Handbolti

AG Kaupmannahöfn komst í undanúrslit bikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu í síðustu viku.
Arnór Atlason í leik með íslenska landsliðinu í síðustu viku. Mynd/Stefán
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk í stórsigri AGK á Skjern, 33-17, þegar að fyrrnefnda liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar.

AGK hafði forystu strax frá upphafi og skoraði alls 20 mörk í fyrri hálfleiknum, gegn aðeins níu frá Skjern.

Sigurinn var því aldrei í hættu en Guðjón Valur skoraði fjögur af sex fyrstu mörkum AGK í kvöld. Arnór Atlason skoraði tvö mörk og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Ólafur Stefánsson er enn frá vegna meiðsla.

Undanúrslitin og úrslitin fara fram helgina 4.-5. febrúar næstkomandi en þar verða einnig lið Álaborgar, Nordsjælland og Ajax frá Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×