Niðurskurður hjá Strætó bitnar á Landspítalanum Erla Hlynsdóttir skrifar 17. janúar 2011 13:11 Fjöldi starfsmanna Landspítalans treystir á almenningssamgöngur til að komast í og úr vinnu Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum. Leiðakerfi Strætó bs. tekur breytingum í lok febrúar. Þá munu vagnar almennt hætta að ganga um klukkustund fyrr á kvöldin. Á laugardagsmorgnum byrja vagnarnir síðan að ganga um tveimur klukkustundum síðar en þeir gera samkvæmt núgildandi kerfi.Ákvæði í kjarasamningum Kvöldvöktum á Landspítalanum lýkur klukkan hálf tólf á kvöldin og hafa starfsmenn getað tekið síðustu vagna heim til sín á kvöldin. Eftir breytinguna hætta strætisvagnar að ganga áður en kvöldvöktunum lýkur. Þeir starfsmenn sem vinna morgunvaktir á laugardögum ná heldur ekki að taka strætó í vinnuna eftir að breytingarnar taka gildi. Algengur texti í kjarasamningum opinberra starfsmanna hljóðar svo: „Hefjist vinnutími starfsmanns eða sé hann kallaður til vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki, skal honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. Sama gildir um lok vinnutíma." Erna segir að hjá vaktavinnufólki á Landspítalanum reyni mikið á þessi ákvæði. „Tilfærsla á þjónustutíma almenningssamgangna hefur því í för með sér óhagræði fyrir starfsmenn og aukinn tilkostnað hjá Landspítala," segir hún.Fleiri leigubílar Landspítalinn hefur greitt leigubílakostnað fyrir starfsfólk sitt sem þarf að mæta til vinnu utan þess tíma sem strætisvagnar ganga. Því er ljóst að kostnaður Landspítalans vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu eykst til muna eftir að þjónusta Strætó bs. verður skert. Áætlað er að nýtt leiðakerfi Strætó bs. taki gildi þann 27. Febrúar 2011. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á leiðakerfi Strætó bs. munu hafa í för með sér óhagræði fyrir starfsfólk Landspítalans og aukinn kostnað fyrir spítalann. Erna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans, hefur sent erindi til Strætó bs. þar sem hún vekur athygli á þessum atriðum. Leiðakerfi Strætó bs. tekur breytingum í lok febrúar. Þá munu vagnar almennt hætta að ganga um klukkustund fyrr á kvöldin. Á laugardagsmorgnum byrja vagnarnir síðan að ganga um tveimur klukkustundum síðar en þeir gera samkvæmt núgildandi kerfi.Ákvæði í kjarasamningum Kvöldvöktum á Landspítalanum lýkur klukkan hálf tólf á kvöldin og hafa starfsmenn getað tekið síðustu vagna heim til sín á kvöldin. Eftir breytinguna hætta strætisvagnar að ganga áður en kvöldvöktunum lýkur. Þeir starfsmenn sem vinna morgunvaktir á laugardögum ná heldur ekki að taka strætó í vinnuna eftir að breytingarnar taka gildi. Algengur texti í kjarasamningum opinberra starfsmanna hljóðar svo: „Hefjist vinnutími starfsmanns eða sé hann kallaður til vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki, skal honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður. Sama gildir um lok vinnutíma." Erna segir að hjá vaktavinnufólki á Landspítalanum reyni mikið á þessi ákvæði. „Tilfærsla á þjónustutíma almenningssamgangna hefur því í för með sér óhagræði fyrir starfsmenn og aukinn tilkostnað hjá Landspítala," segir hún.Fleiri leigubílar Landspítalinn hefur greitt leigubílakostnað fyrir starfsfólk sitt sem þarf að mæta til vinnu utan þess tíma sem strætisvagnar ganga. Því er ljóst að kostnaður Landspítalans vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu eykst til muna eftir að þjónusta Strætó bs. verður skert. Áætlað er að nýtt leiðakerfi Strætó bs. taki gildi þann 27. Febrúar 2011.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira