Hverjir eiga Ísland? Guðmundur Andri Skúlason skrifar 17. janúar 2011 06:00 Við, þessir almennu félagsmenn í þjóðríkinu Íslandi, stöndum stundum hálf hissa og göpum yfir því hvað mál geta tekið á sig furðulega mynd og óskynsamlega. Við hrun Landsbankans varð ljóst að mögulegar bætur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda nægðu aldrei til að bæta tjón sparifjáreigenda. Í kjölfarið heyrðust svo sögusagnir af örvæntingu manna vegna áhrifa þess á íslenska banka í Lúxemborg. Öllu var tjaldað til að koma Kaupthing Luxembourg undan gjaldþroti og því var riggað upp díl og allt í einu var þetta Banque Havilland, a private bank for high net worth individuals. Af hverju? Við greiðsluþrot nokkurra stórra eignarhaldsfélaga lögðu lífeyrissjóðir og bankar gríðarlega áherslu á að félögunum yrði forðað frá gjaldþroti með því að samþykkja nauðasamninga. Jafnvel með ærnum tilkostnaði. Af hverju? Rétt eftir hrunið festi Seðlabanki Íslands gengisvísitölu krónunnar við 175 stig þó vísitalan hafi daginn áður fallið í 230 stig. Af hverju? Já. - Af hverju? Við upphaf bankakreppunnar var rætt um að bankakerfi heimsbyggðarinnar þyldi ekki að máttleysi svokallaðra innstæðutrygginga yrði opinberað því þá yrði gert áhlaup. Og vegna þess að bankar búa til peninga með því að lána meiri peninga en þeir fá í innlán, þá hefðu einungis örfá prósent innistæðna fengist útgreidd. Því töldu menn gríðarlega mikilvægt að ná samkomulagi við íslenska ríkið um viðurkenningu á ábyrgð þess á innlánum Landsbankans. Var í því samhengi vísað til yfirlýsingar stjórnvalda um ótakmarkaða ábyrgð á innistæðum hérlendis. Ljóst er að kostnaður ríkissjóðs vegna slíkrar yfirlýsingar næmi hundruðum milljarða, ávinningurinn var hins vegar aðeins þeirra tveggja prósenta þjóðarinnar sem áttu innistæður umfram tíu milljónir. Reyndar er líklegt að fjöldi erlendra banka hefði orðið fyrir áhlaupi ef spurst hefði út að skattgreiðendum bæri ekki lagaskylda til að vernda innistæður hinna ríkari. Spekingarnir héldu að stjórnvöld bæði vestan hafs og austan væru búin að bjarga því sem þyrfti að bjarga með því að láta óbreytta skattgreiðendur leysa út tapið. En nú er að koma í ljós að 750 milljarða björgunarsjóður ESB sem öllu átti að redda var hvergi nærri nægjanlega stór. Írland er fallið, Grikkland og Portúgal standa tæpt og falli Spánn eða Ítalía þá er ljóst að evran er búin að vera og peningakerfi heimsins mun riða til falls. Það eru því ekki hagsmunir hinna almennu borgara sem verið er að hugsa um þegar stjórnmálamenn leggja ofuráherslu á að við viðurkennum ábyrgð ríkisins á Icesave. Það eru hagsmunir fjármagnsins sem menn eru að vernda. Þannig er hinum vinnandi einstaklingi enn eina ferðina fórnað til að viðhalda kerfi sem byggir upp stigvaxandi félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð. Og hérlendis er það gert í nafni norrænnar velferðar. En fleira kemur til. Hinn vinnandi Íslendingur berst í bökkum þó ekki verði á hann velt Icesave. Hann er upptekinn við að greiða upp afskrifuð lán sérvalinna með stökkbreyttum höfuðstól eigin lána, hrapandi kaupmætti og auknum sköttum. En hvað kemur það Banque Havilland við? Jú. - Bankakerfið í Lúxemborg þrífst á leynd. Þar eru samankomnir fjármunir þeirra sem af einhverjum ástæðum þurfa að fela þá. Og þá komum við að tengingunni. Við gjaldþrot fyrirtækis þá eru bækur þess opnaðar upp á gátt og ef dótturfélög Kaupþings og Landsbankans í Lúxemborg hefðu verið sett í eðlilega þrotameðferð, hefði lokinu verið svipt af ormagryfju fjárhagslegra tengsla og margt óþægilegt komið í ljós. Því var unnið hörðum höndum að því að bjarga þessum fyrirtækjum. Og björgun fjármuna var ekki stærsta atriðið, heldur var verið að bjarga hagsmunum. Og ekki halda eitt augnablik að þar hafi menn verið að huga að hagsmunum borgaranna. Aftur á móti þá voru háttsettir aðilar að bjarga gríðarlegum fjármunum með tímabundinni handstýringu á gengisvísitölunni í 175 stig. En það voru fjármunir sérvalinna. - Og þeir eiga Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Við, þessir almennu félagsmenn í þjóðríkinu Íslandi, stöndum stundum hálf hissa og göpum yfir því hvað mál geta tekið á sig furðulega mynd og óskynsamlega. Við hrun Landsbankans varð ljóst að mögulegar bætur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda nægðu aldrei til að bæta tjón sparifjáreigenda. Í kjölfarið heyrðust svo sögusagnir af örvæntingu manna vegna áhrifa þess á íslenska banka í Lúxemborg. Öllu var tjaldað til að koma Kaupthing Luxembourg undan gjaldþroti og því var riggað upp díl og allt í einu var þetta Banque Havilland, a private bank for high net worth individuals. Af hverju? Við greiðsluþrot nokkurra stórra eignarhaldsfélaga lögðu lífeyrissjóðir og bankar gríðarlega áherslu á að félögunum yrði forðað frá gjaldþroti með því að samþykkja nauðasamninga. Jafnvel með ærnum tilkostnaði. Af hverju? Rétt eftir hrunið festi Seðlabanki Íslands gengisvísitölu krónunnar við 175 stig þó vísitalan hafi daginn áður fallið í 230 stig. Af hverju? Já. - Af hverju? Við upphaf bankakreppunnar var rætt um að bankakerfi heimsbyggðarinnar þyldi ekki að máttleysi svokallaðra innstæðutrygginga yrði opinberað því þá yrði gert áhlaup. Og vegna þess að bankar búa til peninga með því að lána meiri peninga en þeir fá í innlán, þá hefðu einungis örfá prósent innistæðna fengist útgreidd. Því töldu menn gríðarlega mikilvægt að ná samkomulagi við íslenska ríkið um viðurkenningu á ábyrgð þess á innlánum Landsbankans. Var í því samhengi vísað til yfirlýsingar stjórnvalda um ótakmarkaða ábyrgð á innistæðum hérlendis. Ljóst er að kostnaður ríkissjóðs vegna slíkrar yfirlýsingar næmi hundruðum milljarða, ávinningurinn var hins vegar aðeins þeirra tveggja prósenta þjóðarinnar sem áttu innistæður umfram tíu milljónir. Reyndar er líklegt að fjöldi erlendra banka hefði orðið fyrir áhlaupi ef spurst hefði út að skattgreiðendum bæri ekki lagaskylda til að vernda innistæður hinna ríkari. Spekingarnir héldu að stjórnvöld bæði vestan hafs og austan væru búin að bjarga því sem þyrfti að bjarga með því að láta óbreytta skattgreiðendur leysa út tapið. En nú er að koma í ljós að 750 milljarða björgunarsjóður ESB sem öllu átti að redda var hvergi nærri nægjanlega stór. Írland er fallið, Grikkland og Portúgal standa tæpt og falli Spánn eða Ítalía þá er ljóst að evran er búin að vera og peningakerfi heimsins mun riða til falls. Það eru því ekki hagsmunir hinna almennu borgara sem verið er að hugsa um þegar stjórnmálamenn leggja ofuráherslu á að við viðurkennum ábyrgð ríkisins á Icesave. Það eru hagsmunir fjármagnsins sem menn eru að vernda. Þannig er hinum vinnandi einstaklingi enn eina ferðina fórnað til að viðhalda kerfi sem byggir upp stigvaxandi félagslegan og efnahagslegan ójöfnuð. Og hérlendis er það gert í nafni norrænnar velferðar. En fleira kemur til. Hinn vinnandi Íslendingur berst í bökkum þó ekki verði á hann velt Icesave. Hann er upptekinn við að greiða upp afskrifuð lán sérvalinna með stökkbreyttum höfuðstól eigin lána, hrapandi kaupmætti og auknum sköttum. En hvað kemur það Banque Havilland við? Jú. - Bankakerfið í Lúxemborg þrífst á leynd. Þar eru samankomnir fjármunir þeirra sem af einhverjum ástæðum þurfa að fela þá. Og þá komum við að tengingunni. Við gjaldþrot fyrirtækis þá eru bækur þess opnaðar upp á gátt og ef dótturfélög Kaupþings og Landsbankans í Lúxemborg hefðu verið sett í eðlilega þrotameðferð, hefði lokinu verið svipt af ormagryfju fjárhagslegra tengsla og margt óþægilegt komið í ljós. Því var unnið hörðum höndum að því að bjarga þessum fyrirtækjum. Og björgun fjármuna var ekki stærsta atriðið, heldur var verið að bjarga hagsmunum. Og ekki halda eitt augnablik að þar hafi menn verið að huga að hagsmunum borgaranna. Aftur á móti þá voru háttsettir aðilar að bjarga gríðarlegum fjármunum með tímabundinni handstýringu á gengisvísitölunni í 175 stig. En það voru fjármunir sérvalinna. - Og þeir eiga Ísland.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar