Vegtollar – nei takk Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Um miðjan síðasta mánuð fór ég um hin nývígðu Héðinsfjarðargöng sem eru rúmlega 11 km á lengd og sögð hafa kostað 12 milljarða króna. Þetta var á mánudegi laust eftir hádegi. Það kom mér á óvart hversu glæsileg og björt þau eru en þó kom meira á óvart að hin nýju göng, sem ráðuneyti samgöngumála taldi til nauðsynlegra forgangsverkefna, voru galtóm. Ég var ekki að flýta mér og staldraði við í Héðinsfirði til að taka inn útsýnið en það var ekki að sjá að nokkur ætti erindi um göngin á þessum tíma. Engum virðist láta sér detta í hug að það sé ekki óeðlilegt að þau sem nota göngin greiði notendagjöld þegar þau aka um þetta mesta umferðarmannvirki Norðurlands. Kannski er það vegna þess að miðað við umferðina sem fór um göngin þegar ég ók þarna í jólamánuðinum mun það taka nokkrar aldir að fá upp í kostnað. Önnur lögmál eiga að gilda þegar kemur að vegabótum á suðvesturhorni landsins. Ef bæta á umferðaröryggi í þeim landshluta verða ökumenn skuldbundnir til að greiða vegtolla. Kvarti fólk og fjöldasamtök yfir að nóg sé komið af sköttum þá er það „ófagleg" gagnrýni að mati Kristjáns L. Möller fyrrv. samgönguráðherra. Hægt væri að draga þá ályktun af þessu að höfuðborgarsvæðið hafi fengið að njóta svo ríflegra framlaga til vegamála að ekki verði meira gert nema sérstakur tollur komi til. Á árunum 1995 til 2008 fóru að meðaltali 21,9% stofnkostnaðar í vegagerð til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en þar búa þó 63% þjóðarinnar. Í síðustu vegaáætlun sem nær til ársins 2012 og samþykkt var af Alþingi sl. sumar er hlutfallið innan við 17% sem rennur til höfuðborgarsvæðisins. Ef miðað er við höfðatölu er landsbyggðin að fá 400% meira til vegamála en höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið hlýtur að vera að bætur á vegakerfi suðvesturhornsins snúast um að bregðast við hræðilegum slysum sem rakin verða til umferðarþunga, sem vegirnir ráða ekki við, og það er óþolandi að þurfa að standa í prútti við ráðamenn vegna þess. Meira en helmingur af bensínverðinu er opinber gjöld sem eiga að renna til vegamála en gera það þó ekki nema að hluta. Þau sem aka mikið um vegi landsins greiða einfaldlega meira til vegagerðar með eldsneytisnotkun sinni. Samgönguráðherra hefur haldið því fram að vegtollur sé nauðsynlegur undirbúningur að rafbílavæðingu vegna þess að þeir sem aka muni á rafbílum verði líka að taka þátt í lagningu og viðhaldi vega. Þetta er algjör fjarstæða. Einföld leið til þess að innheimta gjald af rafbílum er að þeir verði búnir innsigluðum kílómetramælum. Að fylgjast með ferðum allra landsmanna í gegnum gervihnetti til að innheimta vegtolla er eins og að nota sleggju á teiknibólu. Þó tekur steininn úr þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að hlusta á mótmæli fólks en hótar því um leið að ef það samþykki ekki vegtolla þá einfaldlega verði ekkert af framkvæmdum. Vonandi á hann eftir að skoða hug sinn betur. Rétt er að benda á að frá stofnun lýðveldisins hafa þjóðvegir landsins verið lagðir án vegtolla og árangurinn verið nokkuð góður. Mestan hluta þess tíma hefur þjóðin verið fátækari en hún er nú. Vegtollar eru vond hugmynd. Hún er ekki sanngjörn. Það snýr ekki bara að bæjarfélögum austan fjalls. Reykjavíkurborg á ekki að sætta sig við að þegar kemur að nauðsynlegum samgöngubótum í borgarlandinu og nágrenni þess þurfi að taka upp sérstaka tolla. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið baráttu gegn vegtollum. Það eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu einnig að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan síðasta mánuð fór ég um hin nývígðu Héðinsfjarðargöng sem eru rúmlega 11 km á lengd og sögð hafa kostað 12 milljarða króna. Þetta var á mánudegi laust eftir hádegi. Það kom mér á óvart hversu glæsileg og björt þau eru en þó kom meira á óvart að hin nýju göng, sem ráðuneyti samgöngumála taldi til nauðsynlegra forgangsverkefna, voru galtóm. Ég var ekki að flýta mér og staldraði við í Héðinsfirði til að taka inn útsýnið en það var ekki að sjá að nokkur ætti erindi um göngin á þessum tíma. Engum virðist láta sér detta í hug að það sé ekki óeðlilegt að þau sem nota göngin greiði notendagjöld þegar þau aka um þetta mesta umferðarmannvirki Norðurlands. Kannski er það vegna þess að miðað við umferðina sem fór um göngin þegar ég ók þarna í jólamánuðinum mun það taka nokkrar aldir að fá upp í kostnað. Önnur lögmál eiga að gilda þegar kemur að vegabótum á suðvesturhorni landsins. Ef bæta á umferðaröryggi í þeim landshluta verða ökumenn skuldbundnir til að greiða vegtolla. Kvarti fólk og fjöldasamtök yfir að nóg sé komið af sköttum þá er það „ófagleg" gagnrýni að mati Kristjáns L. Möller fyrrv. samgönguráðherra. Hægt væri að draga þá ályktun af þessu að höfuðborgarsvæðið hafi fengið að njóta svo ríflegra framlaga til vegamála að ekki verði meira gert nema sérstakur tollur komi til. Á árunum 1995 til 2008 fóru að meðaltali 21,9% stofnkostnaðar í vegagerð til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu en þar búa þó 63% þjóðarinnar. Í síðustu vegaáætlun sem nær til ársins 2012 og samþykkt var af Alþingi sl. sumar er hlutfallið innan við 17% sem rennur til höfuðborgarsvæðisins. Ef miðað er við höfðatölu er landsbyggðin að fá 400% meira til vegamála en höfuðborgarsvæðið. Aðalatriðið hlýtur að vera að bætur á vegakerfi suðvesturhornsins snúast um að bregðast við hræðilegum slysum sem rakin verða til umferðarþunga, sem vegirnir ráða ekki við, og það er óþolandi að þurfa að standa í prútti við ráðamenn vegna þess. Meira en helmingur af bensínverðinu er opinber gjöld sem eiga að renna til vegamála en gera það þó ekki nema að hluta. Þau sem aka mikið um vegi landsins greiða einfaldlega meira til vegagerðar með eldsneytisnotkun sinni. Samgönguráðherra hefur haldið því fram að vegtollur sé nauðsynlegur undirbúningur að rafbílavæðingu vegna þess að þeir sem aka muni á rafbílum verði líka að taka þátt í lagningu og viðhaldi vega. Þetta er algjör fjarstæða. Einföld leið til þess að innheimta gjald af rafbílum er að þeir verði búnir innsigluðum kílómetramælum. Að fylgjast með ferðum allra landsmanna í gegnum gervihnetti til að innheimta vegtolla er eins og að nota sleggju á teiknibólu. Þó tekur steininn úr þegar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ætla að hlusta á mótmæli fólks en hótar því um leið að ef það samþykki ekki vegtolla þá einfaldlega verði ekkert af framkvæmdum. Vonandi á hann eftir að skoða hug sinn betur. Rétt er að benda á að frá stofnun lýðveldisins hafa þjóðvegir landsins verið lagðir án vegtolla og árangurinn verið nokkuð góður. Mestan hluta þess tíma hefur þjóðin verið fátækari en hún er nú. Vegtollar eru vond hugmynd. Hún er ekki sanngjörn. Það snýr ekki bara að bæjarfélögum austan fjalls. Reykjavíkurborg á ekki að sætta sig við að þegar kemur að nauðsynlegum samgöngubótum í borgarlandinu og nágrenni þess þurfi að taka upp sérstaka tolla. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið baráttu gegn vegtollum. Það eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu einnig að gera.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar