Efnislega umræðu um ESB-aðild Elvar Örn Arason skrifar 26. janúar 2011 09:39 Fyrir síðustu alþingiskosningar voru Samfylking, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin með á stefnuskrá sinni að hefja samningaviðræður við Evrópusambandið og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamninginn. Frá því að meirihluti þingmanna kaus að hefja samningaviðræður hefur lítill tími farið í málefnalega umræðu um kosti og galla aðildar. Í vetur hafa andstæðingar sambandsins eytt mestu púðri í að tala um aðlögun Íslands að sambandinu, tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort draga eigi umsóknina til baka. Nýlegar skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um aðild að loknum samningaviðræðum. Á hinn bóginn er ríflega helmingur kjósenda á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á þessum tímapunkti má segja að þetta endurspegli skynsama afstöðu kjósenda enda er ekki búið að semja og efnisleg umræða um samninginn hefur ekki átt sér stað. Sjálfsmynd Íslendinga er evrópsk og almennt skipum við okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst fyrst og fremst um pólitíska framtíðarsýn. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Frá árinu 1994 hefur Ísland verið tæknilega aukaaðili að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Það þýðir að við tökum upp stóran hluta regluverksins, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Nú er tími til kominn að umræðan fari að snúast um þau málefni sem mestu máli skipta. Þau veigamestu eru sjávarútvegs-, neytenda-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldeyrismál, einnig þarf að eiga sér stað umræða um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fullveldið á tímum hnattvæðingar. Mikilvægt er að við förum að tala um þær umbætur á íslensku samfélagi sem þurfa að eiga sér stað alveg óháð því hvort að við göngum í sambandið eða ekki. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var mikið fjallað um nauðsyn þess að efla stjórnkerfið á Íslandi. Einhendum okkur í þær umbætur sem eru nauðsynlegar og látum aðrar bíða, þar til að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Hefjum málefnalega umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu alþingiskosningar voru Samfylking, Framsóknarflokkur og Borgarahreyfingin með á stefnuskrá sinni að hefja samningaviðræður við Evrópusambandið og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarsamninginn. Frá því að meirihluti þingmanna kaus að hefja samningaviðræður hefur lítill tími farið í málefnalega umræðu um kosti og galla aðildar. Í vetur hafa andstæðingar sambandsins eytt mestu púðri í að tala um aðlögun Íslands að sambandinu, tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu eða hvort draga eigi umsóknina til baka. Nýlegar skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um aðild að loknum samningaviðræðum. Á hinn bóginn er ríflega helmingur kjósenda á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Á þessum tímapunkti má segja að þetta endurspegli skynsama afstöðu kjósenda enda er ekki búið að semja og efnisleg umræða um samninginn hefur ekki átt sér stað. Sjálfsmynd Íslendinga er evrópsk og almennt skipum við okkur á bekk með öðrum Evrópuþjóðum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst fyrst og fremst um pólitíska framtíðarsýn. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum sem ekki hefur haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi virkan þátt í Evrópusamstarfinu. Frá árinu 1994 hefur Ísland verið tæknilega aukaaðili að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Það þýðir að við tökum upp stóran hluta regluverksins, án þess að sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Nú er tími til kominn að umræðan fari að snúast um þau málefni sem mestu máli skipta. Þau veigamestu eru sjávarútvegs-, neytenda-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldeyrismál, einnig þarf að eiga sér stað umræða um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og fullveldið á tímum hnattvæðingar. Mikilvægt er að við förum að tala um þær umbætur á íslensku samfélagi sem þurfa að eiga sér stað alveg óháð því hvort að við göngum í sambandið eða ekki. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var mikið fjallað um nauðsyn þess að efla stjórnkerfið á Íslandi. Einhendum okkur í þær umbætur sem eru nauðsynlegar og látum aðrar bíða, þar til að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar liggur fyrir. Kjósendur eiga rétt á því að fá að sjá aðildarsamning við ESB, meta kosti hans og galla og greiða um hann atkvæði. Hefjum málefnalega umræðu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar