Höfundur Gamlingjans hrærður yfir viðtökunum 6. desember 2011 10:00 Metsöluhöfundur Jonas Jonasson hefur slegið í gegn um öll Norðurlönd og víðar með bók sinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Hann segist vera mikill aðdáandi Íslendingasagnanna og langar mjög að koma í heimsókn til Íslands. „Ég er undir miklum áhrifum frá Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Og er þess vegna mjög hrærður yfir vinsældum hennar á Íslandi, það skiptir mig miklu máli að þjóð sem hefur lesið og skrifað bækur í jafn langan tíma og þið skuli kunna að meta hana,“ segir Jonas Jonasson, höfundurbókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Jonas er höfundarnafn skáldsins, hann heitir réttu nafni Pär-Ola og varð fimmtugur í júlí, er fæddur í Växjö en hefur hreiðrað um sig á Gotlandi. Bókin hefur slegið rækilega í gegn á öllum Norðurlöndunum og víðar og selst í tólf þúsund eintökum hér á landi. Kvikmynd er í burðarliðunum og einhverjar þreifingar um gerð sjónvarpsþátta. Gamlinginn, eins og bókin er jafnan kölluð, segir sögu hins fjörgamla Allans Karlsson sem ákveður að flýja eigin afmælisveislu og halda út í heim. Þetta er fyrsta bók Jonasar sem rak áður fjölmiðlafyrirtæki í Svíþjóð. Dag einn ákvað hann hins vegar í samráði við unga fjölskyldu sína að selja fyrirtækið og flytja til Sviss. „Fyrirtækið hafði vaxið gríðarlega en ég ekki fylgt þeirri þróun eftir. Ég hafði alveg jafn miklar áhyggjur af ljósritunarvélunum og hvort þær virkuðu og þegar ég var bara einn. Ég var því næstum búinn að drepa mig á vinnu,“ segir Jonas sem sér ekki mikið eftir þeirri ákvörðun í dag. „Ég hefði að öllum líkindum ekki orðið rithöfundur ef ég hefði haldið áfram.“ Jonas er hins vegar fluttur aftur til Svíþjóðar og upplýsir að hann hafi þurft að standa í skilnaði og forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína. „Þetta hefur haft smá áhrif á skrif mín og næstu bók. En þegar ég hef getað einbeitt mér að skrifunum þá hefur það verið ánægjulegt og gaman.“ Jonas segir að hann væri klikkaður ef hann hefði ekki orðið gáttaður á velgengni bókarinnar. „Ég var fyrst og fremst glaður yfir því að einhver skyldi vilja gefa bókina út. Hitt hefur bara verið bónus,“ segir Jonas og rifjar upp að hann hafi sent uppkast að bókinni til nokkurra ættingja sinna til að forvitnast hvað þeim fyndist um hana. Einn þeirra var Hans frændi, sem er víst annálaður fýlupoki og hefur ekki sagt neitt fallegt við einn eða neinn. „Hann sagðist hafa lesið verri skít en þetta. Mér þótti vænt um hans álit og mér þykir reyndar mjög vænt um hann.“ Jonas segist ekki finna fyrir mikilli pressu hvað næstu bók varðar þrátt fyrir velgengni frumburðarins. „Útgefandinn minn sagði reyndar að næsta bók yrði að vera tíu sinnum betri en sú fyrsta, ég þakkaði henni bara pent fyrir hvatningarorðin.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
„Ég er undir miklum áhrifum frá Njálu og Gunnlaugs sögu ormstungu. Og er þess vegna mjög hrærður yfir vinsældum hennar á Íslandi, það skiptir mig miklu máli að þjóð sem hefur lesið og skrifað bækur í jafn langan tíma og þið skuli kunna að meta hana,“ segir Jonas Jonasson, höfundurbókarinnar Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Jonas er höfundarnafn skáldsins, hann heitir réttu nafni Pär-Ola og varð fimmtugur í júlí, er fæddur í Växjö en hefur hreiðrað um sig á Gotlandi. Bókin hefur slegið rækilega í gegn á öllum Norðurlöndunum og víðar og selst í tólf þúsund eintökum hér á landi. Kvikmynd er í burðarliðunum og einhverjar þreifingar um gerð sjónvarpsþátta. Gamlinginn, eins og bókin er jafnan kölluð, segir sögu hins fjörgamla Allans Karlsson sem ákveður að flýja eigin afmælisveislu og halda út í heim. Þetta er fyrsta bók Jonasar sem rak áður fjölmiðlafyrirtæki í Svíþjóð. Dag einn ákvað hann hins vegar í samráði við unga fjölskyldu sína að selja fyrirtækið og flytja til Sviss. „Fyrirtækið hafði vaxið gríðarlega en ég ekki fylgt þeirri þróun eftir. Ég hafði alveg jafn miklar áhyggjur af ljósritunarvélunum og hvort þær virkuðu og þegar ég var bara einn. Ég var því næstum búinn að drepa mig á vinnu,“ segir Jonas sem sér ekki mikið eftir þeirri ákvörðun í dag. „Ég hefði að öllum líkindum ekki orðið rithöfundur ef ég hefði haldið áfram.“ Jonas er hins vegar fluttur aftur til Svíþjóðar og upplýsir að hann hafi þurft að standa í skilnaði og forræðisdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína. „Þetta hefur haft smá áhrif á skrif mín og næstu bók. En þegar ég hef getað einbeitt mér að skrifunum þá hefur það verið ánægjulegt og gaman.“ Jonas segir að hann væri klikkaður ef hann hefði ekki orðið gáttaður á velgengni bókarinnar. „Ég var fyrst og fremst glaður yfir því að einhver skyldi vilja gefa bókina út. Hitt hefur bara verið bónus,“ segir Jonas og rifjar upp að hann hafi sent uppkast að bókinni til nokkurra ættingja sinna til að forvitnast hvað þeim fyndist um hana. Einn þeirra var Hans frændi, sem er víst annálaður fýlupoki og hefur ekki sagt neitt fallegt við einn eða neinn. „Hann sagðist hafa lesið verri skít en þetta. Mér þótti vænt um hans álit og mér þykir reyndar mjög vænt um hann.“ Jonas segist ekki finna fyrir mikilli pressu hvað næstu bók varðar þrátt fyrir velgengni frumburðarins. „Útgefandinn minn sagði reyndar að næsta bók yrði að vera tíu sinnum betri en sú fyrsta, ég þakkaði henni bara pent fyrir hvatningarorðin.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið