Á stalli með þeim bestu 10. febrúar 2011 10:00 Leikur aðalhlutverkið í vestranum True Grit sem Coen-bræður leikstýra. nordicphotos/getty Jeff Bridges leikur drykkfelldan fógeta í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit. Hann hefur sex sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna á löngum og litríkum ferli. Jeff Bridges hefur verið tilnefndur til Óskarsins í sjötta sinn, fyrir túlkun sína á hinum drykkfellda fógeta Rooster Cogburn í vestranum True Grit. True Grit er byggð á samnefndri bók Charles Portis frá árinu 1968 og fjallar um hina fjórtán ára Mattie Ross sem er staðráðin í að koma morðingja föður síns í hendur réttvísinnar. Hún fær fógetann Cogburn til liðs við sig og þau halda af stað í leit að morðingjanum. Önnur mynd byggð á sömu bók sem hét einnig True Grit kom út árið 1969 og var þá John Wayne í hlutverki fógetans. Það er aftur á móti eina tengingin við mynd Coen-bræðra því ekki er um endurgerð að ræða. True Grit er önnur myndin sem Jeff Bridges leikur í fyrir Coen-bræður. Síðast lék hann fyrir þá hinn lata keiluspilara The Dude í költ-klassíkinni The Big Lebowski árið 1998. Hinn 61 árs Bridges fæddist inn í mikla leikarafjölskyldu. Móðir hans Dorothy var leikkona og faðir hans, Lloyd Bridges, þekktur kvikmyndaleikari. Eldri bróðir hans Beau er einnig kvikmyndaleikari en ekki eins hátt skrifaður. Fyrsta stóra hlutverk Jeff Bridges var árið 1971 í kvikmyndinni The Last Picture Show og þar fékk hann sína fyrstu Óskarstilnefningu, aðeins 23 ára. Tveimur árum síðar fékk hann sína aðra tilnefningu, fyrir leik sinn á móti Clint Eastwood í bankaránsmyndinni Thunderbolt and Lightfoot. Fín hlutverk fylgdu í kjölfarið, þar á meðal í fyrstu endurgerð King Kong og í költ-myndinni Tron frá árinu 1982. Skömmu síðar fékk hann þriðju Óskarstilnefninguna, fyrir að leika geimveru í Starman. Verðlaunin eftirsóttu létu þó á sér standa og þrátt góða frammistöðu hvað eftir annað þótti Bridges vanmetinn í Hollywood og náði hann aldrei þeim frægðarstalli sem kollegar á borð við Robert De Niro, Dustin Hoffman og Al Pacino náðu. Ákafur leikstíll þeirra var á skjön við afslappaða nálgun Bridges og kannski var það einmitt ástæðan fyrir því að hann fékk færri bitastæð hlutverk en mörgum þótti hann eiga skilið. Fjórða Óskarstilnefningin kom árið 2000 fyrir myndina The Contender og á síðasta ári datt sú fimmta í hús þegar hann lék sveitasöngvarann Bad Blake í Crazy Heart. Þá loksins fékk hann gylltu styttuna og önduðu þá margir aðdáendur hans léttar. Fari svo að Bridges vinni Óskarinn aftur í ár fyrir True Grit kemst hann í hóp með Spencer Tracy og Tom Hanks, sem eru einu mennirnir sem hafa fengið verðlaunin tvö ár í röð fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Bridges kvæntist Susan Geston árið 1977 og á með henni þrjár dætur. Hann er áhugaljósmyndari og er duglegur við að mynda á tökustöðum. Hann er einnig áhugamaður um búddisma og er sagður íhuga í hálftíma á hverjum degi áður en tökur hefjast. freyr@frettabladid.is Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
Jeff Bridges leikur drykkfelldan fógeta í nýjustu mynd Coen-bræðra, True Grit. Hann hefur sex sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlaunanna á löngum og litríkum ferli. Jeff Bridges hefur verið tilnefndur til Óskarsins í sjötta sinn, fyrir túlkun sína á hinum drykkfellda fógeta Rooster Cogburn í vestranum True Grit. True Grit er byggð á samnefndri bók Charles Portis frá árinu 1968 og fjallar um hina fjórtán ára Mattie Ross sem er staðráðin í að koma morðingja föður síns í hendur réttvísinnar. Hún fær fógetann Cogburn til liðs við sig og þau halda af stað í leit að morðingjanum. Önnur mynd byggð á sömu bók sem hét einnig True Grit kom út árið 1969 og var þá John Wayne í hlutverki fógetans. Það er aftur á móti eina tengingin við mynd Coen-bræðra því ekki er um endurgerð að ræða. True Grit er önnur myndin sem Jeff Bridges leikur í fyrir Coen-bræður. Síðast lék hann fyrir þá hinn lata keiluspilara The Dude í költ-klassíkinni The Big Lebowski árið 1998. Hinn 61 árs Bridges fæddist inn í mikla leikarafjölskyldu. Móðir hans Dorothy var leikkona og faðir hans, Lloyd Bridges, þekktur kvikmyndaleikari. Eldri bróðir hans Beau er einnig kvikmyndaleikari en ekki eins hátt skrifaður. Fyrsta stóra hlutverk Jeff Bridges var árið 1971 í kvikmyndinni The Last Picture Show og þar fékk hann sína fyrstu Óskarstilnefningu, aðeins 23 ára. Tveimur árum síðar fékk hann sína aðra tilnefningu, fyrir leik sinn á móti Clint Eastwood í bankaránsmyndinni Thunderbolt and Lightfoot. Fín hlutverk fylgdu í kjölfarið, þar á meðal í fyrstu endurgerð King Kong og í költ-myndinni Tron frá árinu 1982. Skömmu síðar fékk hann þriðju Óskarstilnefninguna, fyrir að leika geimveru í Starman. Verðlaunin eftirsóttu létu þó á sér standa og þrátt góða frammistöðu hvað eftir annað þótti Bridges vanmetinn í Hollywood og náði hann aldrei þeim frægðarstalli sem kollegar á borð við Robert De Niro, Dustin Hoffman og Al Pacino náðu. Ákafur leikstíll þeirra var á skjön við afslappaða nálgun Bridges og kannski var það einmitt ástæðan fyrir því að hann fékk færri bitastæð hlutverk en mörgum þótti hann eiga skilið. Fjórða Óskarstilnefningin kom árið 2000 fyrir myndina The Contender og á síðasta ári datt sú fimmta í hús þegar hann lék sveitasöngvarann Bad Blake í Crazy Heart. Þá loksins fékk hann gylltu styttuna og önduðu þá margir aðdáendur hans léttar. Fari svo að Bridges vinni Óskarinn aftur í ár fyrir True Grit kemst hann í hóp með Spencer Tracy og Tom Hanks, sem eru einu mennirnir sem hafa fengið verðlaunin tvö ár í röð fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Bridges kvæntist Susan Geston árið 1977 og á með henni þrjár dætur. Hann er áhugaljósmyndari og er duglegur við að mynda á tökustöðum. Hann er einnig áhugamaður um búddisma og er sagður íhuga í hálftíma á hverjum degi áður en tökur hefjast. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira