Gaman að vinna hjá ÍTR Hera Sigurðardóttir og Unnur Gísladóttir skrifar 11. maí 2011 06:00 Hera Sigurðardóttir og Unnur Gísladóttir Samþykkt hefur verið í borgarráði að sameina tómstundasvið ÍTR og menntasvið Reykjavíkurborgar. Í umræðunni hefur mikið verið rætt um frístundaheimilin en þau sinna frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. Tómstundasvið ÍTR inniheldur einnig félagsmiðstöðvar fyrir 10-16 ára börn og unglinga, frístundaklúbba fyrir 6-16 ára börn og unglinga með fatlanir og Hitt Húsið sem sinnir starfi fyrir 16-25 ára ungmenni. Borginni er skipt upp í 6 frístundamiðstövar sem settar voru á laggirnar ein af annarri uppúr 2000. Síðan þá hefur starfinu fleygt fram í þróun fagvitundar, eflingu mannauðs, hækkun á menntunarstigi starfsmanna og fjölgun félagsmiðstöðva. Það er gefandi og gaman að vinna í félagsmiðstöð og þeir sem hafa fengið tækifæri til starfa með unglingum hjá ÍTR geta vottað það að andinn sem þar ríkir nærir mann á einhvern hátt sem erfitt er að útskýra ókunnugum. Þetta er vinnuumhverfi þar sem fólk fær að nýta hæfileika sína, menntun og áhugamál. Það er hvatt til að hugsa skapandi, boðleiðir eru stuttar og þar af leiðandi auðvelt að hafa áhrif. Það er því engin furða að ÍTR skorar hátt á viðhorfskönnunum þjónustuþega starfsins. Unglingar, foreldrar og starfsfólk eru ánægð með ÍTR. Það hefur ekki farið eins hátt hvað verður um alla þessa starfsemi og þykir okkur það óásættanlegt. Þar sem við höfum áralanga reynslu af starfi með unglingum í félagsmiðstöðvum langar okkur að varpa fram nokkrum spurningum um hvað þessi sameining felur í sér fyrir frístundastarf með unglingum í borginni okkar með tilliti til þróunnar fagsins undanfarin ár. Hvað felur þessi sameining í sér? Mun starfið halda áfram í óbreyttri mynd? Hvað verður um frístundamiðstöðvarnar sem hafa eytt miklum tíma og peningum í að sérhæfa sig og sitt starfsfólk í að vinna eftir ákveðnum hugmyndafræðum? Hvað verður um sumarstarf félagsmiðstöðvanna? Hvað verður um sérhæfð verkefni og starf með 16 ára og eldri? Hvar er verið að spara? Það sem einkennir starfsfólk ÍTR er að það er móttækilegt fyrir nýjum hugmyndum, alltaf til í að takast á við ný verkefni, endurskoðun og endurlit. Við erum tilbúin að skoða jákvæðar breytingar en við erum ekki tilbúin til að fórna þróun síðustu 25 ára, metnaðarfullri uppbyggingu faglegs frítíma og fagstarfi fyrir vanhugsaða og illa kynnta sameiningu sviða sem gæti hugsanlega orðið til að við séum að taka skref aftur á bak í stað þess að stíga fram á við. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Hera Sigurðardóttir og Unnur Gísladóttir Samþykkt hefur verið í borgarráði að sameina tómstundasvið ÍTR og menntasvið Reykjavíkurborgar. Í umræðunni hefur mikið verið rætt um frístundaheimilin en þau sinna frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn. Tómstundasvið ÍTR inniheldur einnig félagsmiðstöðvar fyrir 10-16 ára börn og unglinga, frístundaklúbba fyrir 6-16 ára börn og unglinga með fatlanir og Hitt Húsið sem sinnir starfi fyrir 16-25 ára ungmenni. Borginni er skipt upp í 6 frístundamiðstövar sem settar voru á laggirnar ein af annarri uppúr 2000. Síðan þá hefur starfinu fleygt fram í þróun fagvitundar, eflingu mannauðs, hækkun á menntunarstigi starfsmanna og fjölgun félagsmiðstöðva. Það er gefandi og gaman að vinna í félagsmiðstöð og þeir sem hafa fengið tækifæri til starfa með unglingum hjá ÍTR geta vottað það að andinn sem þar ríkir nærir mann á einhvern hátt sem erfitt er að útskýra ókunnugum. Þetta er vinnuumhverfi þar sem fólk fær að nýta hæfileika sína, menntun og áhugamál. Það er hvatt til að hugsa skapandi, boðleiðir eru stuttar og þar af leiðandi auðvelt að hafa áhrif. Það er því engin furða að ÍTR skorar hátt á viðhorfskönnunum þjónustuþega starfsins. Unglingar, foreldrar og starfsfólk eru ánægð með ÍTR. Það hefur ekki farið eins hátt hvað verður um alla þessa starfsemi og þykir okkur það óásættanlegt. Þar sem við höfum áralanga reynslu af starfi með unglingum í félagsmiðstöðvum langar okkur að varpa fram nokkrum spurningum um hvað þessi sameining felur í sér fyrir frístundastarf með unglingum í borginni okkar með tilliti til þróunnar fagsins undanfarin ár. Hvað felur þessi sameining í sér? Mun starfið halda áfram í óbreyttri mynd? Hvað verður um frístundamiðstöðvarnar sem hafa eytt miklum tíma og peningum í að sérhæfa sig og sitt starfsfólk í að vinna eftir ákveðnum hugmyndafræðum? Hvað verður um sumarstarf félagsmiðstöðvanna? Hvað verður um sérhæfð verkefni og starf með 16 ára og eldri? Hvar er verið að spara? Það sem einkennir starfsfólk ÍTR er að það er móttækilegt fyrir nýjum hugmyndum, alltaf til í að takast á við ný verkefni, endurskoðun og endurlit. Við erum tilbúin að skoða jákvæðar breytingar en við erum ekki tilbúin til að fórna þróun síðustu 25 ára, metnaðarfullri uppbyggingu faglegs frítíma og fagstarfi fyrir vanhugsaða og illa kynnta sameiningu sviða sem gæti hugsanlega orðið til að við séum að taka skref aftur á bak í stað þess að stíga fram á við. Eða hvað?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar