Enn um yfirvofandi menningarslys Stefán Edelstein skrifar 8. mars 2011 06:00 Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun