Lyfjaverð á Íslandi Jakob Falur Garðarsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Í síðasta mánuði kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Rétt er að rifja upp að árið 2005 gaf Ríkisendurskoðun út sambærilega skýrslu sem sýndi fram á að lyfjaverð á Íslandi var hærra en í helstu samanburðarlöndum okkar. Sú spurning sem Ríkisendurskoðun leggur til grundvallar í hinni nýju skýrslu er því áhugaverð og hlýtur að vekja forvitni almennings: er lyfjaverð á Íslandi svipað og á Norðurlöndunum? Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus og er svarið við spurningunni einfalt: já. Á árunum 2009-2010 er meðaltal smásölu- og heildsöluverðs á völdum númerum sem Ríkisendurskoðun athugaði meira að segja orðið lægra en í nágrannalöndunum. „Þessi athugun gefur vísbendingar um að verð á þeim lyfjum sem seld eru hér sé nú sambærilegt verði sömu lyfja á hinum Norðurlöndunum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þótt niðurstaðan komi ekki á óvart þeim sem gerst þekkja til málaflokksins hlýtur hún óneitanlega að vera almenningi og stjórnvöldum ánægjuefni. Frumtök hafa ítrekað bent á þessa staðreynd, þó oft megi álykta af fjölmiðlaumræðu að hið gagnstæða sé staðreyndin. Frábær árangur á litlu markaðssvæðiNiðurstaða Ríkisendurskoðunar staðfestir þann frábæra árangur sem m.a. er fenginn með sameiginlegu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Einu helsta markmiði lyfjalaganna, sem lýtur að samanburðarhæfu lyfjaverði við hin Norðurlandaríkin, hefur verið náð. Þetta er ennfremur ánægjuleg niðurstaða í ljósi smæðar íslenska markaðsins sem hefur ekki staðið í vegi fyrir því að tekist hafi að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum undanfarin ár. Þrátt fyrir fámennið standa Íslendingar ekki höllum fæti. Þvert á móti bjóðast okkur lyfin á sambærilegu verði og íbúum fjölmennari landa. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega til þess hve lítill íslenski markaðurinn er og bendir réttilega á að „miðað við fámennið á Íslandi er ekki við því að búast að Íslendingum standi til boða að kaupa lyf á sama verði og íbúum fjölmennari landa." Sem er samt raunin. Það eru stóru tíðindin í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Slíkt er sjaldnast tilfellið þegar samanburður á vörum og þjónustu er gerður á milli Íslands og annarra landa. Loks má auðvitað bæta við að kostnaður framleiðanda miðað við okkar þekktu höfðatölu er mun hærri á Íslandi, enda þarf að standa undir kostnaðarsömu opinberu eftirliti, ýmiss konar skráningargjöldum og árgjöldum, merkja lyfin á vissan hátt og tryggja lágmarksbirgðahald í landinu. Geð- og taugalyf allt að 17,6% ódýrariSé rýnt í skýrsluna kemur í ljós að mestur munurinn er í flokki geð- og taugalyfja. Munurinn er mestur á milli Íslands og Danmerkur en lyfin eru 17,6% ódýrari en þar og 0,6% ódýrari en í Noregi. Fjöldi sjúklinga tekur þessi lyf og er þetta því stór útgjaldaliður hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Þetta kemur SÍ ánægjulega á óvart því hefðu magn-, gengis- og verðlagsbreytingar átt að leiða til 3,2% hækkunar á lyfjakostnaði, en raunin varð 10,8% lækkun. Sé skýrslan dregin fram í eina málsgrein er hún á þessa leið: Lyfjaverð á Íslandi er sambærilegt, jafnvel lægra, en verð í nágrannalöndunum og af því mega allir hlutaðeigandi vera mjög stoltir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út athyglisverð skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Rétt er að rifja upp að árið 2005 gaf Ríkisendurskoðun út sambærilega skýrslu sem sýndi fram á að lyfjaverð á Íslandi var hærra en í helstu samanburðarlöndum okkar. Sú spurning sem Ríkisendurskoðun leggur til grundvallar í hinni nýju skýrslu er því áhugaverð og hlýtur að vekja forvitni almennings: er lyfjaverð á Íslandi svipað og á Norðurlöndunum? Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus og er svarið við spurningunni einfalt: já. Á árunum 2009-2010 er meðaltal smásölu- og heildsöluverðs á völdum númerum sem Ríkisendurskoðun athugaði meira að segja orðið lægra en í nágrannalöndunum. „Þessi athugun gefur vísbendingar um að verð á þeim lyfjum sem seld eru hér sé nú sambærilegt verði sömu lyfja á hinum Norðurlöndunum," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þótt niðurstaðan komi ekki á óvart þeim sem gerst þekkja til málaflokksins hlýtur hún óneitanlega að vera almenningi og stjórnvöldum ánægjuefni. Frumtök hafa ítrekað bent á þessa staðreynd, þó oft megi álykta af fjölmiðlaumræðu að hið gagnstæða sé staðreyndin. Frábær árangur á litlu markaðssvæðiNiðurstaða Ríkisendurskoðunar staðfestir þann frábæra árangur sem m.a. er fenginn með sameiginlegu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Einu helsta markmiði lyfjalaganna, sem lýtur að samanburðarhæfu lyfjaverði við hin Norðurlandaríkin, hefur verið náð. Þetta er ennfremur ánægjuleg niðurstaða í ljósi smæðar íslenska markaðsins sem hefur ekki staðið í vegi fyrir því að tekist hafi að halda lyfjakostnaði ríkisins í skefjum undanfarin ár. Þrátt fyrir fámennið standa Íslendingar ekki höllum fæti. Þvert á móti bjóðast okkur lyfin á sambærilegu verði og íbúum fjölmennari landa. Ríkisendurskoðun tekur sérstaklega til þess hve lítill íslenski markaðurinn er og bendir réttilega á að „miðað við fámennið á Íslandi er ekki við því að búast að Íslendingum standi til boða að kaupa lyf á sama verði og íbúum fjölmennari landa." Sem er samt raunin. Það eru stóru tíðindin í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Slíkt er sjaldnast tilfellið þegar samanburður á vörum og þjónustu er gerður á milli Íslands og annarra landa. Loks má auðvitað bæta við að kostnaður framleiðanda miðað við okkar þekktu höfðatölu er mun hærri á Íslandi, enda þarf að standa undir kostnaðarsömu opinberu eftirliti, ýmiss konar skráningargjöldum og árgjöldum, merkja lyfin á vissan hátt og tryggja lágmarksbirgðahald í landinu. Geð- og taugalyf allt að 17,6% ódýrariSé rýnt í skýrsluna kemur í ljós að mestur munurinn er í flokki geð- og taugalyfja. Munurinn er mestur á milli Íslands og Danmerkur en lyfin eru 17,6% ódýrari en þar og 0,6% ódýrari en í Noregi. Fjöldi sjúklinga tekur þessi lyf og er þetta því stór útgjaldaliður hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Þetta kemur SÍ ánægjulega á óvart því hefðu magn-, gengis- og verðlagsbreytingar átt að leiða til 3,2% hækkunar á lyfjakostnaði, en raunin varð 10,8% lækkun. Sé skýrslan dregin fram í eina málsgrein er hún á þessa leið: Lyfjaverð á Íslandi er sambærilegt, jafnvel lægra, en verð í nágrannalöndunum og af því mega allir hlutaðeigandi vera mjög stoltir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun