Kjördæmapot og vegagerð Örn Sigurðsson skrifar 19. janúar 2011 06:15 Eins og segir á vef FÍB er engu líkara en núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að girða höfuðborgarsvæðið af með tollmúrum og leggja vegtolla á alla umferð um stofnbrautir inn á og út af svæðinu og jafnvel innan þess að loknum fyrirhuguðum og löngu tímabærum vegabótum. Vegirnir, sem um ræðir, eru órjúfanlegur hluti af borgar- og þéttbýlissamfélagi SV-hornsins og kostnaðurinn við gerð þeirra er löngu greiddur af naumt skömmtuðu vegafé og vegtollum árum saman á Reykjanesbraut. Vegfarendur eiga enga valkosti verði tollmúrarnir reistir. Áformaðar vegabætur eru sannarlega tímabærar. Núverandi ástand veganna og háskinn af umferð um þá eru bein afleiðing af langvarandi vanrækslu, fjársvelti og skorti á fagmennsku samgönguyfirvalda. Um 70% af tekjum vegasjóðs koma til vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu áratugum runnu um 25% af vegafé til stofnbrauta á svæðinu; árið 2009 voru það 2,5% og árið 2010 nánast 0%. Á SV-horninu verða um 70% af öllum alvarlegum umferðarslysum. Helsti áhrifavaldur samgöngumála á Íslandi er 9 manna samgöngunefnd Alþingis. Nú situr þar 1 þingmaður af höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt vef Alþingis áttu íbúar á SV-horninu að meðaltali 1,4 fulltrúa af 9 á undangengnum 100 löggjafarþingum frá 1926. Á sama tímabili áttu íbúar SV-hornsins að meðaltali 2,14 fulltrúa af 11 í fjárlaganefnd Alþingis. Nú eiga þeir 2 fulltrúa. Þessar þingnefndir eru því enn í dag vettvangur kjördæmapotsins illræmda, þ.e. handstýringar, geðþótta og sjálftöku. Orðið „kjördæmapot" er fremur sakleysislegt en hér er að sjálfsögðu um að ræða háspillingu, sem á sér enga hliðstæðu í siðuðum samfélögum. Reykjanesbraut að Leifsstöð, Suðurlandsvegur að Selfossi og Vesturlandsvegur að Hvalfjarðargöngum eru fjölförnustu vegir á Íslandi og vegabætur þar því mjög arðsamar. Engin önnur leið er fær til að fjármagna umræddar framkvæmdir en að snúa nú við blaðinu og beina hér eftir a.m.k. 55% af árlegu vegafé inn á höfuðborgarsvæðið. Kaflinn frá Sandskeiði að Selfossi og ókláraður 5km kafli á Reykjanesbraut að Leifsstöð liggja utan sveitarfélagamarka á höfuðborgarsvæðinu. Vegabætur á þessum köflum þarf því sömuleiðis að fjármagna með sínum skerfi af árlegu vegafé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og segir á vef FÍB er engu líkara en núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að girða höfuðborgarsvæðið af með tollmúrum og leggja vegtolla á alla umferð um stofnbrautir inn á og út af svæðinu og jafnvel innan þess að loknum fyrirhuguðum og löngu tímabærum vegabótum. Vegirnir, sem um ræðir, eru órjúfanlegur hluti af borgar- og þéttbýlissamfélagi SV-hornsins og kostnaðurinn við gerð þeirra er löngu greiddur af naumt skömmtuðu vegafé og vegtollum árum saman á Reykjanesbraut. Vegfarendur eiga enga valkosti verði tollmúrarnir reistir. Áformaðar vegabætur eru sannarlega tímabærar. Núverandi ástand veganna og háskinn af umferð um þá eru bein afleiðing af langvarandi vanrækslu, fjársvelti og skorti á fagmennsku samgönguyfirvalda. Um 70% af tekjum vegasjóðs koma til vegna umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu áratugum runnu um 25% af vegafé til stofnbrauta á svæðinu; árið 2009 voru það 2,5% og árið 2010 nánast 0%. Á SV-horninu verða um 70% af öllum alvarlegum umferðarslysum. Helsti áhrifavaldur samgöngumála á Íslandi er 9 manna samgöngunefnd Alþingis. Nú situr þar 1 þingmaður af höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt vef Alþingis áttu íbúar á SV-horninu að meðaltali 1,4 fulltrúa af 9 á undangengnum 100 löggjafarþingum frá 1926. Á sama tímabili áttu íbúar SV-hornsins að meðaltali 2,14 fulltrúa af 11 í fjárlaganefnd Alþingis. Nú eiga þeir 2 fulltrúa. Þessar þingnefndir eru því enn í dag vettvangur kjördæmapotsins illræmda, þ.e. handstýringar, geðþótta og sjálftöku. Orðið „kjördæmapot" er fremur sakleysislegt en hér er að sjálfsögðu um að ræða háspillingu, sem á sér enga hliðstæðu í siðuðum samfélögum. Reykjanesbraut að Leifsstöð, Suðurlandsvegur að Selfossi og Vesturlandsvegur að Hvalfjarðargöngum eru fjölförnustu vegir á Íslandi og vegabætur þar því mjög arðsamar. Engin önnur leið er fær til að fjármagna umræddar framkvæmdir en að snúa nú við blaðinu og beina hér eftir a.m.k. 55% af árlegu vegafé inn á höfuðborgarsvæðið. Kaflinn frá Sandskeiði að Selfossi og ókláraður 5km kafli á Reykjanesbraut að Leifsstöð liggja utan sveitarfélagamarka á höfuðborgarsvæðinu. Vegabætur á þessum köflum þarf því sömuleiðis að fjármagna með sínum skerfi af árlegu vegafé.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar