Líknarþjónusta fyrir aldraða í 10 ár Bryndís Gestsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Í tilefni 10 ára afmælis líknardeildar aldraðra á Landakoti og fyrirhugaðrar lokunar hennar vegna niðurskurðar á fjárframlögum til Landspítala er gott að staldra við og horfa yfir farinn veg. Deildin var opnuð árið 2001 og var opnun hennar í takt við þá stefnumótun öldrunarsviðs að sérhæfa allar einingar innan þess. Ljóst var að legupláss vantaði fyrir aldraða sjúklinga með illkynja sjúkdóm á lokastigi þar sem unnt væri að veita þeim lífslokameðferð á skipulagðan og sérhæfðan hátt samkvæmt bestu þekkingu. Margir eru sammála um að líknarmeðferð sé áhrifarík leið til að auka gæði meðferðar við lífslok og hefur hún verið viðurkennd sem sérgrein innan hjúkrunar- og læknisfræðinnar víða um heim. Meginmarkmið hennar er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra með góðri einkennameðferð og fyrirbyggja þjáningar í stað þess að meðhöndla þær eingöngu þegar þær birtast. Ein af öldrunarlækningadeildum Landspítala á Landakoti tók að sér þetta hlutverk og á árunum 1998 til 2001 voru að jafnaði 2-4 legupláss frátekin til líknarmeðferðar. Reynslan sýndi að þörfin var mikil og ekki var unnt að verða við öllum beiðnum. Því var ákveðið að finna þjónustunni góðan stað og varð fimmta hæðin á Landakoti fyrir valinu. Á deildinni eru níu einbýli og var rík áhersla lögð á heimilislegt umhverfi við hönnun hennar. Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra studdi þær framkvæmdir á húsnæði sem gera þurfti en Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands gaf rafdrifin sjúkrarúm og annan húsbúnað á sjúkrastofur og hefur æ síðan stutt vel við starfsemina með ýmsum tækjakaupum. Styrktarsjóður Landakotsspítala gaf búnað í stofu, borðstofu og eldhús og þá hefur MND félagið reynst deildinni haukur í horni og fært henni ýmsar gjafir, svo sem í herbergi fyrir aðstandendur. Flestir sjúklinganna sem leggjast inn á deildina hafa illkynja mein en sjúklingum með aðra sjúkdóma, svo sem hjartabilun á lokastigi og hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi, hefur einnig verið sinnt. Þá hafa sumir komið til að fá einkennameðferð, svo sem verkjastillingu, og dvalið í skamman tíma og farið aftur heim. Meðalaldur sjúklinga er nú 81,4 ár og meðallegutími er 27 dagar. Um 100 einstaklingar leggjast inn á hverju ári og er forgangsraðað í hvert pláss sem losnar. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort aldraðir hafi minni þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð en þeir sem yngri eru. Sjúklingar við lífslok finna fyrir mörgum íþyngjandi sjúkdómseinkennum og annarri vanlíðan án tillits til aldurs en þó hafa rannsóknir til dæmis sýnt að aldraðir fá almennt minna af verkjalyfjum en yngri sjúklingar og eru oft með verki, sem er áhyggjuefni. Vitað er að aldraðir nota oft önnur orð til að lýsa verkjum en þeir sem yngri eru og finna ef til vill ekki samsvörun í spurningalistum um verkjamat og hefur það væntanlega áhrif á minni verkjalyfjagjöf þeirra. Einnig getur skert vitræn færni gert sjúklingum erfitt um vik að tjá sig. Oft á tíðum er litið á aldraða sem einsleitan hóp en þeir eru eins mismunandi og mennirnir eru margir rétt eins og við öll sem eigum vonandi eftir að eldast líka. Þeir eru oft á tíðum að glíma við þá sorg að vera við lok lífs, svipað og yngra fólk. Aldraðir veikir einstaklingar eru frábrugðnir yngri sjúklingum að því leyti að þeir hafa aldurstengdar breytingar og eru oftar með langvinna sjúkdóma. Þeir geta því verið að glíma við fleiri og flóknari vandamál og hafa auk þess iðulega skerta líkamlega og vitræna færni. Því miður ríkja oft fordómar eða ýmsar fyrir fram gerðar hugmyndir í garð aldraðra, úti í þjóðfélaginu, meðal heilbrigðisstarfsmanna og meðal aldraðra sjálfra. Margir halda því til dæmis fram að einkenni eins og slappleiki, lystarleysi, verkir og úthaldsleysi tilheyri auknum aldri og við því sé ekkert að gera. Hve oft höfum við ekki heyrt sagt að elli kerlingu fylgi verkir og fólk þurfi bara að læra að lifa með þeim. Slík vanlíðan getur haft áhrif á daglegt líf og skert lífsgæði fólks. Góð einkennameðferð skilar árangri, án tillits til aldurs. Öldruðum er að fjölga hlutfallslega og meðalaldur að hækka. Með hækkuðum aldri aukast líkurnar á krabbameinum og öðrum lífsógnandi sjúkdómum með þungbær sjúkdómseinkenni. Þörfin fyrir góða líknarþjónustu fyrir aldraða í nútíð og framtíð er því mikil og vaxandi. Eftir 10 ára sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir aldraða á Landakoti á að leggja þjónustuna af þrátt fyrir mikla þörf. Er ekki komið að því að við sem þegnar í þessu þjóðfélagi spyrjum okkur hvernig heilbrigðisþjónustu við ætlum að veita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í tilefni 10 ára afmælis líknardeildar aldraðra á Landakoti og fyrirhugaðrar lokunar hennar vegna niðurskurðar á fjárframlögum til Landspítala er gott að staldra við og horfa yfir farinn veg. Deildin var opnuð árið 2001 og var opnun hennar í takt við þá stefnumótun öldrunarsviðs að sérhæfa allar einingar innan þess. Ljóst var að legupláss vantaði fyrir aldraða sjúklinga með illkynja sjúkdóm á lokastigi þar sem unnt væri að veita þeim lífslokameðferð á skipulagðan og sérhæfðan hátt samkvæmt bestu þekkingu. Margir eru sammála um að líknarmeðferð sé áhrifarík leið til að auka gæði meðferðar við lífslok og hefur hún verið viðurkennd sem sérgrein innan hjúkrunar- og læknisfræðinnar víða um heim. Meginmarkmið hennar er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra með góðri einkennameðferð og fyrirbyggja þjáningar í stað þess að meðhöndla þær eingöngu þegar þær birtast. Ein af öldrunarlækningadeildum Landspítala á Landakoti tók að sér þetta hlutverk og á árunum 1998 til 2001 voru að jafnaði 2-4 legupláss frátekin til líknarmeðferðar. Reynslan sýndi að þörfin var mikil og ekki var unnt að verða við öllum beiðnum. Því var ákveðið að finna þjónustunni góðan stað og varð fimmta hæðin á Landakoti fyrir valinu. Á deildinni eru níu einbýli og var rík áhersla lögð á heimilislegt umhverfi við hönnun hennar. Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra studdi þær framkvæmdir á húsnæði sem gera þurfti en Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands gaf rafdrifin sjúkrarúm og annan húsbúnað á sjúkrastofur og hefur æ síðan stutt vel við starfsemina með ýmsum tækjakaupum. Styrktarsjóður Landakotsspítala gaf búnað í stofu, borðstofu og eldhús og þá hefur MND félagið reynst deildinni haukur í horni og fært henni ýmsar gjafir, svo sem í herbergi fyrir aðstandendur. Flestir sjúklinganna sem leggjast inn á deildina hafa illkynja mein en sjúklingum með aðra sjúkdóma, svo sem hjartabilun á lokastigi og hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi, hefur einnig verið sinnt. Þá hafa sumir komið til að fá einkennameðferð, svo sem verkjastillingu, og dvalið í skamman tíma og farið aftur heim. Meðalaldur sjúklinga er nú 81,4 ár og meðallegutími er 27 dagar. Um 100 einstaklingar leggjast inn á hverju ári og er forgangsraðað í hvert pláss sem losnar. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort aldraðir hafi minni þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð en þeir sem yngri eru. Sjúklingar við lífslok finna fyrir mörgum íþyngjandi sjúkdómseinkennum og annarri vanlíðan án tillits til aldurs en þó hafa rannsóknir til dæmis sýnt að aldraðir fá almennt minna af verkjalyfjum en yngri sjúklingar og eru oft með verki, sem er áhyggjuefni. Vitað er að aldraðir nota oft önnur orð til að lýsa verkjum en þeir sem yngri eru og finna ef til vill ekki samsvörun í spurningalistum um verkjamat og hefur það væntanlega áhrif á minni verkjalyfjagjöf þeirra. Einnig getur skert vitræn færni gert sjúklingum erfitt um vik að tjá sig. Oft á tíðum er litið á aldraða sem einsleitan hóp en þeir eru eins mismunandi og mennirnir eru margir rétt eins og við öll sem eigum vonandi eftir að eldast líka. Þeir eru oft á tíðum að glíma við þá sorg að vera við lok lífs, svipað og yngra fólk. Aldraðir veikir einstaklingar eru frábrugðnir yngri sjúklingum að því leyti að þeir hafa aldurstengdar breytingar og eru oftar með langvinna sjúkdóma. Þeir geta því verið að glíma við fleiri og flóknari vandamál og hafa auk þess iðulega skerta líkamlega og vitræna færni. Því miður ríkja oft fordómar eða ýmsar fyrir fram gerðar hugmyndir í garð aldraðra, úti í þjóðfélaginu, meðal heilbrigðisstarfsmanna og meðal aldraðra sjálfra. Margir halda því til dæmis fram að einkenni eins og slappleiki, lystarleysi, verkir og úthaldsleysi tilheyri auknum aldri og við því sé ekkert að gera. Hve oft höfum við ekki heyrt sagt að elli kerlingu fylgi verkir og fólk þurfi bara að læra að lifa með þeim. Slík vanlíðan getur haft áhrif á daglegt líf og skert lífsgæði fólks. Góð einkennameðferð skilar árangri, án tillits til aldurs. Öldruðum er að fjölga hlutfallslega og meðalaldur að hækka. Með hækkuðum aldri aukast líkurnar á krabbameinum og öðrum lífsógnandi sjúkdómum með þungbær sjúkdómseinkenni. Þörfin fyrir góða líknarþjónustu fyrir aldraða í nútíð og framtíð er því mikil og vaxandi. Eftir 10 ára sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir aldraða á Landakoti á að leggja þjónustuna af þrátt fyrir mikla þörf. Er ekki komið að því að við sem þegnar í þessu þjóðfélagi spyrjum okkur hvernig heilbrigðisþjónustu við ætlum að veita?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun