Lífið

Logi í beinni sleginn af

Logi í beinni hefur verið sleginn af og Spurningabombunni leyft að lifa áfram.
Logi í beinni hefur verið sleginn af og Spurningabombunni leyft að lifa áfram.
„Þetta gerðist eiginlega bara sjálfkrafa, Spurningabomban hefur bara gengið það vel,“ segir Logi Bergmann Eiðsson, sjónvarpsmaður á Stöð 2.

Spjallþáttur Loga, Logi í beinni, hefur verið sleginn af og Spurningabombunni leyft að lifa áfram. Upprunalega planið var að framleiða bara nokkrar spurningabombur og láta síðan spjallþáttinn taka við þegar nær drægi jólaösinni. Spurningaþátturinn hefur einfaldlega fengið það gott áhorf að menn sáu ekki ástæðu til að breyta nokkrum sköpuðum hlut og því geta aðdáendur Bombunnar varpað öndinni léttar.

Þetta er í annað sinn sem Logi „lendir“ í þessu. „Ég byrjaði með Meistarann og svo átti Logi í beinni að vera svona lítið hliðarskref. En síðan gekk sá þáttur bara það vel að Meistaranum var sjálfhætt,“ segir Logi sem er sjálfur feykilega ánægður með þessa ákvörðun, honum finnst Spurningabomban vera það sem sjónvarp á að snúast um, að vera skemmtilegt.

„Mér finnst þetta fáránlega skemmtilegur þáttur, þótt ég segi sjálfur frá, og við höldum bara áfram, verðum líka eftir áramót.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.