Sameining stofnana Velferðarráðuneytis Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 6. janúar 2011 06:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar. Til stóð að umrædd sameining gengi í gegn um áramótin en henni hefur nú verið frestað að minnsta kosti til 1. mars. Full ástæða er til að staldra nú við, leggja áform um umrædda sameiningu á hilluna og huga þess í stað að víðtækari og árangursríkari sameiningu stofnana Velferðarráðuneytisins. Undir hið nýja ráðuneyti falla nokkrar nefndir og eftirlitsstofnanir um heilbrigðisþjónustu, ásamt stofnunum og ráðum sem sinna forvörnum og lýðheilsu. Sameiningu Landlæknisembættis og Lýðheilsustöðvar er ætlað að styrkja og efla starf þeirra, og leiða til hagræðingar í rekstri. Engin úttekt liggur þó fyrir um þessi áætluðu fjárhagslegu samlegðaráhrif sameiningarinnar. En því er ekki lagt til að ganga lengra í sameiningarátt stofnana sem vinna á sama sviði? Betri nýting mannaflans, aukin samvinna og hagræðing í rekstri yrði augljóslega enn meiri með víðtækari sameiningu stofnana, ráða og nefnda. Í umsögn sinni um frumvarpið leggur stjórn Fíh til að það verði dregið til baka en þess í stað unnið að víðtækari sameiningu stofnana á sviði forvarna og lýðheilsumála, ásamt eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Stjórnin leggur til að unnið verði að sameiningu þeirra stofnana sem nú fjalla um þessi mál, í eina stofnun sem beri heitið Heilbrigðisstofa. Heilbrigðisstofa skiptist í þrjú deildaskipt svið: (1) Eftirlit, en undir það falla Landlæknir, Lyfjastofnun og Geislavarnir; (2) Forvarnir/lýðheilsa, en undir það falla Lýðheilsustöð og Heyrnar- og talmeinastöð; og (3) Nefndir, en því sviði tilheyra Lyfjagreiðslunefnd og Vísindasiðanefnd. Stjórn Fíh leggur til að forstjóri veiti Heilbrigðisstofu forstöðu og að hann skuli vera menntaður á heilbrigðissviði og hafa menntun og/eða reynslu af stjórnun. Hverri deild stýri deildarstjóri og þannig geti hið 250 ára gamla heiti „landlæknir" lifað áfram, en tilfinningatengsl margra við það starfsheiti virðast ráðandi afl í framlögðu frumvarpi. Stjórn Fíh fullyrðir að með stofnun og starfsrækslu slíkrar Heilbrigðisstofu fengist mikill faglegur ávinningur í formi samvinnu sérfræðinga og samþættingu verkefna. Auk þess næðist fram verulegur fjárhagslegur ávinningur með fækkun forstjóra og skilvirkari dreifingu verkefna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar. Til stóð að umrædd sameining gengi í gegn um áramótin en henni hefur nú verið frestað að minnsta kosti til 1. mars. Full ástæða er til að staldra nú við, leggja áform um umrædda sameiningu á hilluna og huga þess í stað að víðtækari og árangursríkari sameiningu stofnana Velferðarráðuneytisins. Undir hið nýja ráðuneyti falla nokkrar nefndir og eftirlitsstofnanir um heilbrigðisþjónustu, ásamt stofnunum og ráðum sem sinna forvörnum og lýðheilsu. Sameiningu Landlæknisembættis og Lýðheilsustöðvar er ætlað að styrkja og efla starf þeirra, og leiða til hagræðingar í rekstri. Engin úttekt liggur þó fyrir um þessi áætluðu fjárhagslegu samlegðaráhrif sameiningarinnar. En því er ekki lagt til að ganga lengra í sameiningarátt stofnana sem vinna á sama sviði? Betri nýting mannaflans, aukin samvinna og hagræðing í rekstri yrði augljóslega enn meiri með víðtækari sameiningu stofnana, ráða og nefnda. Í umsögn sinni um frumvarpið leggur stjórn Fíh til að það verði dregið til baka en þess í stað unnið að víðtækari sameiningu stofnana á sviði forvarna og lýðheilsumála, ásamt eftirliti með heilbrigðisþjónustu. Stjórnin leggur til að unnið verði að sameiningu þeirra stofnana sem nú fjalla um þessi mál, í eina stofnun sem beri heitið Heilbrigðisstofa. Heilbrigðisstofa skiptist í þrjú deildaskipt svið: (1) Eftirlit, en undir það falla Landlæknir, Lyfjastofnun og Geislavarnir; (2) Forvarnir/lýðheilsa, en undir það falla Lýðheilsustöð og Heyrnar- og talmeinastöð; og (3) Nefndir, en því sviði tilheyra Lyfjagreiðslunefnd og Vísindasiðanefnd. Stjórn Fíh leggur til að forstjóri veiti Heilbrigðisstofu forstöðu og að hann skuli vera menntaður á heilbrigðissviði og hafa menntun og/eða reynslu af stjórnun. Hverri deild stýri deildarstjóri og þannig geti hið 250 ára gamla heiti „landlæknir" lifað áfram, en tilfinningatengsl margra við það starfsheiti virðast ráðandi afl í framlögðu frumvarpi. Stjórn Fíh fullyrðir að með stofnun og starfsrækslu slíkrar Heilbrigðisstofu fengist mikill faglegur ávinningur í formi samvinnu sérfræðinga og samþættingu verkefna. Auk þess næðist fram verulegur fjárhagslegur ávinningur með fækkun forstjóra og skilvirkari dreifingu verkefna.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar