Innlent

Össur búinn að boða sendiherrann á fund

Össur er búinn að boða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á fund. Fundurinn fer fram á næstu vikum.
Össur er búinn að boða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á fund. Fundurinn fer fram á næstu vikum.
Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur verið boðaður á fund hjá Össurri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, til að útskýra hvers vegna bandarísk yfirvöld vilji fá upplýsingar um Birgittu Jónsdóttur, þingmann.

Samkvæmt Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Utanríkisráðuneytisins, er ekki komið á hreint hvenær fundurinn fer fram en hann verður á næstu dögum. Ekki er ljóst hvort að fleiri ráðherrar sitji fundinn með Arreaga og Össurri.

Eins og kom fram í fjölmiðlum í gær þá hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið stefnt Twitter samskiptasíðunni til að afhenda öll gögn af Twittersíðum Birgittu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að málið væri alvarlegt og ástæða væri til að fylgjast með framvindunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×