Bræðslumenn á Þórshöfn hafna yfirlýsingum um samstöðuleysi 17. febrúar 2011 16:09 MYND/Hari Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn fordæma harðlega yfirlýsingar forsvarsmanna samninganefnda Afls og Drífanda um að þeir hafi brugðist bræðslumönnum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum í þeirra kjaradeilu og því hafi ekkert orðið úr boðuðu verkfalli. „Eins og fram kemur í yfirlýsingu á heimasíðu Afls, þá var það ákvörðun stéttarfélaganna Afls og Drífanda að standa tvö að samningagerð fyrir bræðslumenn, það er án aðkomu annarra stéttarfélaga. Á síðari stigum óskuðu þau eftir því að starfsmenn ÍV á Þórshöfn færu í samúðarverkfall kæmi til verkfalls meðal starfsmanna í bræðslum á þeirra félagssvæðum," segir í yfirlýsingunni sem samþykkt var í morgun á starfsmannafundi. „Af hverju félögin leituðu ekki eftir víðtæku samstarfi í upphafi er óskiljanlegt með öllu. Þannig hefðu bræðslumenn um land allt verið í góðri stöðu til að knýja fram sanngjarnar launahækkanir," segir ennfremur. Þá segir að afstaða bræðslumanna á Þórshöfn hafi verið skýr frá upphafi. „Markmiðið var að ná fram kjarasamningi um kaup og kjör starfsmanna enda Verkalýðsfélag Þórshafnar með sjálfstæðan kjarasamning. Þegar formleg beiðni kom með bréfi frá Afli og Drífanda um samúðarverkfall voru viðræðurnar á Þórshöfn á viðkvæmu stigi sem leiddu til þess að gengið var frá sérkjörum starfsmanna með samkomulagi þriðjudaginn 15. febrúar. Þess vegna töldu starfsmenn ekki rétt að boða til samúðarverkfalls að svo stöddu." Bræðslumenn benda á að hinsvegar hafi þeim skilaboðum verið komið skýrt á framfæri við forsvarsmenn Ísfélags Vestmannaeyja að komið yrði í veg fyrir allar landir annarra skipa en þeirra sem að staðaldri hafa landað á Þórshöfn og eru í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. „Einnig var ljóst að hefðu stéttarfélög bræðslumanna í Vestmannaeyjum og á Austurlandi staðið við boðað verkfall ætluðu bræðslumenn á Þórshöfn að taka fyrir verkfallsboðun innan sinna raða. Þess vegna er öllum yfirlýsingum um samstöðuleysi bræðslumanna á Þórshöfn vísað til föðurhúsanna og kallað eftir faglegri vinnubrögðum í stað upphrópana í fjölmiðlum!" Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn fordæma harðlega yfirlýsingar forsvarsmanna samninganefnda Afls og Drífanda um að þeir hafi brugðist bræðslumönnum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum í þeirra kjaradeilu og því hafi ekkert orðið úr boðuðu verkfalli. „Eins og fram kemur í yfirlýsingu á heimasíðu Afls, þá var það ákvörðun stéttarfélaganna Afls og Drífanda að standa tvö að samningagerð fyrir bræðslumenn, það er án aðkomu annarra stéttarfélaga. Á síðari stigum óskuðu þau eftir því að starfsmenn ÍV á Þórshöfn færu í samúðarverkfall kæmi til verkfalls meðal starfsmanna í bræðslum á þeirra félagssvæðum," segir í yfirlýsingunni sem samþykkt var í morgun á starfsmannafundi. „Af hverju félögin leituðu ekki eftir víðtæku samstarfi í upphafi er óskiljanlegt með öllu. Þannig hefðu bræðslumenn um land allt verið í góðri stöðu til að knýja fram sanngjarnar launahækkanir," segir ennfremur. Þá segir að afstaða bræðslumanna á Þórshöfn hafi verið skýr frá upphafi. „Markmiðið var að ná fram kjarasamningi um kaup og kjör starfsmanna enda Verkalýðsfélag Þórshafnar með sjálfstæðan kjarasamning. Þegar formleg beiðni kom með bréfi frá Afli og Drífanda um samúðarverkfall voru viðræðurnar á Þórshöfn á viðkvæmu stigi sem leiddu til þess að gengið var frá sérkjörum starfsmanna með samkomulagi þriðjudaginn 15. febrúar. Þess vegna töldu starfsmenn ekki rétt að boða til samúðarverkfalls að svo stöddu." Bræðslumenn benda á að hinsvegar hafi þeim skilaboðum verið komið skýrt á framfæri við forsvarsmenn Ísfélags Vestmannaeyja að komið yrði í veg fyrir allar landir annarra skipa en þeirra sem að staðaldri hafa landað á Þórshöfn og eru í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. „Einnig var ljóst að hefðu stéttarfélög bræðslumanna í Vestmannaeyjum og á Austurlandi staðið við boðað verkfall ætluðu bræðslumenn á Þórshöfn að taka fyrir verkfallsboðun innan sinna raða. Þess vegna er öllum yfirlýsingum um samstöðuleysi bræðslumanna á Þórshöfn vísað til föðurhúsanna og kallað eftir faglegri vinnubrögðum í stað upphrópana í fjölmiðlum!"
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira