Erlent

Sjóræningjar tóku 53 skip

Óli Tynes skrifar
Bátar sjóræningja við hertekið skip.
Bátar sjóræningja við hertekið skip.

Sjóræningjar tóku tæplega tólfhundruð sjómenn í gíslingu á síðasta ári, nær alla undan ströndum Sómalíu. Sjóránin eru farin að verða harðari og ofbeldisfyllri að sögn Alþjóðlegu siglingamálastofnunarinnar. Alls voru 53 skip hertekin árið 2010. Öll nema fjögur voru tekin undan ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur herskipafloti á þeim slóðum kom í veg fyrir mörg fleiri sjórán.

Sjóræningjarnir eru teknir upp á því að nota hertekin skip til þess að leita uppi og ráðast á fleiri skip. Áhafnir herteknu skipanna eru hafðir áfram um borð í þessum leiðöngrum og sjóræningjarnir hóta að myrða þær ef herskip nálgast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×