Enski boltinn

Mancini vill losna við Tevez: Mikilvægt að selja hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur sett pressu á það að félagið selji Carlos Tevez í janúar frekar en að lána hann. AC Milan hefur áhuga á argentínska framherjanum en hefur aðeins áhuga á að fá hann að láni.

„Ég veit ekki hver staðan er á Carlos á þessari stundu en ég tel að það sé mikilvægt fyrir okkur að ná að selja hann," sagði Roberto Mancini.

„Við verðum að ná að selja hann, bæði fyrir hann sjálfan og fyrir klúbbinn. Ef hann á möguleika á því að fara til Ítalíu þá er ég ánægður fyrir hans hönd," sagði Mancini.

Carlos Tevez hefur ekkert spilað eða æft með Manchester City síðan að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti Bayern München í september. Tevez hefur síðan eytt síðustu vikum í leyfisleysi í Argentínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×