Vilhjálmur Hans: Það verður stríðsástand ef Eiður sigrar Valur Grettisson skrifar 7. janúar 2011 12:02 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. „Ef að stefnandi hefur betur þá verður ekki búsáhaldabylting heldur stríðsástand," sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi og bróðir Inga F. Vilhjálmsonar, blaðamanns DV, sem knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen, vill meina að hafi brotið á friðhelgi einkalífs síns. Eiður krefst fimm milljóna í skaðabætur en aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vilhjálmur sagði málið snúast um grundvöll tjáningafrelsis og að ef dómur félli Eiði í hag, „geta þessir herramenn fyrir aftan mig, pakkað saman og farið heim," sagði Vilhjálmur og átti þá við blaðmenn sem sátu inn í réttarsalnum. Hann sagði almenning þá ekki fá upplýsingar um hrun bankanna og sagðist búast við stríðsástandi ef svo færi. Vilhjálmur gerði athugasemdir við skaðabótakröfu Eiðs og spurði hvort hann hefði sýnt fram á nokkurn skaða. Vilhjálmur vildi meina að svo væri ekki og spurði í kjölfarið: „Hefur hann yfir höfuð misst svefn yfir þessu?" Vilhjámur benti einnig á að ekki væri deilt um sannleikann í þessu máli heldur hvort málið snérist um friðhelgi einkalífsins. Vilhjálmur sagði Eið hafa komið víðsvegar fram í fjölmiðlum undanfarin ár. Benti Vilhjálmur meðal annars á myndbrot úr mynddisknum „Atvinnumennirnir okkar", þar var ekki aðeins rætt við Eið heldur einnig eiginkonu hans og börnin þrjú. Þá fannst Vilhjálmi það skjóta skökku við að það hefði verið fjallað um Eið á jákvæðan hátt, meðal annars um fjármál hans í gegnum tíðina, en ekki nú mðe neikvæðari formerkjum. Hann sagði Eið opinbera persónu sem þyrfti að þola hið neikvæða í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er eins og það hefði eingöngu verið fjallað um velgengni Eiðs þegar hann spilaði með Barcelona en svo væri ekki minnst á það þegar hann var ekki valinn í leikmannahóp Stoke City," sagði Vilhjálmur og vitnaði þarna í fótboltaferil Eiðs. Verjandi Eiðs sagði í ræðu sinni að gögnin sem umfjöllun Inga um Eið var byggð á, væru stolin. Reynir Traustason ritstjóri DV sagðist engu vilja svara til um það hvaðan gögnin í málinu komu, enda hefði það ekki tíðkast. Mikilvægast sé að í málinu hafi verið sagt satt og rétt frá og að sínu viti sé ekki um það deilt. Staðreyndin sé sú að Eiður hafi fengið góðar fyrirgreiðslur í bönkum hér á landi fyrir hrun og sé einn af okkar litlu útrásarvíkingum. Málið sé risastórt í þeim skilningi að fái Eiður sínu framgengt sé búið að þagga niður í blaðinu varðandi umfjallanir um svipuð mál. Þá skipti engu hvort um sé að ræða Björgólf Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða nokkurn annan, sagði Reynir. Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska,“ sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 7. janúar 2011 11:10 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Sjá meira
„Ef að stefnandi hefur betur þá verður ekki búsáhaldabylting heldur stríðsástand," sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi og bróðir Inga F. Vilhjálmsonar, blaðamanns DV, sem knattspyrnukappinn Eiður Smári Guðjohnsen, vill meina að hafi brotið á friðhelgi einkalífs síns. Eiður krefst fimm milljóna í skaðabætur en aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vilhjálmur sagði málið snúast um grundvöll tjáningafrelsis og að ef dómur félli Eiði í hag, „geta þessir herramenn fyrir aftan mig, pakkað saman og farið heim," sagði Vilhjálmur og átti þá við blaðmenn sem sátu inn í réttarsalnum. Hann sagði almenning þá ekki fá upplýsingar um hrun bankanna og sagðist búast við stríðsástandi ef svo færi. Vilhjálmur gerði athugasemdir við skaðabótakröfu Eiðs og spurði hvort hann hefði sýnt fram á nokkurn skaða. Vilhjálmur vildi meina að svo væri ekki og spurði í kjölfarið: „Hefur hann yfir höfuð misst svefn yfir þessu?" Vilhjámur benti einnig á að ekki væri deilt um sannleikann í þessu máli heldur hvort málið snérist um friðhelgi einkalífsins. Vilhjálmur sagði Eið hafa komið víðsvegar fram í fjölmiðlum undanfarin ár. Benti Vilhjálmur meðal annars á myndbrot úr mynddisknum „Atvinnumennirnir okkar", þar var ekki aðeins rætt við Eið heldur einnig eiginkonu hans og börnin þrjú. Þá fannst Vilhjálmi það skjóta skökku við að það hefði verið fjallað um Eið á jákvæðan hátt, meðal annars um fjármál hans í gegnum tíðina, en ekki nú mðe neikvæðari formerkjum. Hann sagði Eið opinbera persónu sem þyrfti að þola hið neikvæða í umfjöllun fjölmiðla. „Þetta er eins og það hefði eingöngu verið fjallað um velgengni Eiðs þegar hann spilaði með Barcelona en svo væri ekki minnst á það þegar hann var ekki valinn í leikmannahóp Stoke City," sagði Vilhjálmur og vitnaði þarna í fótboltaferil Eiðs. Verjandi Eiðs sagði í ræðu sinni að gögnin sem umfjöllun Inga um Eið var byggð á, væru stolin. Reynir Traustason ritstjóri DV sagðist engu vilja svara til um það hvaðan gögnin í málinu komu, enda hefði það ekki tíðkast. Mikilvægast sé að í málinu hafi verið sagt satt og rétt frá og að sínu viti sé ekki um það deilt. Staðreyndin sé sú að Eiður hafi fengið góðar fyrirgreiðslur í bönkum hér á landi fyrir hrun og sé einn af okkar litlu útrásarvíkingum. Málið sé risastórt í þeim skilningi að fái Eiður sínu framgengt sé búið að þagga niður í blaðinu varðandi umfjallanir um svipuð mál. Þá skipti engu hvort um sé að ræða Björgólf Thor, Jón Ásgeir, Hannes Smárason eða nokkurn annan, sagði Reynir.
Tengdar fréttir Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07 Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska,“ sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 7. janúar 2011 11:10 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Sjá meira
Eiður Smári bar ekki vitni Ekkert varð úr því að Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður bæri vitni símleiðis við aðalmeðferð meiðyrðamáls sem hann hefur höfðað á hendur blaðamanni og ritstjórum DV vegna umfjöllunar blaðsins um fjármál hans. Ingi F. Vilhjálmsson blaðamaður hafði skorað á Eið að bera vitni í málinu og til stóð að hann bæri bæri vitni símleiðis frá Englandi þar sem hann er búsettur. 7. janúar 2011 10:07
Lögmaður Eiðs: Siðlaus blaðamennska Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns í meiðyrðamáli hans gegn blaðamanni og ritstjórum DV, mótmælir þeim málflutningi DV-manna að umfjöllun um fjármál Eiðs Smára eigi fullt erindi við almenning á sama hátt og fjármál einstaklinga sem tengjast efnahagshruninu. Heiðrún Lind segir Eið Smára ekkert tengdan hruninu og að opinber umfjöllun um fjármál hans sé innrás í einkalífið. „Þetta er siðlaus blaðamennska,“ sagði Heiðrún Lind við aðalmeðferð málsins sem nú stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. 7. janúar 2011 11:10