Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2011 07:00 Hlynur hefur verið lykilmaður í liði Vals og ætlar að reyna að spila á morgun. Fréttablaðið/Anton Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós." Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós."
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira