Handbolti

Kiel vann ellefta sigurinn í ellefu leikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron skoraði þrjú fyrir Kiel í kvöld.
Aron skoraði þrjú fyrir Kiel í kvöld. Mynd/Stefán
Yfirburðir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta héldu áfram í kvöld en liðið vann þá öruggan sigur á Lübbecke á útivelli, 32-22. Staðan í hálfleik var 18-9, Kiel í vil.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í leiknum en markahæstur var tékkneska stórskyttan Filip Jicha með níu mörk. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.

Kiel er vitanlega í efsta sæti deildarinnar og er nú með 22 stig af 22 mögulegum. Lübbecke er í níunda sætinu með átta stig.

Björgvin Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir DHC Rheinland sem tapaði í kvöld fyrir Nordhorn, 24-23, í þýsku B-deildinni. Rheinalnd er í þrettánda sæti deildarinnar með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×