Uppbygging afreka Ólafur E. Rafnsson skrifar 27. janúar 2011 06:00 Það er býsna ánægjulegt að fylgjast með því hvernig íslenska þjóðin hefur hrifist með baráttu og árangri strákanna okkar í handknattleikslandsliðinu - enn einu sinni. Götur eru auðar á meðan útsendingar frá leikjum standa yfir, og samfélagið allt frá leikskólum til elliheimila er undirlagt. En árangur í afreksíþróttum verður ekki til á einni viku. Medalíur falla ekki af himnum ofan. Um er að ræða langtímauppbyggingu sem byggir á skipulegu og heildstæðu kerfi frá grasrót til topps píramídans. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi hvors hluta píramídans fyrir hinn - efniviðurinn kemur úr grasrótinni en fyrirmyndirnar úr afrekunum. Þetta má ekki slíta í sundur. Þegar afreksfólk okkar kemur heim með verðlaun af alþjóðlegum vettvangi í farteskinu fagnar þjóðin, og fulltrúar stjórnvalda standa þar jafnan fremstir í flokki. Því ber auðvitað að fagna - en á sama tíma höfum við hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands biðlað til stjórnvalda um að taka virkari þátt í að byggja upp þann árangur sem fagnað er. Annað er sagan um litlu gulu hænuna. Nýlega úthlutaði ÍSÍ fjármunum til afreksmála. Þau framlög eru skammarlega lág, og tilfinning afsökunar er hið eina sem fylgir til íþróttafólksins okkar, sem hefur fært svo miklar fórnir. Framlög ríkisvaldsins til uppbyggingar afreka í íþróttum eru í raun smánarleg. Árið 2003 var síðast gerður samningur við ráðuneytið upp á 30 milljónir króna, en sá samningur - óverðbættur - rann út í árslok 2008, rétt eftir að þjóðin hafði stigið niður af Arnarhóli eftir að hafa fagnað silfurdrengjunum okkar frá Peking, og rétt eftir efnahagshrun. Framlög ríkisvaldsins - nú átta árum síðar - nema 24,7 milljónum á fjárlögum. Þrátt fyrir að veruleg fjölgun iðkenda hafi orðið, og nýjar íþróttagreinar og ný sérsambönd hafi litið dagsins ljós. Á sama tíma hefur íslenskt íþróttafólk náð einstæðum árangri á Evrópu- og heimsvísu í mörgum íþróttagreinum bæði karla og kvenna. Hættan er sú að menn líti á þetta sem sjálfbæran árangur. En svo er ekki, veruleg hætta er á að skerðing núverandi framlaga höggvi stór skörð í árangur komandi ára. En það er e.t.v. ekki eðli stjórnmála að hafa áhyggjur af framtíðinni handan næstu kosninga. Íslenskt íþróttafólk er í senn bestu og ódýrustu sendiherrar sem land og þjóð á völ á. Við eigum fjölda íþróttastjarna erlendis sem daglega eru áberandi í fjölmiðlum og bera hróður Íslands af stolti. Íslenska ríkið ber engan kostnað af þessu útbreiðslu- og landkynningarstarfi - og það sem verra er, hefur í raun ekki heldur borið kostnað af því að skapa viðunandi umgjörð til að afreksfólkið okkar nái þeim árangri sem raun ber vitni. Hversu margar tilvonandi íþróttahetjur á Íslandi skyldu aldrei hafa komist á alþjóðlegan stall vegna skorts á fjárframlögum? Það hlýtur að vera okkur umhugsunarefni. Ég hvet alla Íslendinga til að sameinast áfram í stuðningi við strákana okkar í Svíþjóð - sem og allt okkar afreksfólk á alþjóðavettvangi. Ég hvet alla kjörna fulltrúa stjórnvalda til þess að íhuga vel af hvaða einlægni við hyggjumst fagna næstu tímamótum afreka við heimkomu - og hversu stolt við ætlum að vera af því að hafa átt þátt í því að styðja við þann árangur. Það geislar smitandi stolt og barátta af handknattleikslandsliðinu. Ef samfélag okkar sýnir sama stolt yfir því að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar og strákarnir okkar í Svíþjóð - og berjast jafn ötullega fyrir árangri og úrslitum - þá þarf þessi þjóð engu að kvíða. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er býsna ánægjulegt að fylgjast með því hvernig íslenska þjóðin hefur hrifist með baráttu og árangri strákanna okkar í handknattleikslandsliðinu - enn einu sinni. Götur eru auðar á meðan útsendingar frá leikjum standa yfir, og samfélagið allt frá leikskólum til elliheimila er undirlagt. En árangur í afreksíþróttum verður ekki til á einni viku. Medalíur falla ekki af himnum ofan. Um er að ræða langtímauppbyggingu sem byggir á skipulegu og heildstæðu kerfi frá grasrót til topps píramídans. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir mikilvægi hvors hluta píramídans fyrir hinn - efniviðurinn kemur úr grasrótinni en fyrirmyndirnar úr afrekunum. Þetta má ekki slíta í sundur. Þegar afreksfólk okkar kemur heim með verðlaun af alþjóðlegum vettvangi í farteskinu fagnar þjóðin, og fulltrúar stjórnvalda standa þar jafnan fremstir í flokki. Því ber auðvitað að fagna - en á sama tíma höfum við hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands biðlað til stjórnvalda um að taka virkari þátt í að byggja upp þann árangur sem fagnað er. Annað er sagan um litlu gulu hænuna. Nýlega úthlutaði ÍSÍ fjármunum til afreksmála. Þau framlög eru skammarlega lág, og tilfinning afsökunar er hið eina sem fylgir til íþróttafólksins okkar, sem hefur fært svo miklar fórnir. Framlög ríkisvaldsins til uppbyggingar afreka í íþróttum eru í raun smánarleg. Árið 2003 var síðast gerður samningur við ráðuneytið upp á 30 milljónir króna, en sá samningur - óverðbættur - rann út í árslok 2008, rétt eftir að þjóðin hafði stigið niður af Arnarhóli eftir að hafa fagnað silfurdrengjunum okkar frá Peking, og rétt eftir efnahagshrun. Framlög ríkisvaldsins - nú átta árum síðar - nema 24,7 milljónum á fjárlögum. Þrátt fyrir að veruleg fjölgun iðkenda hafi orðið, og nýjar íþróttagreinar og ný sérsambönd hafi litið dagsins ljós. Á sama tíma hefur íslenskt íþróttafólk náð einstæðum árangri á Evrópu- og heimsvísu í mörgum íþróttagreinum bæði karla og kvenna. Hættan er sú að menn líti á þetta sem sjálfbæran árangur. En svo er ekki, veruleg hætta er á að skerðing núverandi framlaga höggvi stór skörð í árangur komandi ára. En það er e.t.v. ekki eðli stjórnmála að hafa áhyggjur af framtíðinni handan næstu kosninga. Íslenskt íþróttafólk er í senn bestu og ódýrustu sendiherrar sem land og þjóð á völ á. Við eigum fjölda íþróttastjarna erlendis sem daglega eru áberandi í fjölmiðlum og bera hróður Íslands af stolti. Íslenska ríkið ber engan kostnað af þessu útbreiðslu- og landkynningarstarfi - og það sem verra er, hefur í raun ekki heldur borið kostnað af því að skapa viðunandi umgjörð til að afreksfólkið okkar nái þeim árangri sem raun ber vitni. Hversu margar tilvonandi íþróttahetjur á Íslandi skyldu aldrei hafa komist á alþjóðlegan stall vegna skorts á fjárframlögum? Það hlýtur að vera okkur umhugsunarefni. Ég hvet alla Íslendinga til að sameinast áfram í stuðningi við strákana okkar í Svíþjóð - sem og allt okkar afreksfólk á alþjóðavettvangi. Ég hvet alla kjörna fulltrúa stjórnvalda til þess að íhuga vel af hvaða einlægni við hyggjumst fagna næstu tímamótum afreka við heimkomu - og hversu stolt við ætlum að vera af því að hafa átt þátt í því að styðja við þann árangur. Það geislar smitandi stolt og barátta af handknattleikslandsliðinu. Ef samfélag okkar sýnir sama stolt yfir því að koma fram fyrir hönd lands og þjóðar og strákarnir okkar í Svíþjóð - og berjast jafn ötullega fyrir árangri og úrslitum - þá þarf þessi þjóð engu að kvíða. Áfram Ísland.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar