Hvaða eiginleikum búa leiðtogarnir yfir? 10. mars 2011 11:58 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Svarendur voru beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við viðkomandi eða ekki. „35,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þinghópsformann Hreyfingarinnar, hafa þann eiginleika að standa við eigin sannfæringu og 22,9% töldu hana í tengslum í almenning. Hins vegar voru eingöngu 1,1% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að Birgitta væri fæddur leiðtogi," segir í tilkynningu frá MMR um málið. Þá voru 36,6% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vera ákveðinn, 29,2% töldu hann sterkan einstakling, 25,8% sögðu hann vinna vel undir álagi. „Töluvert færri eða 9,5% þeirra sem tóku afstöðu töldu hins vegar að Steingrímur væri í tengslum við almenning," segir ennfremur.Jóhanna er ákveðin en skortir persónutöfra Helstu eiginleikar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eru sagðir vera þeir að hún er ákveðin og stendur við eigin sannfæringu en um 26% voru á þessari skoðun. „Aftur á móti voru einungis 5,4% sem töldu hana vera í tengslum við almenning og 1,8% töldu hana gædda persónutöfrum."Jón Gnarr borgarstjóri var á meðal þeirra sem spurt var um og taldi tæpur þriðjungur þeirra sem tóku afstöðu hann gæddan persónutöfrum eða heiðarlegan og um fjórðungur sagði hann í tengslum við almenning. „Á móti voru um og yfir fimm prósent þeirra sem tóku afstöðu sem töldu Jón sterkan einstakling (5,6%) eða ákveðinn (5,0%) og 3,5% þeirra sem tóku afstöðu töldu að Jón ynni vel undir álagi."Ekkert á við um Jöhönnu og Steingrím segir helmingur Tæpur fimmtungur þeirra sem tóku afstöðu sögðu Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, gæddan persónutöfrum og 17,1% sögðu hann vera sterkan einstakling. Einungis 7% voru hinsvegar á því að hann væri í tengslum við almenning. „Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, voru þeir stjórnmálamenn sem flestir, eða tæp 52% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu að byggju ekki yfir neinum af þeim eiginleikum sem spurt var um," segir að lokum. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR hefur kannað álit almennings til persónueiginleika nokkurra stjórnmálaleiðtoga. Svarendur voru beðnir um að meta hvort nokkur persónueinkenni ættu við viðkomandi eða ekki. „35,7% þeirra sem tóku afstöðu sem töldu Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þinghópsformann Hreyfingarinnar, hafa þann eiginleika að standa við eigin sannfæringu og 22,9% töldu hana í tengslum í almenning. Hins vegar voru eingöngu 1,1% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu að Birgitta væri fæddur leiðtogi," segir í tilkynningu frá MMR um málið. Þá voru 36,6% þeirra sem tóku afstöðu sem sögðu Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, vera ákveðinn, 29,2% töldu hann sterkan einstakling, 25,8% sögðu hann vinna vel undir álagi. „Töluvert færri eða 9,5% þeirra sem tóku afstöðu töldu hins vegar að Steingrímur væri í tengslum við almenning," segir ennfremur.Jóhanna er ákveðin en skortir persónutöfra Helstu eiginleikar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eru sagðir vera þeir að hún er ákveðin og stendur við eigin sannfæringu en um 26% voru á þessari skoðun. „Aftur á móti voru einungis 5,4% sem töldu hana vera í tengslum við almenning og 1,8% töldu hana gædda persónutöfrum."Jón Gnarr borgarstjóri var á meðal þeirra sem spurt var um og taldi tæpur þriðjungur þeirra sem tóku afstöðu hann gæddan persónutöfrum eða heiðarlegan og um fjórðungur sagði hann í tengslum við almenning. „Á móti voru um og yfir fimm prósent þeirra sem tóku afstöðu sem töldu Jón sterkan einstakling (5,6%) eða ákveðinn (5,0%) og 3,5% þeirra sem tóku afstöðu töldu að Jón ynni vel undir álagi."Ekkert á við um Jöhönnu og Steingrím segir helmingur Tæpur fimmtungur þeirra sem tóku afstöðu sögðu Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, gæddan persónutöfrum og 17,1% sögðu hann vera sterkan einstakling. Einungis 7% voru hinsvegar á því að hann væri í tengslum við almenning. „Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, voru þeir stjórnmálamenn sem flestir, eða tæp 52% þeirra sem tóku afstöðu, sögðu að byggju ekki yfir neinum af þeim eiginleikum sem spurt var um," segir að lokum.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira