Kostnaður forréttinda Guðmundur Örn Jónsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Í umræðunni um stjórn fiskveiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að samkeppni um kvóta hámarki verðmæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli. Hins vegar er sá kostnaður sem fylgir því að verja forréttindi eins og gjafakvóta, sem ekki fellur til ef réttindin eru seld á markaði. Rökrétt er fyrir forréttindahópa að leggja út í kostnað við að vernda forréttindi sín og fer kostnaðurinn eftir því hversu líklegur árangur baráttunnar er. Sá kostnaður getur í vissum tilfellum orðið nánast jafn hár og tekjurnar af forréttindunum. Þannig gæti t.d. verið hagkvæmt fyrir handhafa gjafakvóta að eyða næstum öllum leigutekjunum af honum til að koma í veg fyrir að landsmenn fái þær, ef hann væri þá viss um að halda honum. Eitthvað væri jú eftir fyrir hann sjálfan sem annars færi til landsmanna. Fyrir sjávarútveginn í heild gæti því verið um verulegar fjárhæðir að ræða sem færu í að verja gjafakvótann. Sá kostnaður getur falist í ýmsu, t.d. í að því að niðurgreiða útgáfu dagblaðs, „leigja“ virðingu háskóla með kostun starfsmanna þar eða greiða í sjóði hliðhollra stjórnmálaflokka. Sú leið er mun áhrifaríkari ef þau framlög eru ekki gefin upp og hafa því ekki áhrif á fylgi hliðhollra flokka og því ekki áhrif á árangur baráttunnar fyrir forréttindunum. Aðalatriðið er að kostnaðurinn við vernd forréttindanna felur ekki í sér neina verðmætasköpum fyrir þjóðarbúið og bætir lífskjör ekkert. Þ.e.a.s. stórum hluta af arði kvótans er hugsanlega sóað í baráttu við landsmenn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til einhvers gagnlegs. Þeir Íslendingar sem vilja halda í núverandi gjafakvóta vilja því ekki aðeins standa vörð um það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla mannréttindabrot heldur líka fórna efnahagslegri hagsæld. Það þurfa þeir að rökstyðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stjórn fiskveiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að samkeppni um kvóta hámarki verðmæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli. Hins vegar er sá kostnaður sem fylgir því að verja forréttindi eins og gjafakvóta, sem ekki fellur til ef réttindin eru seld á markaði. Rökrétt er fyrir forréttindahópa að leggja út í kostnað við að vernda forréttindi sín og fer kostnaðurinn eftir því hversu líklegur árangur baráttunnar er. Sá kostnaður getur í vissum tilfellum orðið nánast jafn hár og tekjurnar af forréttindunum. Þannig gæti t.d. verið hagkvæmt fyrir handhafa gjafakvóta að eyða næstum öllum leigutekjunum af honum til að koma í veg fyrir að landsmenn fái þær, ef hann væri þá viss um að halda honum. Eitthvað væri jú eftir fyrir hann sjálfan sem annars færi til landsmanna. Fyrir sjávarútveginn í heild gæti því verið um verulegar fjárhæðir að ræða sem færu í að verja gjafakvótann. Sá kostnaður getur falist í ýmsu, t.d. í að því að niðurgreiða útgáfu dagblaðs, „leigja“ virðingu háskóla með kostun starfsmanna þar eða greiða í sjóði hliðhollra stjórnmálaflokka. Sú leið er mun áhrifaríkari ef þau framlög eru ekki gefin upp og hafa því ekki áhrif á fylgi hliðhollra flokka og því ekki áhrif á árangur baráttunnar fyrir forréttindunum. Aðalatriðið er að kostnaðurinn við vernd forréttindanna felur ekki í sér neina verðmætasköpum fyrir þjóðarbúið og bætir lífskjör ekkert. Þ.e.a.s. stórum hluta af arði kvótans er hugsanlega sóað í baráttu við landsmenn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til einhvers gagnlegs. Þeir Íslendingar sem vilja halda í núverandi gjafakvóta vilja því ekki aðeins standa vörð um það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla mannréttindabrot heldur líka fórna efnahagslegri hagsæld. Það þurfa þeir að rökstyðja.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar