Erlent

Verslunaræði eftir að Nike opinberaði nýja skó

Air Jordan 11 Retro Concords
Air Jordan 11 Retro Concords mynd/AP
Nýir íþróttaskór hafa valdið miklum usla í Bandaríkjunum. Nike opinberaði nýjustu týpu af Air Jordan skónum í vikunni og hafa raðir myndast víðsvegar um Bandaríkin.

Kalla þurfti á aðstoð frá lögreglu í Indíana, Texas, Flórída og víðar eftir að örvæntingarfullir viðskiptavinir höfðu fengið nóg af biðinni.

Í Indíana handtók lögreglan nokkra kaupendur eftir að þeir rifu niður hurðir verslunarmiðstöðvar. Hið sama var upp á teningnum í Atlanta en þar voru fjórir handteknir eftir að þeir reyndu að brjótast inn í íþróttavörubúðir.

Lögreglan í Flórída þurfti að sprauta piparúða yfir viðskiptavini í verslunarmiðstöð.

Air Jordan skórnir eru gríðarlega vinsælir. Parið kostar 180 dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×