Skilyrði Orkustofnunar gæti seinkað Reykjanesvirkjun 19. janúar 2011 18:45 Skilyrði sem Orkustofnun hefur sett fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar eykur virkjunarkostnað og gæti seinkað framkvæmdum. Smíði álversins í Helguvík hangir á spýtunni.Stækkun Reykjanesvirkjunar um 80 megavött átti að vera fyrsta verkefnið til að útvega raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Það hefur hins vegar dregist að HS Orka fengi virkjunarleyfi þar sem sérfræðingar Orkustofnunar hafa efast um að jarðhitasvæðið stæði undir meiri orkuvinnslu.Nýjasta borholan á Reykjanesi, sem látin var blása í haust, hefur ekki náð að eyða þessum efasemdum að fullu. Engu að síður ákvað Orkustofnun fyrir áramót að kynna HS Orku drög að virkjunarleyfi. Þar er, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, meðal annars sett það skilyrði fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar að orkan, sem fóðra á virkjunina, verði sótt í stærri jarðhitageymi en áður var áformað í því skyni að tryggja betur nægilega orkugetu til framtíðar.Viðræður standa nú yfir milli Orkustofnunar og HS Orku um hvernig þessu skilyrði verður mætt. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir ljóst að þetta þýði meiri kostnað og hugsanlega seinkun framkvæmda. Hann segir þó ekki hægt að nefna neinar tölur né tímaáætlanir í því sambandi.Skilyrðið veldur því meðal annars að bora þarf dýpri holur og hugsanlega einnig fleiri skáboraðar holur. Kostnaður við einstaka borholur gæti þannig hækkað úr 300 milljónum króna upp í 500 milljónir. Þar sem áformað er að bora allt að tíu holur í viðbót má ætla að aukakostnaður gæti skipt verulegum fjárhæðum.Þá er ekki ljóst hvort þetta kallar á nýtt skipulagsferli og umhverfismat, en slíkt gæti valdið verulegri seinkun. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Skilyrði sem Orkustofnun hefur sett fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar eykur virkjunarkostnað og gæti seinkað framkvæmdum. Smíði álversins í Helguvík hangir á spýtunni.Stækkun Reykjanesvirkjunar um 80 megavött átti að vera fyrsta verkefnið til að útvega raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Það hefur hins vegar dregist að HS Orka fengi virkjunarleyfi þar sem sérfræðingar Orkustofnunar hafa efast um að jarðhitasvæðið stæði undir meiri orkuvinnslu.Nýjasta borholan á Reykjanesi, sem látin var blása í haust, hefur ekki náð að eyða þessum efasemdum að fullu. Engu að síður ákvað Orkustofnun fyrir áramót að kynna HS Orku drög að virkjunarleyfi. Þar er, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, meðal annars sett það skilyrði fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar að orkan, sem fóðra á virkjunina, verði sótt í stærri jarðhitageymi en áður var áformað í því skyni að tryggja betur nægilega orkugetu til framtíðar.Viðræður standa nú yfir milli Orkustofnunar og HS Orku um hvernig þessu skilyrði verður mætt. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir ljóst að þetta þýði meiri kostnað og hugsanlega seinkun framkvæmda. Hann segir þó ekki hægt að nefna neinar tölur né tímaáætlanir í því sambandi.Skilyrðið veldur því meðal annars að bora þarf dýpri holur og hugsanlega einnig fleiri skáboraðar holur. Kostnaður við einstaka borholur gæti þannig hækkað úr 300 milljónum króna upp í 500 milljónir. Þar sem áformað er að bora allt að tíu holur í viðbót má ætla að aukakostnaður gæti skipt verulegum fjárhæðum.Þá er ekki ljóst hvort þetta kallar á nýtt skipulagsferli og umhverfismat, en slíkt gæti valdið verulegri seinkun.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira