Isavia-dómurinn gefur „fordæmi í jafnréttismálum“ 11. febrúar 2011 13:38 Úr Leifsstöð „Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. Brotaþolinn er félagsmaður BSRB en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að greiða konunni bætur þar sem ekki var brugðist við þeirri áreitni sem hún varð fyrir sem skyldi. Greinin birtist í Fréttablaðinu í morgun og er að finna hér á Vísi. Yfirskrift hennar er: Fordæmi í jafnréttismálumSonja Ýr Þorbergsdóttir, lögmaður BSRB„Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra," segir Sonja Ýr. Að mati Sonju felur dómurinn feli í sér mikilvægar leiðbeiniingar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við astæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Greinina má lesa í heild sinni með því að smella hér. Tengdar fréttir Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13 Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10 Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30 Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34 Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
„Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns. Brotaþolinn er félagsmaður BSRB en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Isavia ætti að greiða konunni bætur þar sem ekki var brugðist við þeirri áreitni sem hún varð fyrir sem skyldi. Greinin birtist í Fréttablaðinu í morgun og er að finna hér á Vísi. Yfirskrift hennar er: Fordæmi í jafnréttismálumSonja Ýr Þorbergsdóttir, lögmaður BSRB„Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra," segir Sonja Ýr. Að mati Sonju felur dómurinn feli í sér mikilvægar leiðbeiniingar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við astæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Greinina má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Tengdar fréttir Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13 Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10 Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30 Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34 Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Yfirmaður hjá ISAVIA í leyfi vegna kynferðislegrar áreitni Starfsmaður ISAVIA sem var fundinn sekur um kynferðislega áreitni gagnvart samstarfskonu sinni er kominn í leyfi. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var um að ræða sameiginlega ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins og hans. 10. febrúar 2011 14:13
Isavia: Niðurstaða dómsins kemur verulega á óvart Forsvarsmenn Isavia segja að niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, um að fyrirtækið greiði starfsmanni 1,8 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu starfsmanns, komi verulega á óvart. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að farið verður yfir dóminn og afleiðingar hans metnar. 9. febrúar 2011 18:10
Stjórn Ísavía kemur saman vegna kynferðislegrar áreitni starfsmanns Starfsmaður Ísavía sem áreytti samstarfskonu sína kynferðislega hefur verið sendur í ótímabundið leyfi. Stjórn Ísavía mun koma saman til að fjalla um málið. 10. febrúar 2011 19:30
Isavia málið: Tímamótadómur að mati lögfræðings BSRB Tímamótadómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í dag þegar ríkisfyrirtækið Ísavía var dæmt til að greiða konu miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu hátt setts yfirmanns. Lögmaður BSRB segir málið fordæmisgefandi. Yfirmaðurinn er enn við störf. 9. febrúar 2011 19:34
Isavia gert að greiða bætur fyrir kynferðislega áreitni starfsmanns „Dómurinn var að falla í dag,“ svarar Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, þegar fréttamaður spurði hana hvort það væri eðlilegt að starfsmaður, sem beitti undirmanns sinn kynferðislegri áreitni, væri enn við störf hjá fyrirtækinu. 9. febrúar 2011 15:15