Ríkisstjórnarsamstarfið Magnús Orri Schram skrifar 10. janúar 2011 06:00 Þegar tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn fara fram samningaviðræður til að móta sameiginlega stefnu og á þeim grunni er gerður stjórnarsáttmáli. Við gerð hans fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Engin skoðanakúgun á sér stað, heldur reyna aðilar að finna lendingu sem myndar grundvöll samstarfs. Slíkt átti sér stað við gerð stefnuplaggs ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. Við sem erum hægra megin í stuðningsliðinu höfum hins vegar stundum verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Markviss uppbygging í atvinnulífi, mikilvægi erlendrar fjárfestingar og áhersla á sparnað í ríkisrekstri í stað skattahækkana hafa gjarnan mætt litlum skilningi samstarfsflokksins og málamiðlunin sem fylgir samstarfinu er manni ekki alltaf að skapi. En stoltur getur maður hins vegar staðið á bakvið mörg verk þessarar stjórnar. Við höfum náð ótrúlegum árangri í rekstri ríkisins og á tímum mestu efnahagsþrenginga sögunnar hefur ríkisstjórninni tekist að tryggja að þeir tekjulægstu verða fyrir minnstu skerðingu kaupmáttar. Þá eru útgjöld til velferðarmála hærri 2011 en þau voru 2007. Í stjórnarsáttmálanum var kveðið á um að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu og bera síðan samninginn undir þjóðaratkvæði. Öllum var það ljóst að það var lykilforsenda Samfylkingar til að taka þátt í myndum þessarar ríkisstjórnar. Stjórnarsáttmálinn var síðan samþykktur í viðeigandi stofnunum hjá báðum flokkunum . Að okkar mati var löngu orðið tímabært að kanna möguleika á hagstæðum samningum við ESB um sjávarútveg og landbúnað, um leið og við freistuðum þess að losa þjóðina undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Umsóknin um ESB er mikilvægasta hagsmunamál almennings og fyrirtækja á Íslandi og þess vegna munum við jafnaðarmenn aldrei hlaupa frá því verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn fara fram samningaviðræður til að móta sameiginlega stefnu og á þeim grunni er gerður stjórnarsáttmáli. Við gerð hans fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Engin skoðanakúgun á sér stað, heldur reyna aðilar að finna lendingu sem myndar grundvöll samstarfs. Slíkt átti sér stað við gerð stefnuplaggs ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. Við sem erum hægra megin í stuðningsliðinu höfum hins vegar stundum verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Markviss uppbygging í atvinnulífi, mikilvægi erlendrar fjárfestingar og áhersla á sparnað í ríkisrekstri í stað skattahækkana hafa gjarnan mætt litlum skilningi samstarfsflokksins og málamiðlunin sem fylgir samstarfinu er manni ekki alltaf að skapi. En stoltur getur maður hins vegar staðið á bakvið mörg verk þessarar stjórnar. Við höfum náð ótrúlegum árangri í rekstri ríkisins og á tímum mestu efnahagsþrenginga sögunnar hefur ríkisstjórninni tekist að tryggja að þeir tekjulægstu verða fyrir minnstu skerðingu kaupmáttar. Þá eru útgjöld til velferðarmála hærri 2011 en þau voru 2007. Í stjórnarsáttmálanum var kveðið á um að sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu og bera síðan samninginn undir þjóðaratkvæði. Öllum var það ljóst að það var lykilforsenda Samfylkingar til að taka þátt í myndum þessarar ríkisstjórnar. Stjórnarsáttmálinn var síðan samþykktur í viðeigandi stofnunum hjá báðum flokkunum . Að okkar mati var löngu orðið tímabært að kanna möguleika á hagstæðum samningum við ESB um sjávarútveg og landbúnað, um leið og við freistuðum þess að losa þjóðina undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Umsóknin um ESB er mikilvægasta hagsmunamál almennings og fyrirtækja á Íslandi og þess vegna munum við jafnaðarmenn aldrei hlaupa frá því verkefni.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar