonja Ýr Þorbergsdóttir, lögmaður BSRB„Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra," segir Sonja Ýr. Að mati Sonju felur dómurinn feli í sér mikilvægar leiðbeiniingar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við astæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Greinina má lesa í heild sinni með því að smella hér. Tengdar fréttir Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13 Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10 Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30 Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34 Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
„Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. Brotaþolinn er félagsmaður BSRB en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að greiða konunni bætur þar sem ekki var brugðist við þeirri áreitni sem hún varð fyrir sem skyldi. Greinin birtist í Fréttablaðinu í morgun og er að finna hér á Vísi. Yfirskrift hennar er: Fordæmi í jafnréttismálumSonja Ýr Þorbergsdóttir, lögmaður BSRB„Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra," segir Sonja Ýr. Að mati Sonju felur dómurinn feli í sér mikilvægar leiðbeiniingar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við astæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Greinina má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Tengdar fréttir Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13 Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10 Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30 Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34 Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13
Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10
Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30
Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34
Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15