Paul di Resta stefnir á stigasæti 8. júní 2011 15:30 Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil. Formúla Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Paul di Resta hjá Force India liðinu er nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 í ár og hefur ekki ekið Gilles Villeneuve brautina, sem er notuð í Formúlu 1 mótinu í Montreal í Kanada um næstu helgi. Adrian Sutil ekur með di Resta hjá Force India og segir mótið í Montreal eitt af sínum uppáhaldsmótum. „Mótið í Montreal verður sannkallað ævintýri fyrir mig. Ég hef aldrei ekið brautina og það verður í forgangi að ná upp hraða sem fyrst og að læra á brautina", sagði di Resta í fréttaskeyti frá Force India. „Ég hef undirbúið mig í ökuhermi, en brautin er óvenjuleg og þarfnast þess að maður nái góðum hámarkshraða til að vera samkeppnisfær. Þess vegna erum við með sérstaka yfirbyggingu með lítið niðurtog. Það verður ný reynsla fyrir mig. Ég ók samskonar útfærslu á bíl á Monza brautinni í fyrra á æfingu og bíllinn lætur öðruvísi, þannig að ég þarf að venjast því." Di Resta sagði að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum í Mónakó, í síðustu keppni, þar sem bíllinn var samkeppnisfær þegar hann hafði auða braut fyrir framan sig og möguleiki hefði verið á stigum. „Það væri gott að komast í stigasæti um helgina og það verður markmið mitt", sagði di Resta. Liðsfélagi hans, Adrian Sutil segist hlakka til að keppa í Montreal, í fallegri og alþóðlegri borg. „Þetta er eitt af uppáhaldsmótunum mínum og ég held að allir njóti sín þarna. Þess vegna reyni ég mæta aðeins fyrr þangað til að sjá borgina og jafna mig á fluginu", sagði Sutil. „Ég hef aldrei náð frábærum árangri í Kanada, þó ég hafi verið nokkuð fljótur þar. Ég náði í stig í fyrra, ef það hefði ekki verið fyrir sprungið dekk að þá hefði ég getað náð betri árangri. „Reynsla skiptir máli á brautinni, sem er með ójöfnum og bíllinn hreyfist mikið á brautinni, sem krefst sérstakrar aðgæslu. Þetta er braut sem er gott að taka framúr ár og með DRS (stillanlegan afturvæng) ætti mótið að verða enn áhugaverðara en ella", sagði Sutil.
Formúla Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira